Austurland


Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 19. febrúar 1985. Austfjarðaleið hf. s ® 4250 og 7713 TZSl Auglýsingasími SNJÓBÍLL SNJÓTROÐARI vS AUSTURLANDS er7756 * INNLANSVIÐSKIPTIf' ER LEIÐIN TIL “ LÁNSVIÐSKIPTA Sparisjóður Norðfjarðar Á trúnaðarmannanámskeiði ASA á Egilsstöðum, talið f. v. Bolli Thoroddsen, Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Sigfinnur. Sigfinnur Fyrir mig, sem hef starfað með Sigfinni undanfarin 17 ár og haft við hann dagleg sam- skipti, er það þó nokkuð ein- kennileg tilhugsun að hann sé nú orðinn 70 ára. Svo ungur er hann enn og starfsþrekið óbilað. Sigfinnur Karlsson. Ég kynntist Sigfinni fyrst lítil- lega á ASÍ þingi árið 1962 en á því þingi var hann að vanda að- sópsmikill og hafði orð fyrir Austfirðingum. Þegar ég flutti til Neskaup- staðar árið 1967 og hóf störf hjá Verkalýðsfélagi Norðfirðinga og Alþýðusambandi Austur- lands hófust kynni okkar Sig- finns fyrir alvöru og höfum við Karlsson verið nánir samstarfsmenn og félagar frá þeim tíma. Ekki þekki ég vel til lífshlaups Sigfinns áður en mig bar að landi hér í Neskaupstað, en ég hef hans orð fyrir því að hann ólst upp hjá góðu fólki á Skorra- stað í Norðfjarðarhreppi og vann þar öll þau störf sem venja var að sveitabörn gerðu. Á Eiðaksóla var Sigfinnur veturna 1932 og 1933, en það er eina skólaganga hans auk hinnar venjubundnu kennslu barna í sveitum þess tíma sem hann ólst upp á og svo vélstjóranámskeið sem hann sótti hér í Neskaup- stað 1942. sjötugur Sigfinnur fór að stunda sjó héðan frá Neskaupstað innan við tvítugt en fór síðan á vertíðir til Hornafjarðar og Vestmanna- eyja og var hann til sjós til ársins 1943 er hann fór í land og gerðist vélgæsiumaður á Rafstöðinni sem hann var í tvö ár. Sigfinnur þekkti því vel þau kjör sem alþýða manna bjó við á árunum milli 1930 og 1940 þegar hann skipaði sér í raðir þeirra róttæku manna sem harð- ast börðust fyrir bættum kjörum og félagslegum umbótum. Hann hefur starfað í verkalýðshreyf- ingunni frá því að hann fór að vinna fyrir sér og lengst af hefur honum verið skipað í forystu- sveit. Sigfinnur hefur til að mynda verið í stjórn Alþýðu- sambands Austurlands frá því það var stofnað í janúar 1943, en þá varð hann gjaldkeri sam- bandsins. Forseti Alþýðusam- bands Austurlands hefur Sig- finnur verið frá árinu 1961. Formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga hefur Sigfinnur verið frá 1970 en áður hafði hann verið áratugi í stjóm fé- lagsins. Sigfinnur varð starfsmaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga í hlutastarfi, jafnframt því sem hann starfaði hjá togaraútgerð- inni, árið 1945 og var það til árs- ins 1967 og aftur árið 1974 og er það enn jafnframt því sem hann er starfsmaður Alþýðu- sambands Austurlands. Pað er erilsamt og krefjandi að vera starfsmaður verkalýðs- hreyfingarinnar og reynir þar æði oft á þolrifin í mönnum og þá sérstaklega þegar kjarasamn- ingar standa yfir. Pá ræður glöggskyggni og þekking manna því hversu farsællega þeir leysa mál, fyrir utan þá pólitík sem ávallt ræður miklu í kjarasamn- ingum. Þessa glöggskyggni og þekk- ingu hefur Sigfinnur til að bera í ríkum mæli ásamt reynslu sinni og hefur það komið