Austurland


Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 21. mars 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi HELGARREISUR S 7119 EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR S 4199 SPARISJOÐUR NORÐF JARÐAR S'v>0 SPARISJOÐUR HEIMILANNA Sparisjóður Norðfjarðar Byggðasamtök áforma landsfund NEISTAR Konur allra landa . . . SAMVINNUÁÆTLUN KVENNA í greinum sínum hefur Berit Ás stuðst við kunnáttu sína í félagssálfræði. Hún fjallar um hugtakið „kvennamenning", lýsir fimm drottnunaraðferðum sem beitt er gegn konum, og ræðir um afstöðu kvenna til samfélagsformsins. Hún tekur dæmi frá eigin reynslu í heimalandi og frá aðstæðum kvenna í þriðja heiminum. Síðast en ekki síst kynnir hún starfsáætlun í baráttu fyrir framgangi málstaðar okkar: 1. Reynið að komast að því hvaða vinnubrögð konur á ykkar lar.dssvæði hafa notað til að koma sínu fram í aldanna rás. 2. Stefnið að hlutlægu markmiði og notið hlutlægvinnubrögð. 3. Látið aldrei eina vera í forsvari. Veljið ekki færri en þrjár í hóp. 4. Látið ábyrgðina ganga. 5. Skipuleggið aldrei kvennapólitíska aðgerð án þess að hafa ákveðin tímamörk. 6. Látið eðli aðgerðarinnar ráða skipulagsforminu. 7. Stígið aldrei skref í kvennabaráttu nema sigur sé vís. 8. Framkvæmið aldrei neitt nemá eftir skipulagi eða fyrir- mynd. 9. Hafið allt skipulag þaulhugsað en leynilegt. En allt sem þið leggið á borð skal vera auðskilið og opið. Einkunnarorð kvennabaráttu ættu að vera: SAMHELDNI, SKIPULAG og STYRKUR. í þessum fjórum greinum hefur aðeins verið stiklað á stóru, en við mælum með bókinni sem handbók í baráttunni fyrir okkar málstað. Bókin fer vel í „rúmi“ og er einnig frábær fyrir leshópa. Mundu mig, ég man þig. Samstarfshópur um kvennamál. B. J. / S. S. / S. B. Egilsstaðir: Breytingar í Valaskjálf Áhugafólk um byggðamál, sem m. a. hefur starfað í þremur félögum eða hreyfingum kom saman til fundar að Hótel Varð- borg á Akureyri laugardaginn 16. febrúar sl. Þau þrjú félög sem hér um ræðir eru þessi: Samtök um jafnrétti milli landshluta, sem um nokkurra ára skeið hafa starfað og einna öflugast á Norðurlandi. Ný vernd, sem Jónas Péturs- son fyrrv. alþingismaður hefur staðið fyrir og vakið áhuga fólks víða um land með blaða- skrifum, bréfum og undir- skriftalistum, þótt starfið hafi verið öflugast á Austurlandi. Stólpi er yngst þessara sam- taka og jafnframt til þeirra stofnað af yngsta fólkinu, nem- endum í framhaldsskólum, sem stofnað hafa Stólpafélög í ýms- um þeirra og rætt við fólk úti á landsbyggðinni. Öll þessi félagasamtök vinna í raun að sama höfuðmarkmiði og þótti þeim tími til kominn að ræða saman og sameina krafta sína um hugsanlegar leiðir að Enn lokað í ME Enn er allt við það sama í deilu framhaldsskólakennara við ríkisvaldið. Framhaldsskól- ar eru víðast hvar lokaðir og svo er um Menntaskólann á Egils- stöðum, þar sem nær allir kenn- arar eru í HÍK. Ástandið versnar með hverj- um degi sem líður og nemendur eru farnir að tínast frá námi. Þegar hafa milli 10 og 20 nem- endur hætt námi í ME. Nemendur þaðan og víðar að hafa leitað eftir skólavist í Framhaldsskólanum í Neskaup- stað, en þar hafa engir nýir nem- endur verið teknir inn eftir að vorönn hófst. Egilsstaðir: Brúnás byggir Brúnás hefir selt Egilsstaða- hreppi verkstæðis- og skrifstofu- húsnæði sitt undir iðngarða og þarf að rýma húsnæðið með vorinu. Stendur fyrirtækið nú í mikl- um byggingaframkvæmdum skammt frá eldra húsinu og nær skóginum. Nýlokið er byggingu húsnæðis fyrir steyptu eining- arnar og byrjað er á byggingu trésmíðaverkstæðis- og skrif- stofuhúss. Er hér um stórt hús að ræða, sem byggt er úr steypt- um einingum. K. Á. / B. S. þessu markmiði, enda var sá til- gangur fundarins. Á fundinum var eftirfarandi markmið samþykkt: „Höfuðmarkmið samtakanna er að sameina alla landsmenn um að vernda búsetu fólks, hvarvetna á landinu, með því að jafna aðstöðu þess á öllum sviðum þjóðlífsins.