Austurland


Austurland - 21.02.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 21.02.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 21. FEBRÚAR 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnofnd: Elma Guðmundsdóttii, Guðmundur Bjamason, Eiriar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smárí Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjómannaverkfall hafíð Sjómannaverkfall hefir nú staðið síðan á sunnudag og ógerlegt er að segja til um, hversu lengi það muni standa. Sumir talsmenn sjómanna eru þeirrar skoðunar, að það geti staðið lengi. Útgerðarmenn sem láta nú VSÍ fara með umboð til samninga, telja kaupkröfur sjómanna allt of háar og sérstaklega er það kauptryggingarkrafan upp á 35 þús. kr., sem er þeim þyrnir í augum. Sjómenn segja hins vegar, að óvenju mikillar óbil- girni gæti hjá útgerðarmönnum og það séu kaup- tryggingarmálin auk kostnaðarhlutdeildar í útgerðar- kostnaði, sem aðalágreiningur er um. Mörgum bauð í grun, að þátttaka VSÍ í samninga- viðræðunum hleypti meiri hörku og stífni í viðræð- urnar og gerði þær erfiðari viðfangs. Sú hefir líka orðið raunin. Það verður að teljast sanngjörn krafa, að sjómenn fái verulegar kjarabætur og stórhækkaða kauptrygg- ingu, ekki síst þegar tekið er tillit til breyttra að- stæðna í fiskveiðum, sem leiða til minni tekjumögu- leika eftir hlutaskiptareglunum. Þróunin í kjaramál- um sjómanna hlýtur að verða í þá átt, að kauptrygg- ingin verði gildari og áhrifameiri þáttur í launum þeirra en verið hefir hingað til. Stórhækkun kaup- tryggingar er því brýn nauðsyn og er sjómönnum ekki láandi, þó að þeir vilji sem minnst hvika frá gerðum kröfum í þeim efnum. Aflabrögð hafa verið góð hvarvetna að undanförnu og gæftir með eindæmum góðar miðað við árstíma og vinna í landi hefir verið mikil við vinnslu sjávar- afla. Allt er þetta nú að stöðvast vegna þrákelkni atvinnurekenda og sinnuleysis stjórnvalda, sem ekk- ert hafa gert til að koma í veg fyrir svo víðtækar vinnustöðvanir, sem raun er nú á orðin. Það ófremd- arástand, sem nú hefir skapast í árgæsku þessa vetrar, má því vissulega kalla „móðuharðindi af mannavöld- um", eins og íhaldsstjórnarfar hefir áður verið nefnt á íslandi. Sjómannaverkfallið nær til 4 - 5 þúsund sjómanna og fari svo illa, að það standi mikið lengur fer áhrifa þess að gæta meðal landverkafólks og ekki þarf það að standa mjög lengi til þess að almennt atvinnuleysi verði um land allt. Á meðan þessu vindur fram halda forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna áfram foringjaleik sínum og velta vöngum yfir efnahagspunktum, þar sem ekki er að finna nein úrræði í málefnum sjávarútvegsins. Svo fjarri eru stjórnvöld hinni líðandi stund. B. S. Sigfinnur Karlsson sjötugur Sigfinnur Karlsson forseti Al- þýðusambands Austurlands og formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga varð sjötugur þann 19. febrúar sl. Pótt kynni mín af Sigfinni Karlssyni séu ekki löng mæld í árum, þá hefi ég fleira af honum lært en flestum öðrum. Páð var veturinn 1976 sem ég tók við formennsku í vmf. Ár- vakri á Eskifirði fákunnandi um fle'st það sem að verkalýðsmál- um lýtur annað en það að kaup- ið væri of lágt. Pá var það að Sigfinnur hófst handa við að uppfræða mig um þessi mál. Síðan höfum við ræðst við oft daglega og oftast hefur það ver- ið hlutverk Sigfinns að upplýsa mig um samninga og greina í sundur þann flókna vef sem of- inn er í kringum kjarasamninga í dag. Það er ekki ofsögum sagt af því að uppbygging samninga í dag er orðin óeðlilega flókin og ekki fyrir nema sérfræðinga að rata í því völundarhúsi. Þar rat- ar Sigfinnur Karlsson allra manna best og er viðurkenndur bæði af vinnuveitendum og verkalýðshreyfingunni sem ein- hver traustasti