Austurland


Austurland - 21.02.1985, Side 1

Austurland - 21.02.1985, Side 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 21. febrúar 1985. HJÓLASTILLTNGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 8. tölublað. Krakkarnir sem gáfu gjöfina. Talið f. v. Aftari röð: Berglind Porbergsdóttir, Helga Guðnadóttir, Þóra Jóna Árbjörnsdóttir, Lilja Bára Kristjánsdóttir, Freyja Björk Kristinsdóttir og Sigríður Rósa Kristinsdóttir. Fremri röð f. v.: Helgi Árbjörnsson, Guðmundur Ragnar Kristjánsson og Pálmi Geir Konráðsson. Ljósm. Halla Óskarsdóttir. Færðu dvalarheimilinu gjöf Níu ungir Eskfirðingar ákváðu í afmæli hjá einum þeirra 29. okt. sl. haust að halda hlutaveltu til styrktar elliheimil- inu á Eskifirði eða til þess að þeir gætu gefið elliheimilinu ein- hverja smágjöf. í upphafi ætl- uðu krakkarnir að reyna að fá nóga peninga til þess, að hægt væri að kaupa spilapakka handa vistfólkinu. Börnin byrjuðu svo að safna á hlutveltuna og fóru um allan bæinn og var mjög vel tekið á móti þeim. Hlutaveltan var svo haldin viku seinna og út úr henni fengust kr. 5.450.-. Pá var ákveðið að kaupa eitthvað stærra en spilapakka og var keypt loftvog með hita- og raka- mæli. Börnin afhentu svo gjöfina á dvalarheimilinu á Þorláksmessu eða 23. des. sl. og við það tæki- færi voru meðfylgjandi myndir teknar. H. Ó. / B. S. Oddsskarðsmót Oddsskarösmót í svigi og stórsvigi í barna- og ungl- ingaflokkum verður haldið við Oddsskarð um næstu helgi. Það hefst kl. 930 laug- ardaginn 23. febrúar og verður fram haldið á sunnu- daginn. Þátttakendurmunu verða víða að af Austur- landi. Frá skíðaráði Þróttar. Seyðisfjörður: Góður fundur Ný lögreglustöð á Seyðisfirði Sl. laugardag var formlega tekin í notkun ný lögreglustöð á Seyðisfirði að viðstöddum fjölda gesta, þ. á m. fulltrúa dómsmálaráðherra, Hjalta Zophaníassyni. Húsið stendur við Hafnar- götu, miðsvæðis í bænum og er hin laglegasta bygging. Arkitekt þess er Gylfi Guðjónsson, en byggingameistari Garðar Ey- mundsson. Athyglisvert er að upphafleg kostnaðaráætlun og raunveru- legur kostnaður er því sem næst sama upphæð, eða um 5 milljón- ir króna. Stærð hússins er 190 fermetr- ar á einni hæð og virðist öll að- staða og fyrirkomulag vera góð. Sigurður Helgason bæjarfóg- eti ávarpaði gesti og lýsti hús- inu. Fram kom í máli hans að ekki myndi annars staðar á landsbyggðinni, vera aðgengi- legri eða betri starfsaðstaða fyr- ir lögreglumenn. Æði mörg undanfarin misseri hefur seyðfirska lögreglan verið á hálfgerðum hrakhólum með húsnæði og reyndar fauk aðset- ursstaður hennar, þá í skúrgarmi á hafnargarðinum, í stórviðri 1. desember fyrir nokkrum árum. Bæjarfógeti benti réttilega á að mikill hluti lögreglustarfa eru þjónustu- og hjálparstörf og góð aðstaða stuðlar því aö meira ör- yggi borgaranna og væntanlega þá betra mannlífi. Eru öllum sem nýta og njóta munu færðar bestu óskir með þetta framfaraspor. J. J. / S. G. Vistmenn á dvalarheimilinu á Eskifirði. Aftari röðf. v.: Friðbergur Einarsson, Tryggvi Eiríksson og Níels Beck. Fremri röð f. v.: Hallfríður Beck, Sigurveig Kristjánsdóttir (er með gjöfina), Jó- hanna Magnúsdóttir og Halldóra Guðnadóttir. Ljósm. Halla Óskarsdóttir. Föstudaginn 14. þessa mán- aðar hélt