“ Öll leggja þessi samtök meg- ináherslu á ótvíræða og virka valddreifingu sem felur m. a. í sér aukið sjálfstæði landsbyggð- arinnar bæði stjórnunar- og efnalegt, ásamt óskoruðum um- ráðarétti yfir eigin aflafé heima í leiðara AUSTURLANDS 14. mars er spurt, hvað dvelji byggingu kísiljárnverksmiðj- unnar, sem ákveðið var í ráð- herratíð Hjörleifs Guttorms- sonar að byggja á Reyðarfirði. Eiga hreindýrin, sem lengi hafa spillt gróðri á Fljótsdalsöræfum, höfuðsök á því, að Hjörleifi tókst ekki að koma verksmiðj- unni upp. Þá átti að fá orku til verksmiðjunnar frá virkjun í Fljótsdal. Hjörleifur er mikill náttúru- og umhverfisvernd- armaður. Hann skipaði því nefnd, er athuga skyldi, hver áhrif slík virkjun kynni að hafa á gróður og hreindýralíf þar uppi. Frá nefnd þessari hefi ég ekkert séð né heyrt, en hrein- dýrin ættu þó ekki lengur að þurfa að tefja málið, því nú á ekki lengur að sækja orku í Fljótsdal til verksmiðjunnar. Nýr ráðherra, Sverrir Her- mannsson, tók við iðnaðarmál- unum fyrir um tveimur árum. Hann lét þá að sjálfsögðu hreindýrin lönd og leið, en hóf brátt leit út um heim að aðilum, sem kynnu að vilja leggja í púkkið. Taldi hann mikið öryggi í að fá í fyrirtækið aðila, sem tryggt gætu sölu afurða þess. Leitin hefir ekki borið árangur svo séð verði. í héraði þar með talin rétt geng- issrkráning og verslun með gjaldeyri. Öll eru þessi samtök óháð allri flokkspólitík, enda eru meðlimir úr öllum flokkum og stéttum. Þá var samþykkt á þessum sameiginlega fundi byggðasam- takanna að stefna að því, í fyrsta lagi, að vinna áfram ötullega að stofnun deilda í sem flestum héruðum landsins og, í öðru lagi, að boða fulltrúa þeirra allra til landsfundar á tímabilinu 1. - 15. júní á vori komanda. Fréttatilkynning. „Ég vildi heldur graut í gær“, sagði telpan, sem ekki vildi borða grautinn sinn. Ég vildi heldur enn sem fyrr fá álverið, sem Eyfirðingar vonandi hafna nú, en kísiljárnið til Reyðar- fjarðar, og það eins þótt það þyrfti að kosta Fljótsdalsvirkj- un, dauða hreindýra og nokk- urra ára lengri bið en vænta má að verði enn eftir kísiljárninu. Alþýðubandalagsmenn mega sjálfum sér um kenna, ef þeir eru orðnir langeygðir eftir kísil- járninu á Reyðarfjörð. Þegar fyrir lá, að útlendingar vildu gjarna reisa fyrir okkur stórt orkuver í Fljótsdal gegn því að fá meginhluta orkunnar keypt- an til reksturs álvers, sem þeir vildu fá að byggja á Reyðarfirði, þá sáu nú alþýðubandalags- menn heldur betur rautt. Þeim tókst þá að blása svo upp þá hættu, sem af slíku fyrirtæki gæti leitt fyrir þjóðina alla, að framsókn og íhald gugnuðu, eins og stundum oftar, og höfnuðu með öllu frekari um- ræðum um málið. Alþýðubandalagsmenn, það er ykkar sök, öllum öðrum framar, að ekki er komið stórt iðjuver við Reyðarfjörð. Neskaupstað, 15. mars 1985, Eyþór Þórðarson. Miklar breytingar og endur- bætur standa nú yfir í héraðs- heimilinu Valaskjálf og hefir verið unnið við þær af krafti í u. þ. b. einn mánuð. I fyrsta lagi er hér um að ræða umfangsmiklar breytingar á aðalsal hússins. Verður hann að hluta til á tveimur hæðum, þar sem steypt verður í hann loft í framhaldi af núverandi pall- sætum. Þá verða byggðar svalir meðfram báðum hliðarveggjum og gólfið verður dansgólf að hluta, en teppalagt að hluta. Einnig er verið að ganga frá inn- réttingu fyrir bar. Eftir þessar breytingar verður aðstaða öll önnur og skemmti- legri og vonast er til, að hljóm- burður í salnum verði mun betri en áður var. í öðru lagi er verið að innrétta miðhæð nýju vesturálmunnar fyrir gistiherbergi og tilheyrandi aðstöðu. Þar bætast átta gisti- herbergi við þau, sem fyrir eru í Valaskjálf. Mikið kapp er lagt á að hraða þessum framkvæmdum, sem Baldur og Óskar sf. sjá um, og þarf þeim að vera lokið um miðjan maí. Eftir það rekur hver ráðstefnan aðra í Vala- skjálf og verða t. d. haldin þar þrjú mjög fjölmenn þing, en þar er um að ræða landsþing JC, Lions og SVFÍ. Þá má geta þess, að bókanir í gistingu í sumar eru mun fleiri en áður hefir verið. K. Á I B. S. ANDLÁT Gunnar Magnússson, fyrrum verkamaður, Mýrargötu 20 Neskaupstað, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu 18. mars sl. á 84. aldursári. Hann var fæddur í Mjóafirði 26. desember 1901, en átti lengst af heima í Neskaupstað. Útför Gunnars verður gerð frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 23. mars kl. 14. Heindýrskálfur á Hofi í Álftafirði. Ljósm. B. S. Hreindýrunum að kenna

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.