Austurland


Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 14. MARS 1985. 3 EGILSBÚÐ @7322 — Neskaupstað Fimmtudagur 14. mars kl. 2100 „THE SEVEN UPS“ Æsispennandi litmynd sem byggð er á sögu lögreglumannsins Sonny Grosso, þess sama er vann að lausn heróínmálsins mikla sem myndin „The French Connection" var byggð á Sunnudagur 17. mars kl. 2100 „ARTHUR" Bandarísk gamanmynd með úrvalsleikurum s. s. Dudley Moore, Liza Minelli, John Gielgud og Geraldine Fitzgerald Norðfirðingar Alþjóðadagur fatlaðra er sunnudaginn 17. mars. í tilefni þess verða Sjálfsbjargarfélagar með kaffihlaðborð og blómasölu í Egilsbúð kl. 1430 - 1730 Nefndin Verslun Óskars Jónssonar & 7676 Neskaupstað Framvegis verður opið til kl. 1230 í hádeginu á föstudögum Augnlæknir Augnlæknir verður á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 25. mars - 1. apríl 1985 Tímapantanir frá og með 18. mars 1985 í síma 7400 kl. 1030 - 1200 Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Tónleikar Kínversk hljómsveit frá kvikmyndaveri í Peking spilar þjóðlega tónlist í Egilsbúð Neskaupstað föstudaginn 15. mars kl. 2100 Fjölmennum - njótum lifandi listar Menningarnefnd Neskaupstaðar Urvals Ferðakynning Mallorea - Ibiza - Frakkland Flug og bíll — og sumarhúsin vinsælu Neskaupstað: laugardaginn 16. mars kl. 1400 — 1700 Egilsstöðum: sunnudaginn 17. mars kl. 1300 — 1600 Verum samferða Ferðaskrifstofan Úrval ------------------- Umboðsmenn: NESKAUPSTAÐ: Sigfús Guðmundsson S 7119 EGILSSTÖÐUM: Ferðamiðstöð Austurlands S 1510 Toppmy ndir - og tækin á kr. 300 OPIÐ ALLA DAGA1 -10 VIDEO — ®7707 Austurlandsmeistarar í dansi Austurlandsmót unglinga í dansi var haldið í íþróttahúsinu á Egilsstöðum sl. laugardag og kepptu þar unglingar frá Egils- stöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Höfn. Áður en til Austurlands- mótsins kom höfðu farið fram undanúrslit á stöðunum. Þetta var svokölluð „free style“ keppni, annars vegar hópkeppni þriggja eða fleiri og hins vegar einstaklingskeppni. Austurlandsmeistarar í hóp- keppninni urðu þrjár stúlkur frá Neskaupstað: Guðrún Júlía Jó- hannsdóttir, Guðrún Jónína Sveins- dóttir og Guðrún Ragnarsdóttir. Austurlandsmeistari í ein- staklingskeppninni varð Steinar Smári Júlíusson, Fáskrúðsfirði. íslandsmót í dansi með „free style“ verður svo haldið í Tóna- bæ í Reykjavík nk. laugardag, 16. mars og þangað munu Aust- urlandsmeistararnir fara til keppni. Inga Þorláksdóttir danskenn- ari í Neskaupstað, sem æft hefir Norðfjarðarstúlkurnar, mun fara með þeim. AUSTURLAND óskar Austurlandsmeisturunum góðs gengis í landskeppninni. B. S. NESKAUPSTAÐUR Starfsfólk Starfsfólk óskast á barnaheimilið Sólvelli, Neskaupstað Um er að ræða hálft starf eftir hádegi, afleysingar eftir hádegi og ræstingu Skriflegar umsóknir sendist forstöðumanni Barnaheimilið Sólvellir Neskaupstað Nýkomið í vefnaðarvörudeild Vorum að taka upp mikið af nýjum vörum á frábæru verði M. a. kveninniskór á kr. 185, Capri prjónagarn á kr. 23 hnotan, brjóstahöld á kr. 170, kvennærbuxur á kr. 67, telpunærbuxur á kr. 52 Eigum einnig mikið af vörum til f ermingargj af a Nýkomið í heimilisdeild Mikið af fallegri gjafavöru á mjög góðu verði Húsgögn til fermingargjafa m. a. skatthol, bókahillur, baststólar og -borð, fururúm, plötu- og videoskápar Hljómflutningstæki, útvörp og segulbönd Panasonic, Technics, Teleton, Sony Einnig allt í útileguna Munið sveigjanleg greiðslukjör Kaupf élagið Fram Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.