Austurland


Austurland - 07.03.1985, Side 1

Austurland - 07.03.1985, Side 1
Austurland HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 7. mars 1985. 10. tölublað. Af blaki Blaklið Þróttar hafa staðið í ströngu eins og fjöldi áhorfenda hefur orðið vitni að. Helgina 23. og 24. febrúar sl. voru hér 3 leikir og um síðustu helgi léku liðin alls 4 leiki í Reykjavík, Kópavogi og Hveragerði. í II. aldursflokki hafa úrslit orðið sem hér segir:í>róttur - Þróttur R 2:1, HK - Þróttur 1 : 2 og Þróttur R - Þróttur 0:2. Síðasti leikur Þróttar í þessum flokki fer síðan fram í Neskaupstað nk. laugardag, en þá kemur HK hingað með lið í II. flokki og reynd- ar líka í II. deild. Vinni Þróttur þennan leik er sjálfur íslandsmeistaratitillinn í höfn. HK hefur hins vegar á að skipa harðsnúnu liði og þeir eru staðráðnir í að hefna harma sinna frá síðustu helgi er Þróttur sigraði þá í Kópavogi. Úrslitahrinan þá endaði 14 : 16. Okkar menn eru hins vegar á heima- velli og ef þeir fá jafn frábæran stuðn- ing og gegn Þrótti R um sl. helgi mun- ar það örugglega geysimiklu. Norðfirðingar! látið nú ekki ykk- ar eftir liggja. Hvetjið strákana til sigurs! í meistaraflokki hafa úrslit orðið sem hér segir: Þróttur - Þróttur R (A-lið) 0 : 3 (bikarkeppnin), Þrótt- ur - Þróttur R (B-lið) 3 : 0, Breiða- blik - Þróttur 0 : 3 og HSK - Þrótt- ur 1 : 3. Okkar menn virðast hafa látið sér skellinn gegn KA að kenningu verða og hafa sem hér sést aðeins tapað einum leik þar frá, þ- e. leiknum við A-lið Þróttar R. Blikarnir og B-lið Þróttar R áttu ekki mikla möguleika í leikjum þessum, en fæstir höfðu búist við miklu af okkar mönnum gegn HSK á útivelli. Sá leikur var 4. leikur flestra okk- ar manna sama sólarhringinn og eft- ir rútuferð suður. Er skemmst frá því að segja að Þróttur átti þarna sinn besta leik í vetur og frá upp- hafi, og lögðu „risana“ í HSK að veili stig af stigi í spennandi og góð- um ieik. Landsliðsnefnd BLÍ hefur nú val- ið unglingalandsliðshóp í blaki fyrir leiki við granna vora í Færeyjum sem fram fara vikuna fyrir páska. í hópnum eru hvorki fleiri né færri en sex Norðfirðingar! þeir eru: Þor- steinn Halldórsson, Guðbjartur Magnason, Ólafur Viggósson og Sigfinnur Viggósson, en þeir leika allir með Þrótti í vetur og svo Mar- teinn Guðgeirsson og Víðir Ársæls- son, en þeir leika með ÍS. Til ham- ingju með það drengir og standið ykkur vel! Blakunnandi. Föstudaginn 1. mars frum- sýndi Leikfélag Hornafjarðar sitt 35. verkefni í Sindrabæ. Að þessu sinni er um að ræða hið þekkta sakamálaleikrit Agötu Christie „Músagildr- Leikstjóri er Jón Júlíusson. Hönnuður leikmyndar Sigtrygg- ur Karlsson, en Bjarni Hen- riksson sá um málun. Ljósameistari er Bragi Ár- sælsson, en tekinn er í notkun nýr Ijósabúnaður, erfélagið hef- Ratsjárstöð á Langanesi mótmælt Forsætísráðherra íslands, Steingrími Hermannssyní, hefur verið afhent eftirfarandi bænarskrá, undirrituð af 107 íbúum við Þistilfjörð: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænarskrá. neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Langanesi vegna þess m. a. að við erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá vígvæðingu þjóðanna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu vígbún- aðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjárfestingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótframkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síaukins vígbúnaðar ber að stöðva. Því verða góðviljaðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði veraldar af þessari braut. Við getum ekki varið fyrir samvisku okkar að frekara fjár- magni verði varið til vígbúnaðar meðan sultur og vannæringar- sjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygging þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skotmarki í hugsanlegum hernað- arátökum. En hvað viðvíkur öryggi íslenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sambandi, þá teljum við að okkur beri að tryggja það sjálfum. