Austurland


Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 21. mars 1985. BUasala - BílaKkipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 12. tölublað. Helgi Seljan. Húsnæðismál í skugga Lögbirtingablaðsins Fyrir síðustu kosningar voru kosningaloforð í algleymingi í hús- næðismálum. Ótvíræð landsmet á heimsmælikvarða áttu núverandi stjórnarflokkar og húsbyggjend- ur og húskaupendur fengu of- birtu í augun af þeim dýrðar- ljóma, sem af þeim stafaði. „Fáið okkur völdin", sögðu framsókn og íhald, „og við fær- um ykkur 80% lán til langs tíma með góðum greiðslukjörum." Þannig hljómaði það evangel- íum um land allt. Eftir nær tveggja ára valdatíma loforðasmiðanna er rétt að litast um. Þar er af nægu að taka, öllu nema efndunum. 80% lán eru enn undir 30% og með þeim mikla drætti, sem á afgreiðslu hefur orðið, má mikið vera, ef talan 25 er ekki nærri sanni. Greiðslukjörin eru slík, að Lög- birtingablaðið þarf sérstakar aukaútgáfur til að anna auglýs- ingum um nauðungaruppboð á húseignum fólks. Verðtrygging- arstefnan er nú að koma fólki í koll og væri nú rétt að minna á aðvörunarorð Alþýðubandalags- ins gegn þessari stefnu á sinni tíð. Og af því að endurlausnari Al- þýðuflokksins fer svo geyst þessa daga með gaspur sitt og gífuryrði, þá væri líka hollt að minna hann á, að verðtryggingar - og okur- stefnan í lánamálum er skilgetið afkvæmi hans og hans manna, skilyrði á sinni tíð fyrir áfram- haldandi setu í ríkisstjórn. En lítil huggun er það fyrir lof- orðasmiðina lagtæku, sem nú horfa upp á það, að fólk verður gjaldþrota og missir húseignir sínar í stórum stíl, án þess að gera neinar viðhlítandi ráðstafanir. Fáskrúðsfjörður: Eg vil fá minn mann Leikhópurinn Vera á Fá- skrúðsfirði frumsýndi um næst- síðustu helgi skopleikinn Ég vil fá minn mann eftir Philip King í þýðingu Sigurðar Kristjáns- sonar. Leikstjóri og leikmynd- arhönnuður er Magnús Guð- mundsson. Sviðsstjóri er Einar Gunnarsson, hljóðfæraleik ann- ast Haraldur Bragason og ljósa- maður er Vignir Hjelm. Leikendur eru 10, en þeir eru þessir: Ingi Helgason, Gréta Halldórsdóttir, Sigurveig Agn- arsdóttir, Valdís Þórarinsdóttir, Hallgrímur Bergsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Arna Geirsdótt- ir, Gísli Oddsson, Arna S. Dahl-Cristiansen og Elínbjörg Jónsdóttir. Alls taka yfir 20 manns þátt í sýningunni. Að sögn Pálma Stefánssonar, formanns leikhópsins Veru, hefir leikritið verið sýnt tvisvar á Fáskrúðsfirði við mjög góða aðsókn og um helgina var það sýnt í Hamraborg, Staðarborg og á Stöðvarfirði og var aðsókn góð á þessum sýningum. Næstu sýningar verða í Nes- kaupstað annað kvöld, föstu- daginn 22. mars kl. 21, á Reyð- arfirði laugardaginn 23. mars kl. 21 og á Fáskrúðsfirði sunnudag- inn 24. mars kl. 21. Þess má geta, að Leikfélag Neskaupstaðar sýndi leikritið Ég vil fá minn mann fyrir rúm- lega hálfum öðrum áratug. B. S. Ljósm. Ægir Kristinsson. Þegar Alþýðubandalagið fór með húsnæðismálin, lá það und- ir stöðugri gagnrýni, að ekki væri nógu vel að verki staðið. Vissulega var það að sumu leyti rétt, enda fengust samstarfsaðil- ar okkar þá ekki til þess að standa að nauðsynlegri fjár- öflun og skattheimtu fyrir hús- næðislánakerfið s. s. skyldu- sparnaður á hæstu tekjur var gleggst dæmi um. En beri menn ástand þessara mála saman nú og þá, þarf ekki að leita lengra en í Lögbirtingablaðið, enda sú heimild ólygnust en alvarlegust um leið. Og nýjar tillögur um aðstoð, sem