Austurland


Austurland - 19.02.1985, Side 5

Austurland - 19.02.1985, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR, 19. FEBRÚAR 1985. 5 Vertíðarfélagar í Vestmannaeyjum 1936. Sitjandi f. v. Ingibergur Stefánsson, Reyðarfirði og Björgvin Guðmundsson úr Berufirði. Standandi f. v. Kristmann Jónsson, Stöðvarfirði og Sigfmnur. Sigfinmir 19. febrúar 1985. Þegar Sigfinnur Karlsson nú stendur á sjötugu getur hann horft yfir langan og annasaman starfsdag. Hann hefur verið stoð og stytta í verkalýðsmálum á Norðfirði í marga áratugi og aldrei dregið af sér á þeim vett- vangi. Þegar ég flutti til Nes- kaupstaðar fyrir röskum 20 árum var alveg ljóst að Sigfinnur var þá fremsti áhrifamaður sós- Karlsson íalista í Verkalýðsfélagi Norð- firðinga og hafði verið það um langt skeið. Verkalýðsfélagið var raunar skóli flestra áhrifa- manna sósíalista í Neskaupstað, þar á meðal þremenninganna Bjarna, Lúðvíks og Jóhannesar á árunum milli 1930 og 1940. Sigfinnur var fáum árum yngri en þeir, en tók virkan þátt í störfum verkalýðsfélagsins frá miðjum fjórða áratugnum. Það sjötugur varð síðan hans hlutverk að rækta þann vettvang og taka þar að sér eitt trúnaðarstarfið af öðru, fyrst sem starfsmaður fé- lagsins að hluta til frá 1945, síð- an í stjórn þess og formaður um langt árabil. Það trúnaðarstarf rækir hann enn í dag. Verka- lýðsfélagið og sú barátta sem það hefur háð og sú þjónusta sem það hefur veitt félags- mönnum í vaxandi mæli hin síð- ari ár hefur hvílt á herðum Sig- finns meira en nokkurs annars einstaklings. Jafnframt hefur hann verið forystumaður í austfirskri verkalýðshreyfingu, átti sæti í fyrstu sjórn Alþýðusambands Austurlands sem stofnað var í janúar 1943 og verið forseti þess óslitið frá árinu 1961 að telja. Sem slíkur hefur hann komið á víðari völl í íslenskri verkalýðs- hreyfingu og þurft að rækta tengsl við marga aðila. Það er ekki alltaf vinsælt hlut- verk að vera oddviti í samtökum alþýðu og margir telja víst að for- ystumenn slitni fyrr en varir úr tengslum við umbjóðendur sína. Það hefur þó ekki hent Sigfinn öll þessi ár, þótt sumum er utan við standa þyki hann brokk- gengur á köflum. Þessu valda hæfileikar hans og manngæska, einstök alúð og greiðvikni við alla þá er til hans leita og mikil reynsla og þekking á verkalýðsmálum. Þótt Sigfinnur hafi verið flokksbundinn sósíalisti lengst af og í mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið, hefur hann gætt þess að greina á milli fag- legrar baráttu og hagsmuna um- bjóðenda sinna annars vegar og flokkshollustunnar hins vegar. Slíkt held ég að sé raunar lykill- inn að því að valda verkefni í almannahreyfingu, sem þarf að taka á málum fólks og gæta hagsmuna þess óháð flokkum. Ég hef kynnst Sigfinni bæði sem samstarfsmaður í röðum sósíalista og sem kunningi eftir að ég fluttist til Norðfjarðar. Hann býr yfir mikilli atorku og sérstæðum eiginleikum, sem í senn laða fólk að honum en fá menn jafnframt til að sjá í gegn- um fingur, þótt hnútur fljúgi á milli. í Sigfinni er einhver frum- kraftur, sem minnir mig á alþýð- legar en stórbrotnar persónur úr bókmenntum, - maður sem er kjörinn til að þreyja bæði þorr- an'n og góuna við ysta haf. í konu sinni Völu hefur hann átt traustan förunaut sem hjálpað hefur yfir öldudali í ólgusjó lífsins, en einnig veitt því lit og líf. Þeim hjónum og börnum þeirra sendi ég heillaóskir á þessum hátíðisdegi. Hjörleifur Guttormsson. Sigfinnur flytur ræðu á aðalfundi kjördœmisráðs AB að Staðarborg 6. okt. 1984. H 11 mm m wiW « W' " ^ 1 Jyí WB w mmm \ 1 M|.> f’f.. m. 1 -ffaKR - m bm.» ’’ m 41 m m áíatfíj Fulltrúar á þingi Sjómannasambands íslands 1974. Sigfinnur er aftast á miðri mynd.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.