fulltrúi verka- lýðshreyfingarinnar í samninga- gerð og túlkun samninga. Þess höfum við notið sem verið höfum í forsvari fyrir verkalýðs- félögum á Austurlandi á síðustu árum. Annar eiginleiki hefur verið áberandi í fari Sigfinns sem er ómetanlegur hverjum manni ekki síst hjá þeim sem fjalla um jafn viðkvæm mál og kjaramál en það er orðheldni. Um hann má segja að heitin hans eru betri en handsöl annarra manna. Ég hefi stuttlega drepið á tvo þætti í störfum Sigfinns Karls- sonar sem einkennt hafa sam- skipti hans við mig og aðra sem unnið hafa með honum í verka- lýðshreyfingunni. Fyrir þetta flyt ég honum alúðarþakkir og veit að ég mæli þar fyrir munn austfirsks verkafólks. Sigfinnur hefur um árabil ver- ið í fararbroddi þeirra sem á undanförnum áratugum hafa leitt íslenska alþýðu frá örbirgð til bjargálna og það hefur mun- að um hvar sem hann hefur lagst á árar. Það er svo um flesta sem rísa upp úr meðalmennskunni að um þá næðir, og Sigfinnur hefur ekki farið varhluta af því. Um hann hafa nætt kaldir vindar og stundum verið að honum vegið af samherjum og öðrum þeim sem frekar hefði mátt vænta að beittu kröftum sínum til að berja á stéttarandstæðingum. Oftar en ekki hafa þessar árásir gengið langt út yfir allt velsæmi, og þáttur fjölmiðla þar oft á tíð- um óskiljanlegur. Þetta hefur Sigifnnur staðið af sér eins og klettur en stuðningur samherjanna verið smár. Það er gæfa hvers manns að eiga sér við hlið traustan lífs- förunaut, þar hygg ég að Sig- finnur Karlsson sé í hópi hinna lánssömu. Kynni mín af konu hans eru ekki mikil en þó næg til að full- yrða að austfirskt alþýðufólk á henni mikið að þakka, hún hef- ur verið bjargið sem ekki brást þegar harðast hefur verið sótt og óvægilegast að manni hennar. Á þessum merkisdegi manns hennar flyt ég henni þakkir fyrir hennar hlut í vinningum.verka- lýðshreyfingarinnar á undan- förnum áratugum. Því fer víðs fjarri að við Sig- finnur Karlsson höfum alla tíð verið á einu máli, guði sé lof vil ég segja því jámenn eru leiðin- legt fólk. Hitt get ég sagt með góðri samvisku að mér hefur hann jafnan verið heilráður og öll hans ráð miðað að eflingu og aukinni mennt verkafólks í landinu. Ég flyt Sigfinni Karlssyni hug- heilar hamingjuóskir á sjötugs- afmælinu og óska honum og konu hans langra og hamingju- ríkra ævidaga. Hrafnkéll A. Jónsson, Eskifirði. Knútur Þorsteinsson: Staddur á Möðruvöllum í Eyjafirði: A vordegi1957 Ort skv. frásögn Eyfirðingasögu. Blánar yfir brúnum fjalla, blikar sól um víðan geim. Kaldir vetrarfjötrar falla, fagnar lífið örmum tveim. Gullna Þórdís greiðir lokka, gleðst við hlýrra drauma arð. Vors og ástar vafinn þokka vaskur ríður Sörli í garð. AUSTURLAND sigraði í firmakeppni Þróttar Firmakeppni Þróttar á Sigurvegari varð Hreinn Jó- Hér á eftir fer listi yfir 10 efstu skíðum fór fram í skíðalandinu hannsson, en hann keppti fyrir keppendur, fyrirtækin, semþeir við Oddsskarð sl. laugardag, 9. vikublaðið AUSTURLAND. kepptu fyrir og tíma þeirra í febrúar. Þátttakendur voru 50. keppninni. Fyrirtæki Keppandi Fyrri umf. Seinni umf. Forgjöf Samtals 1. AUSTURLAND 2. Nesprent .... 3. Netagerð .... 4. Kr. Lundberg 5. Valmi hf. ... 6. Sindri ..... 7. Rafgeisli .... 8. Landsbankinn . 9. SVNbræðsla . . 10. SVN frystihús . Hreinn Jóhannsson . . Gerður Guðmundsdóttir Grétar Jóhannsson . . Kristján Ö. Kristjánsson Karl Róbertsson .... Jóhann Þ. Pórðarson Hjálmdís Tómasdóttir . Jóna Lind Sævarsdóttir Sigrún Haraldsdóttir . . Hlín Jensdóttir .... 34.35 34.90 41.34 37.06 40.69 37.01 41.98 38.30 41.42 37.57 34.95 35.49 42.75 35.21 37.99 37.70 43.80 38.85 43.91 38.46 0 0 12 0 6 2 12 2 10 0 69.30 70.37 72.09 72.71 72.68 72.71 73.78 75.15 75.33 76.03

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.