nú eru boðaðar, duga skammt. Síenduretekin seinkun um marga mánuði á greiðslum lána er ömurleg stað- reynd, ekki síst í ljósi loforð- anna miklu. Alþýðubandalagið hefur nú lagt fram frumvarp um úrbætur í húsnæðismálum, sem skipt gæti sköpum fyrir þá, sem verið hafa að koma sér upp þaki yfir höfuðið eða ætla að ráðast í slíkt. Það sem máli skiptir er það, að tekjuöflun er tryggð, svo að unnt verður að gjör- breyta lánakjörum og greiðslu- byrði, ef að lögum yrði. Sú tekjuöflun er raunhæf, Reyðarfjörður: Blessað barnalán Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýndi gamanleikinn Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragn- arsson sl. sunnudagskvöld fyrir fullu húsi í Félagslundi og við mjög góðar undirtektir sýning- argesta. Blessað barnalán er gamanleikur, sem gerist í þorpi hér á Austurlandi, kannski á Reyðarfirði eða Eskifirði. Leik- stjóri sýningarinnar er Jón Jóel Einarsson og leikendur eru 12. Með helstu hlutverk fara Helga Guðmundsdóttir, Guðjón Sig- mundsson og Sigurbjörg Einars- dóttir. Alls standa 20 manns að sýningunni. Að sögn Gerðar Óskar Odds- dóttur, formanns Leikfélags Reyðarfjarðar, var önnur sýn- ing á Reyðarfirði í fyrrakvöld og sýnt var á Eskifirði í gærkvöld. Fyrirhugaðar eru sýningar víðs vegar um Austur- hana á að sækja til þeirra, sem rakað hafa saman fé á kostnað almennings á liðnum misserum, aðila sem eru aflögufærir í besta máta. Hitt er svo augljóst, að þessi gæludýr ríkisstjórnarinnar munu verða vernduð af þeim og þ. a. 1. er ósennilegt að frum- varpið fái afgreiðslu á Alþingi. En Alþýðubandalagið hefur hér sýnt fram á leið til lausnar þess vanda, sem fólk á nú í með hús- næðismál sín, sýnt fram á mögu- legt fjármagn til þeirrar lausnar. Nú er að sjá, hvort loforða- smiðirnir frægu úr síðustu kosn- ingum ætla að stuðla að mörgum r - ¦3 '' aukaútgáfum af Lögbirtingi á þessu ári eða hvort þeir ætla að sýna einhvern lit á efndum. Eftir því bíður ótölulegur fjöldi al- þýðufólks í þessu landi. Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum Að undanförnu hefur áhuga- fólk um úrbætur í húsnæðismál- um bundist óformlegum sam- tökum. Mikill fjöldi fólks hefur skráð sig um allt land, um síð- ustu helgi var hópurinn orðinn um 5000, þar af á 5. hundrað á Austurlandi. Ekkert hefur enn verið aðhafst í þessum málum af hálfu stjórnvalda. Ýmsir aðil- ar hafa þó tekið undir kröfur samtakanna og hefur forsætis- ráðherra m. a. yiðurkennt að stefna ríkisstjórnarinnar í þess- um málum væri „pólitísk mistök". Meginkröfur áhugafólksins eru: A. Sambandið milli launa og greiðslubyrði af lánum hef- ur verið rofið. Þetta verði lagfært þegar í stað og taki lagfæringin til opinberra lána, bankalána og annarra fasteignalána. Þessi leiðrétt- ing verði tryggð til frambúð- ar og reiknist frá þeim tíma er misræmis fór að gæta milli lánskjaravísitölu og launa. B. Háir vextir á lánum til hús- næðiskaupa eru óviðunandi og ber að lækka þá þegar í stað. Þeir sem tekið geta undir þessar kröfur og hafa ekki enn látið skrá sig geta gert það með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: Á Höfn S 8761, á Reyðarfirði S 4377 og í Nes- kaupstað ® 7799. E. M. S. Leikstjóri og leikendur í Blessuðu barnaláni. land og eru ákveðnar sýningar á Fáskrúðsfirði annað kvöld, á Stöðvarfirði á sunnudag, á Seyðisfirði þriðjudaginn 26. mars og í Neskaupstað miðviku- daginn 27. mars. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.