Austurland


Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 28. MARS 1985. Helgi Seljan: Blind útboðsstefna eða eðlileg verkaskipting Útboð, einkum á vegum hins opinbera hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Þó útboð eigi vissan rétt á sér einkum varðandi hin stærri verk, þá er að mörgu að huga í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi er sjaldan greint frá því, hvert endanlegt kostn- aðarverð er á útboðsverkum, en ærið oft mun þar um ólíkar tölur að ræða og útboðstölurnar í upphafi, sem rækilega eru aug- lýstar. f öðru lagi er aðstaða verk- taka ákaflega misjöfn og þar eru það hinir stærri og öflugri, sem ráða ferðinni, taka smærri verk sem eins konar viðbót á stóru verkin, sem þeir fá og hættan er augljós, að á stuttum tíma verði fáir fjársterkir verktakar alls ráðandi og þá kynnu jafnvel út- boðstölur að hækka og sam- tryggingin að verða alger. Þetta atriði er jafnvel orðið Flugvellir eru ætlaðir flugvélum Sum svæði eru ætluð til ákveðinna og sérstakra nota og umferð annarra og óviðkom- andi ýmist óæskileg eða bönnuð. Þannig er t. d. með flugvelli. Þeir eru gerðir af al- mannafé og eingöngu ætlaðir fyrir umferð flugvéla. Af ein- hverjum ástæðum virðist þetta ekki vera öllum ljóst, jafnvel þótt skýrt og skilmerkilega sé bent á þetta með viðeigandi um- ferðarmerkjum og skiltum. Ekki veit blaðið, hvernig ástandið í þessum efnum er almennt, en samkvæmt upplýs- ingum flugvallarstjórans í Norðfirði, Harðar Stefánsson- ar, er alltof mikið um óviðkom- andi umferð á Norðfjarðar- flugvelli. Of algengt er það, að bílstjórar geri sér lítið fyrir og fjarlægi hindranir og aki inn á flugvöllinn og noti hann sem æfingasvæði til kappaksturs. Auðvitað valda þeir þá skemmdum, sem þó nokkra vinnu og fjármuni þarf til að lagfæra. Vélhjólaakstur er einnig tíðkaður á flugbrautinni og við hana og hestamenn skella þar á skeið. Þá eru veiði- menn oft á ferð um flugvöllinn, meðan veiðitími í Norðfjarð- ará stendur yfir. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hversu mikla hættu öll þessi umferð skapar og ættu menn nú að hugleiða það og hætta þessum ósið. Hér er ekki um óvitaskap barna að ræða heldur fullorðinna. Þá mætti benda íþróttafélag- inu Þrótti á, að tími er til kom- inn að fara að hreinsa hálf- brunnið drasl og olíutunnur, sem enn eru við ytri flugbrautar- endann frá því síðasta ára- mótabrenna var haldin. Þessi umgengni sýnist raunar gera það mjög vafasamt að leyfa eigi oftar áramótabrennu á þessum stað. Því má svo hér við bæta, að bílaumferð virðist einnig vera þó nokkur um íþróttavöllinn í Neskaupstað og eru skemmdir eftir hana augljósar. Þetta hlýtur að vefa hægt að stöðva. B. S. Eftirstöðvar síðustu áramótabrennu við flugbrautarendann. Ljóstn. B. S. Allur akstur bannaður! Ljósm. B. S. áhyggjuefni Verktakasam- bandsins eins og sást á ráð- stefnuefni þess í haust. í þriðja lagi og þar er að mesta áhyggjuefninu komið, er það aðstaða smærri verktaka og þjónustuaðila á landsbyggðinni, sem verða hart úti í hinni blindu útboðsframkvæmd. Þessir aðil- ar, vinnuvélaeigendur og vöru- bifreiðastjórar eru með ákveðið þjónustuhlutverk vítt um land, nauðsynlegt og brýnt bæði fyrir íbúana almennt, fyrirtæki og sveitarfélögin ekki síst. Ef þessir aðilar eru útilokaðir frá hinum stærri verkum í heimahéruðum sínum, svo sem allt bendir til, að stefnt sé á, og fjársterkir verktakar af Stór- Reykjavíkursvæðinu gleypa þau öll þá er rekstrargrundvelli endanlega kippt undan þessum þjónustuaðilum og þeir verða að hætta og þá væntanlega bæt- ast í þann vaxandi hóp, sem til Reykjavíkursvæðisins flýr nú. Þessi hætta er fyrir hendi og við henni þarf að snúast. Hér þurfa heimaaðilar, sveitarfélögin og samtök þeirra í fararbroddi að bregða hart við og krefjast þess að settar verði einhverjar lág- marksreglur um útboð og fram- kvæmd þeirra, þar sem heima- aðilar fái sinn ákveðna rétt og möguleika til að sinna og sitja að þessum verkefnum, þar sem það er hagkvæmt og nauðsyn- legt. Og víst er um það, að hag- kvæmni þessa er meiri en menn almennt átta sig á. Það er alvarlegt tilræði við at- vinnustarfsemina á landsbyggð- inni og hættulegt allri þjónustu- starfsemi þar, ef útboðsstefnan svo sem hún er nú framkvæmd með forgangi hinna öflugu og ríku Reykjavíkurverktaka á að verða stefna stjórnvalda. Það þarf því að setja ákveðnar regl- ur um framkvæmd útboða, gera könnun á raunverulegri arðsemi þeirra og fyrst og síðast tryggja eðlilega þátttöku heimaaðila í þeim verkum, sem þeir ráða við og geta framkvæmt fyllilega eins vel eða betur en aðkomuaðilar. Þessar reglur þarf Alþingi að setja, um það verður flutt tillaga innan skamms og svo er að sjá, hvort meirihluti þingheims vill vitandi vits drepa niður nauð- synlega þjónustustarfsemi á landsbyggðinni eða tryggja henni eðlilegan tilverurétt ella. NESKAUPSTAÐUR Frá bæjarsjóði Neskaupstaðar Fyrsta mars gjaldféll 2. hluti fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1985 og 15. mars 2. hluti fasteignagjalda 1985 Dráttarvextir, 4 %, verða reiknaðir á öll vanskil 1. apríl Launagreiðendur. Vinsamlega tilkynnið breytingar á starfsmannahaldi Fjármálastjórinn í Neskaupstað Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum 1 landgræðslu 1985 og 1986 Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á umdæmisskrifstofum úti á landi Skila skal tilboðum fyrir kl. 14 þann 15. apríl 1985 Vegamálastjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.