Austurland


Austurland - 21.02.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 21.02.1985, Blaðsíða 4
 Austfjarðaleið hf. © 4250 og 7713 Auglýsingasími SPARISJÓÐURINN 00 * Austurlaiid Áætlunarferðir daglega AUSTURLANDS SÉR UM SÍNA Neskaupstað, 21. febrúar 1985. nema laugardaga er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Tölvuver tekið í notkun Miðvikudaginn 13. febrúarsl. var fullkomið tölvuver formlega tekið í notkun í Framhalds- skólanum í Neskaupstað. Er tölvuverið búið tólf tölvum af gerðinni Apple Ile, sem keyptar voru fyrir milligöngu Mennta- málaráðuneytisins. Allmörg fyrirtæki og stofnanir í Nes- kaupstað stuðluðu að því að gera kaupin möguleg. Þegar er farið að nota búnað- inn til kennslu á framhalds- skólastigi, en fyrirhugað er að nota hann einnig til kennslu í efstu bekkjum grunnskólastigs. Skólinn hefur fyrir nokkru aug- lýst tölvunámskeið fyrir al- menning og hafa þegar um 50 manns látið skrá sig á námskeið- in, en ráðgert er að þau hefjist um mánaðamótin febrúar-mars. Skólaslit haustannar fóru fram 1. febrúar sl. og útskrifuð- ust að þessu sinni tveir nemend- ur, einn á iðnbraut húsasmíði og einn á iðnbraut rafiðna. Nemendur í framhaldsnámi við skólann á nýhafinni vorönn eru 118 talsins, en nemendur á grunnskólastigi eru 100. ■M m fmsT s Tölvuverið. Ljósm. Guðni K. Ágústsson. NEYTENDAHORNIÐ @ Síðasta verðkönnun sem birt var hér í blaðinu vakti vægast sagt mikla athygli, þótt ekki hafi hún verið stór í sniðum. Það fyrir sig á hvaða verði varan er seld, svo framarlega að farið sé að lögum. Margir hafa haft samband við Neytendahornið og beðið um fleiri verðkannanir. Könnun sú sem hér fer á eftir var unnin sl. skai tekið fram að verðið sem birt var frá Kjötmiðstöðinni var tekið úr auglýsingu frá henni, en það hefur verið gagnrýnt við mig að gera samanburð við Kjötmiðstöðina þar sem hún auglýsi að verðið sé undir heild- Neytandinn verslar auðvitað þar sem hagstæðast er, og voru það mistök hjá mér að kanna ekki verð á þorramat í Mela- búðinni, en ég verð að játa það að ég hafði ekki hugmynd um að hann væri til þar, en að sögn fimmtudag og mánudag. Könnunina gerði ásamt mér Guðný Bjarkadóttir. Haft var samband við Kf. Fram og Mela- búðina Nesk., Pöntunarfélag Eskf., KHB Reyðarfirði og Eg- ilsstöðum og auðvitað látum við söluverði. var verðið þar mun hagstæðara verðið frá Kjötmiðstöðinni Auðvitað er það mál hvers en í Kf. Fram. fylgja með. Kf. Fram Mela- búðin KHB Reyðarfirði KHB Egilsstöðum Pöntunarfél. Eskifirði Kjöt- miðstöðin Hangikjöt 734.00 706.60 706.60 708.80 769.70 498.00 Skinka 742.00 702.40 702.40 702.00 821.90 590.00 Spægipylsa 692.00 569.15 697.10 639.00 591.90 320.00 Malakoff 368.00 385.50 413.50 379.00 400.90 250.00 Kindakæfa 214.00 243.00 243.00 214.00 190.75 155.00 Bacon 200.00 307.70 323.20 256.00 135.00 Kjötbúðingur Kjötfars 205.00 202.50 206.30 201.90 172.40 130.00 nýtt, frosið Kjötfars 140.50 130.40 124.70 124.70 134.30 saltað, frosið 140.50 138.50 124.70 130.40 134.30 NEISTAR Svohljóðandi ályktun var gerð á AB-fundi á Egilsstöðum nýverið: Fundur í Alþýðubandalagi Héraðsmanna haldinn á Eg- ilsstöðum 5. jan. 1985 sam- þykkir í tilefni lokaárs kvennaáratugarins 1976 - 1985 að óska eftir því við rit- sjórn Austurlands, að í hverju tölublaði þessa árs verði kom- ið á framfæri grein skrifaðri af konu eða konum sérstak- lega um málefni kvenna.“ Við hvetjum allar þær kon- ur sem kunna að eiga eitthvað í handraðanum til að láta ekki sitt eftir liggja eða þá að setj- ast niður með pappír og penna og láta gamminn geisa. Allt efni um konur og þeirra málefni eru vel þegin svo sem ljóð, stuttar sögur og síðast en ekki síst álit ykkar og vangaveltur um líf okkar og tilveru. Lengd greinanna miðast. við 150 - 250 orð. Einnig eru lengri greinar frá konum kærkomnar og þið eruð alls ekki bundnar við þessi fáu orð, sem komast fyr- ir í NEISTUM. Sendið greinarnar til rit- sjóra AUSTURLANDS. Vináttukveðjur, Samstarfshópur um kvennamál, B. J. I S. S. I S. B. Sigfúsarkvöld í Neskaupstað og á Egilsstöðum Sigfús Halldórsson, Elín Sig- urvinsdóttir og Friðbjörn G. Jónsson munu núna helgina 23. og 24. febr. halda tónleika í Valaskjálf Egilsstöðum og Eg- ilsbúð Neskaupstað. Þar munu þau Elín Sigurvinsdóttir, sópran og Friðbjörn G. Jónsson, tenór syngja „ljúfustu lög Sigfúsar" við undirleik hans sjálfs. Það er ekki á hverjum degi sem við hér eystra erum sótt heim af slíku ágætis listafólki, og er það von aðstandenda hér, Menningar- nefndar Neskaupstaðar og Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs að nú noti menn tækifærið, láti fjölmiðla og vídeó lönd og leið litla stund og komi og hlýði á fagran söng. Við minnum á að góð list er ekki bara fyrir ein- hverja útvalda, heldur líka fyrir alla hina. Þau verða í Valaskjálf laugardag kl. 17 og í Egilsbúð sunnudag kl. 21. Njótum lifandi listar. Fréttatilkynning. Þorrablót á Fáskrúðsfirði Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar heldur þorra- blót í Skrúð nk. laugardag, 23. febrúar og hefst það kl. 20. Heiðursgestur á þorrablótinu verður Guðrún Helgadóttir, al- þingismaður. Ýmis skemmtiat- riði verða undir borðum, en síð- an mun hljómsveitin Dafon á Fáskrúðsfirði leika fyrir dansi. Þetta er í annað sinn, sem Verkalýðs- og sjómannafélagið gengst fyrir þorrablóti. Það var gert í fyrra í fyrsta sinn og tókst vel. M. S. / B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.