Alþýðubandalagið al- mennan stjórnmálafund í Herðubreið. Á fundinn mættu formaður flokksins, Svavar Gestsson ásamt alþingismönn- unum Helga Seljan og Guð- mundi J. Guðmundssyni. Fundinn sóttu tæplega 40 manns og var gerður góður róm- ur að málflutningi framsögu- manna. Guðmundur og Svavar fluttu ræður um stjórnmálavið- horfið og fjallaði Guðmundur einkum um launa- og kjaramál og sýndi fram á hve kaupmáttur launa almennings er langt fyrir neðan öll velsæmismörk, enda sé stjórnarliðið haldið þeirri þráhyggju að kenna of háum launum um flest sem aflaga fer í efnahagsmálum. Svavar ræddi málin á breiðari grundvelli, m. a. vaxtafarganið, sem brennur ef til vill heitar á landsmönnum en flest annað nú um stundir. Hann talaði einnig um neðanjarðarhagkerfið marg- umrædda, skattsvik, olíusölu- mál, innflutnignsverslunina og nýjustu hneykslin á þeim vett- vangi. Hann benti á að þótt víða sé maðkur í mysunni hafí ríkis- stjómin lítið aðhafst til úrbóta í þessum málum, enda tæpast sam- staða um annað hjá henni en að skerða kjör hins vinnandi manns. Þingmennirnir svöruðu síðan allir fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna og lauk góðum fundi um miðnætti með sameig- inlegri kaffidrykkju. J. J. I S. G. Um blak Pá er seinni hluti „blakvertíð- ar“ Próttar hafinn, en leikir Próttar frá áramótum til mars- loka verða ekki færri en 24. Fyrir nokkru var haldið Aust- urlandsmót í blaki. Fór mótið hið besta fram og bar þess vitni að um vaxandi íþrótt er hér að ræða í fjórðungnum. Austurlandsmeistari í karla- flokki varð lið Þróttar en lið Hugins í kvennaflokki. íslandsmótið í II. aldurs- flokki pilta er þegar hafið og hefur lið Þróttar leikið tvo leiki í því - báða við lið Laugaskóla. Þróttur vann báðar viðureign- irnar 2:1. Voru leikimir hinir fjörugustu og á köflum mjög vel leiknir. í II. deild var keppt um síð- ustu helgi er KA sótti Þrótt heim. Leiknum lauk með sigri KA, 0:3 (11 : 15, 13 : 15, 7 : 15). Voru KA-menn vel að þeim sigri komnir og sínu frísk- ari en Þróttarar. Þó náðu okkar meir' sér verulega á strik bæði í 1. og 2. hrinu; unnu m. a. upp 1 : 9 forskot KA, en náðu ekki að fylgja eftir. Hætt er við að róðurinn verði þungur um næstu helgi ef ekki tekst að loka há- vöminni betur og halda út heilar hrinur, þegar vel gengur. íslandsmeistararnir leika í Neskaupstað Um næstu helgi verða þrír blakleikir hér í Neskaupstað, allir við Þrótt frá Reykjavík. Á föstudagskvöld eigast nafnarnir við í II. deild (Þróttur R.-B-lið), en á laugardag í II. aldursflokki íslandsmótsins fyrst, en síðan leika okkar menn við I.-deild- arlið Þróttar R. í bikarkeppn- inni. Þróttur Rvík hefur undan- farin ár verið yfirburða blaklið hér á landi og nú þegar eru þeir nánast búnir að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn í 5. skiptið íröð. Þeireru um þessarmundir í góðu formi ef marka má úrslit síðustu leikja. Það væri strákun- um okkar mikil hvatning að sjá nú og finna öflugan stuðning áhorfenda um helgina. öflugt íþróttalíf er of mikils virði fyrir unga fólkið til þess að foreldrar og aðrir megi láta það afskipta- laust. Blakunnandi. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2046 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.