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu umræddrar ratsjárstöðvar á Langanesi eða annars staðar á landinu.” Jóhannes Sigfússon Krístján Karlsson Ágúst Guðröðarson Stcfán Jónsson Fréttatilkynning. ur fest kaup á, um er að ræða mjög fullkomið stjórnborð. Leikarar eru 8, en u. þ. b. 20 manns störfuðu að sýningunni. Sýningar voru í Sindrabæ sunnudaginn 3. mars og í gærkvöld. Fjórðasýningin verð- ur í kvöld, fimmtudaginn 7. mars kl. 21. í stjórn félagsins eru: Ingvar Þórðarson, Hannes Halldórs- son, Guðrún Jónsdóttir og Unn- ur Garðarsdóttir. Formaður fé- lagsins er Benedikta Theódórs. Frá Leikfélagi Hornafjarðar. Engin kennsla í ME Engin kennsla hefur verið í Menntaskólanum á Egils- stöðum síðan á föstudag, en þá lögðu allir kennarar skólans að tveimur undanskildum niður störf. Flestir nemendur, sem búa á heimavist skólans, eru farnir til síns heima, en þó er heimavist- inni og mötuneyti ekki lokað. Full kennsla fer fram í öðrum skólum á Austurlandi, sem bjóða upp á framhaldsnám, þ. e. a. s. Framhaldsskólanum í Neskaupstað, Heppuskóla, Seyðisfjarðarskóla og Alþýðu- skólanum á Eiðum. Svæðismót Austurlands Svæðismót Austurlands í skák hefst í Framhaldsskólan- um f Neskaupstað nk. föstu- dagskvöld kl. 20. Tefldar verða fimm umferðir eftir Mon- radkerfi, fyrsta umferð á föstu- dagskvöld, önnur og þriðja um- ferð á laugardag og fjórða og fimmta umferð á sunnudag. Umhugsunartími verður V/i klst. á 40 leiki og Vi klst. til við- bótar til að ljúka skákinni. Gert er ráð fyrir að allir sterkustu skákmenn Austurlands taki þátt í mótinu og tefli um titilinn skákmeistari Austurlands. E. M. S. Ferðamálafélag stofnað á Héraði Sunnudaginn 24. febrúar var stofnað á Egilsstöðum Ferða- málafélag Fljótsdalshéraðs. Það voru áhugamenn í ferðamálum sem stóðu að stofnfundinum. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins var haldinn í janúar sl., þar sem mættur var Birgir Þor- gilsson frá Ferðamálaráði ásamt fleirum. Á þeim fundi var kosin undirbúningsnefnd, sem unnið hefur að málinu síðan. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið, þar sem kemur fram, að tilgangur félagsins sé meðal annars: „að efla ferða- þjónustu á félagssvæðinu, að Undanþágu neitað Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar felldi með 32 atkv. gegn 3 beiðni Hafrann- sóknarstofnunar um undanþágu frá verkfalli fyrir skuttogarann Hoffell til að leggja í rannsókna- leiðangur 7. mars nk. Samningamir vom á sama fundi felldir með 34 atkv. gegn 2. bæta þjónustu við það fólk, sem ferðast um félagssvæðið og að vinna að því, að öll þjónusta og fyrirgreiðsla við ferðamenn á félagssvæðinu verði hlutaðeig- endum til sóma“. Ákveðið var að félagaskrá yrði opin til aðalfundar í haust fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki, sem gerast vildu stofnfélagar. í fyrstu stjórn voru kosin: Rúnar Pálsson Egilsstöðum, Anton Antonsson Egilsstöðum, Helgi Arngrímsson Borgarfirði, Elsa Árnadóttir Húsey og Finn- ur Bjarnason Egilsstöðum. Ragnar Steinarsson, vara- oddviti Egilsstöðum flutti fund- inum kveðjur hreppsnefndar og bauð fundargestum að þiggja veitingar í boði Egilsstaða- hrepps. M. M. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Aiþýðubandalagið

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.