Austurland


Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 1
Austurland HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni © 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 14. mars 1985. 11. tölublað. í uppnámi. Ljósm. B. S. Skák: Svæðismót Austurlands 'Um sl. helgi fór fram í Nes- kaupstað svæðismót Austur- lands í skák. Keppendur voru 16 frá Stöðvarfirði, Fáskrúðs- firði, Eskifirði, Egilsstöðum og Neskaupstað. Skákmeistari Austurlands 1985 varð Hólm- grímur Heiðreksson, sem hlaut 4V4 vinning af 5 mögulegum. Mótið var jafnt og margar skemmtilegar skákir tefldar. Efstu menn í mótinu voru: 1. Hólmgrímur Heiðreksson Neskaupstað 4xh vinn. 2. Magnús Valgeirsson Fá- skrúðsfirði 3V6 vinn. 3. Þorsteinn Skúlason Nes- kaupstað 3V4 vinn. 4. Viðar Jónsson Stöðvarfirði 3Vi vinn. E. M. S. íþungum þönkum. Ljósm. B. S. Sjómannaverkfalli lokið Nýir kjarasamningar sjó- manna voru gerðir um sl.helgi og lauk þá sjómannaverkfalli, sem staðið hafði í þrjár vikur. Samningarnir, sem sagt var frá í síðasta blaði,voru felldir víðast hvar, en nýir samningar voru síðan gerðir og samþykktir mjög víða fyrir sl. helgi, enda var þá verkfallið í raun farið út um þúfur á Suðurnesjum og víðar, þar sem undanþágur voru veittar til veiða, meðan beðið var eftir atkvæðagreiðslu. Á Austfjörðum voru samn- ingarnir felldir í byrjun nema á Reyðarfirði og Stöðvarfirði. Al- þýðusamband Austurlands gekkst þá fyrir sérsamningum við Útvegsmannafélag Aust- fjarða og leystist deilan fyrir milligöngu ríkissáttasemjara sl. laugardag. Samningarnir voru alls staðar samþykktir með miklum meirihluta atkvæða og skipin fóru að tínast út strax á sunnudag. Aðalkjarabót nýju samning- anna umfram það, sem áður hafði náðst fram, er það, að 2% lækkun kostnaðarhlutdeildar í útgerðarkostnaði framhjá skiptum kemur til framkævmda strax og hlífðarfatapeningar hækka í kr. 750 úr 540. Aust- fjarðasamningarnir fela í sér frekari hækkun hlífðarfatapen- inga eða í kr. 900 og lengingu á uppsagnarfresti úr einni viku í tvær auk fleiri smærri atriða. Allir fagna því, að samningar hafa tekist og er þess að vænta, að innan skamms verði atvinna komin í eðlilegt horf, en at- vinnuleysi var orðið verulegt í bæjum og kauptúnum á Aust- fjörðum. B. S. Neskaupstaður: Fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og stofnana hans samþykktar einróma í bæjarstjórn Á fundi í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar 5. mars sl. voru fjár- hagsáætlanir bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja til endanlegrar afgreiðslu og voru samþykktar samhljóða af öllum bæjarfull- trúum, sem fundinn sátu. Til að fræða lesendur nokkuð um fyrirhugaðar framkvæmdir og stöðu bæjarsjóðs náði AUSTURLAND tali af Ásgeiri Magnússyni, bæjarstjóra í Nes- kaupstað. □ Hverjar eru helstu niður- stöðutölur fjárhagsáœtlunar bœjarsjóðs? ■ Heildarniðurstöðurtölur áætlunarinnar eru kr. 62.316 þús. Á rekstraráætlun eru gjöld áætluð kr. 48.304 þús. og tekjur kr. 59.316 þús. Það þýðir, að tekjur umfram rekstrargjöld eru áætlaðar kr. 11.012 þús. Gjald- færð fjárfesting er áætluð kr. 3.995 þús. og eignfærð fjárfest- ing kr. 3.147 þús. en heildar- mismunur tekna og gjalda kr. 6.870 þús. □ Hvað hœkka tekjuliðir mikið frá fyrra ári? ■ Útsvör er áætluð kr. 28.325 þús. og hækka frá áætlun fyrra árs um 25.5% en íbúum hefur reyndar fjölgað um 2.5%. Að- stöðugjöld