sér vel fyrir félaga hans hér á Austurlandi, og reyndar alls staðar á landinu, að hann hefur í áratugi verið oddviti Austfirðinga í samning- um, jafnt í héraði sem annars staðar. Mörg atvik eru mér kunn úr samningaviðræðum þar sem skarpskyggni Sigfinns á tölur réð úrslitum til hins betra í samningum. Ég veit líka dæmi þess er hann notaði þekkingu sína á málefn- um síldarsaltenda til þess að knýja fram hærri söltunartaxta fyrir verkafólk en Félag síldar- saltenda gat fallist á. Sigfinnur var þá starfsmaður einnar stærstu söltunarstöðvar á land- inu og hafði mikil áhrif á rekstur hennar. Þau áhrif nýtti Sigfinn- ur til hagsbóta fyrir starfsfólk stöðvarinnar, eins og þá var al- kunnugt, og fyrir annað verka- fólk eins og við varð komið og vitnað er til hér að framan. í störfum sínum, hver sem þau hafa verið, hefur Sigfinnur ávallt verið að vinna fyrir sitt fólk, verkamenn og sjómenn og þegar hann hefur setið í Bæjar- stjóm Neskaupstaðar leit hann á sig sem fulltrúa þess fólks þar. Innan verkalýðshreyfingar- innar hefur Sigfinnur oft haft sérstöðu hvað varðar afstöðu til „stórra samflota" við gerð kjarasamninga. Þá hefur hann leitt sitt lið út úr heildarsamn- ingum þegar hann hefur eygt möguleika á betri samningum hér fyrir austan. Þegar það hef- ur borið við hefur þetta heppn- ast og ASA náð betri samning- um en ella. Það er engin leið að telja hér upp öll þau mál sem Sigfinnur hefur haft forystu um að næðu fram að ganga fyrir sitt fólk, enda held ég að slík upptalning væri honum ekki að skapi. Ef ég ætti að giska á einstakt mál sem honum þætti vænst um að hafa átt þátt í að framkvæma myndi ég nefna til or- lofsheimilin að Einarsstöðum, en bygging þeirra hefur verið honum sérstakt áhugamál enda hefur þar vel tekist til að flestra dómi. í 17 ára samstarfi okkar Sig- finns hefur að sjálfsögðu æði margt borið við og ekki höfum við alltaf verið sammála og ein- staka sinnum höfum við deilt. En við höfum aldrei orðið ósátt- ir. Sigfinnur er drjúgur laxveiði- maður og hefur hann stundað þann veiðiskap lengi. Við og fjölskyldur okkar höfum farið árlega saman í veiðiferðir til Vopnafjarðar frá því árið 1970. Frá þeim ferðum eru allar minningar góðar og vil ég hér þakka Sigfinni og hans fjöl- skyldu fyrir þær þótt við eigum eftir að fara margar ferðir að Vesturdalsá í framtíðinni. Sigfinnur og Valgerður Ólafs- dóttir kona hans giftu sig árið 1938. Þau eignuðust þrjú börn þau Jón, Viggó og Ólu Helgu, en Jón lést ungur. Vala þurfti eins og svo margar konur á þessum tíma að horfa á eftir manni sínum á vertíð fjarri sér og bömunum og saknar hún áreiðanlega ekki þess tíma sem útgerðarmaður úr Vestmanna- eyjum kvartaði sáran undan að væri liðinn í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum. Vala hefur alltaf tekið þátt í starfi Sigfinns og hafa fórnir hans í verkalýðsbaráttunni einnig verið hennar fórnir. Ég og fjölskylda mín óskum Sigfinni og Völu og fjölskyldu þeirra allra heilla á þessum degi. Árni Þormóðsson. Myndirnar í þessu blaði eru úr einkasafni Sigfinns og Valgerð- ar, konu hans. Þátttakendur á trúnaðarmannanámskeiði, sem Alþýðusamband Austurlands hélt á Egilsstöðum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.