eru áætluð kr. 6.971 þús. og hækka um 30% og fast- eignagjöld eru áætluð kr. 7.295 þús. og hækka um tæp 30%. □ En hvað um framkvœmdir og helstu gjaldaliði? ■ Almannatryggingar og fé- lagshjálp hækka mest eða úr 14% af heildarútgjöldum í 17%. Þar munar m. a. miklu, að verið er að opna nýja deild á dagheim- ilinu, en eftirspurn eftir plássum þar hefur verið miklu meiri nú en oftast áður. Æskulýðs- og íþróttamál taka 8.2% af heildargjöldum. Þar verður unnið áfram að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja, t. d. skíðaaðstöðunnar við Oddsskarð, en áætlað er að full- gera skíðaskálann þar fyrir haustið. Hlutur Neskaupstaðar í þeim framkvæmdum er áætl- aður kr. 537 þús. Einnig verður unnið við anddyri íþróttahúss- ins o. fl. Fræðslumálin taka sinn skammt, en til þeirra fara kr. 11.944 þús. eða 19.1% af heild- arútgjöldum. Unnið verður áfram við nýbyggingu Fram- haldsskólans s. s. að frágangi á anddyri og einnig við umhverfi hans og keyptur ýmiss stofnbún- aður. Við hefðum gjarnan viljað setja meira fé í tækjakaup, ekki síst í Nesskóla. Unnið verður að viðhaldi skólahúsanna, en þar er um að ræða aðkallandi verk- efni. Unnið er að endurnýjun á sturtuklefum í sundlaugarhús- inu og standa vonir til, að því verki verði lokið það tímanlega, að hægt verði að opna sundlaug- ina á venjulegum tíma í vor. í gatnagerðarframkvæmdum komum við til með að fara okk- ur hægar en oftast áður. Hringn- um í útbænum verður þó lokað og lagt malbik á Nesgötu og upp á Mýrargötu og framhald verður á yfirlagningu Strandgötu og Hafnargötu. En það er ekki endanlega búið að ganga frá áætlun um gatnagerðarfram- kvæmdir á komandi sumri í smærri atriðum. □ Hvað viltu segja um fjár- hagsáœtlunina almennt? Sl. laugardag tryggði 2. ald- ursflokkur Þróttar sér íslands- meistaratitilinn í blaki. Fór þá fram leikur við HK úr Kópavogi í Neskaupstað og sigraði Þrótt- arliðið þessa hættulegustu and- stæðinga sína í jöfnum og þræl- spennandi leik. Lið Þróttar er afar vel að þess- um sigri komið og hefur unnið alla sína leiki í vetur. Reyndar er það undravert, hve góðum ár- angri Þróttarar ná í þessari íþrótt og er ljóst, að ýmis félög fyrir sunnan og norðan gætu margt lært af því góða uppbygg- ingarstarfi, sem innt er af hendi í Neskaupstað á þessu sviði. Þeir Ólafur Sigurðsson og Ásgeir Magnússon. ■ Einkenni þessarar fjár- hagsáætlunar er fyrst og fremst aðhald. Skuldir bæjarsjóðs eru orðnar mjög þungar vegna mikilla framkvæmda á undan- förnum árum. Nægir þar að nefna t. d. byggingu Framhalds- skólans, byggingu íbúða fyrir aldraða og miklar framkvæmdir í gatnagerð. Við höfum þannig ágæta stöðu nú til að andæfa svolítið. Lántökur verða í lág- marki og meira verður unnið að viðhaldi mannvirkja en að nýj- um framkvæmdum. Við hefðum gjarnan viljað, að við gætum Framh. á 2. síðu. Grímur Magnússon, forystu- menn blakdeildar Þróttar, eiga heiður skilið fyrir störf sín. Sl. laugardag fór einnig fram í Neskaupstað leikur í 2. deild fslandsmótsins í blaki og áttust þar einnig við lið Þróttar og HK. Þróttur fór með sigur af hólmi og er nú nokkuð víst, að Þrótt- arliðið verður í 3. sæti í deild- inni, en keppni þar er ekki að fullu lokið. S. G. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið Glœsilegur árangur: s Þróttur Islandsmeistari í 2. flokki í blaki

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.