Austurland


Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 28.03.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 28. mars 1985. A SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR FLUGLEIÐIR S Gott fólk hjá traustu félagi M. EIMSKIP * FUG OG BÍLL STRANDFLUTNINGAR gPARISJÓÐUR HEIMAMANNA S 7119 S 4199 Sparisjóður Norðfjarðar Iðnsýning Austurlands Ákveðið hefur verið að halda iðnsýningu í íþróttahúsinu á Eg- ilsstöðum, 24. maí til 3. júní nk. Iðnþróunarfélag Austurlands mun standa fyrir sýningunni, en hugmyndin er að hún nái til allra fyrirtækja í Austfirðingafjórðungi. Sýningarstjórn hefur verið kosin, en hana skipa: Einar Orri Hrafnkelsson, framkv.stj., Guðmundur Benediktsson, framkv.stj. og Björn Kristleifs- son, arkitekt. Framkvæmdastjóri sýningar- innar verður Bergsteinn Gunn- arsson iðnráðgjafi. Á fundi sem þeir félagar héldu með blaðamönnum sl. mánudag kom m. a. fram að miklar vonir eru bundnar við þátttöku fyrirtækja í fjórðungn- um, þar sem þeim mun þarna gefast kostur á að kynna fram- leiðslu sína og þá ekki síður að sýningin verði um leið örvun fyrir sem flesta að takast á við ný verkefni. Þá væntir sýningar- stjórn þess einnig að sveitar- stjórnir í fjórðungnum veiti þessu merka málefni stuðning og styrk svo að sýningin verði sem veglegust. I Merki iðnsýningarinnar. Ymsar hugmyndir eru uppi um framkvæmd sýningarinnar. M. a. er ákveðið að halda opinn fund um stöðu iðnaðar á Aust- urlandi og bjóða til hans ráð- herrum, þingmönnum og for- svarsmönnum iðnaðar og ef- laust fleirum. Þá er gert ráð fyrir að skemmtiefni verði á dagskrá meðan á sýningu stendur og verður það skemmtiefni vítt og breytt úr fjórðungnum. Þá má geta þess að dagskrá sýningarinnar verður kynnt í fjölmiðlum og götuauglýsing- um, þegar hún liggur fyrir. M. M. Sýningarstjórn: f. v. Björn Kristleifsson, Einar Orri Hrafnkelsson, Guðmundur Benediktsson, Bergsteinn Gunnarsson. Ljósm. M. M. Miklar framkvæmdir hjá Egilsstaðahreppi Fjárhagsáætlun Egilsstaða- hrepps var samþykkt samhljóða á fundi hreppsnefndar 12. mars sl. Engin breyting var gerð á álagningarreglum sem notaðar voru í fyrra, en útsvar er 11% og fasteignaskattur af íbúðar- húsnæði 0.55%. Felld eru niður fasteignagjöld elli- og örorkulíf- eyrisþega. Beinar rekstrartekjur eru áætlaðar kr. 34.626 þús. og er það hækkun um 29% frá tekjum síðasta árs. Helstu tekjuliðir eru: Þús. kr. Hækkun % Útsvör 18.600 25 Aðstöðugjöld 4.770 28 Fasteignask. 3.890 30 Jöfnunarsj. 3.720 25 Heildarniðurstöðutölur áætl- unannnar eru kr. 55.560 þús. í gjöldogkr. 49.282 þús. ítekjur. Til rekstrar fara nettó kr. 22.515 þús., sem er um 65% af beinum rekstrartekjum. Gjaldfærð fjárfesting er kr. 11.128 þús. og eignfærð kr. 15.379 þús. Gjöld umfram tekjur eru kr. 6.278 þús. Skýring á þessum mikla mun á gjöldum umfram tekjur liggur fyrst og fremst í kaupum á hús- næði fyrir iðngarða. Gjöld vegna þeirra í eign- færðri fjárfestingu eru kr. 7.966 þús. sem fjármagnað er m. a. með láni frá Iðnlánasjóði. Við þetta eykst byrði lang- tímalána, en þess er að geta, að húnerlítil. Afborganir og vextir af langtímalánum eru samtals kr. 2.480 þús. sem er um 7.1% af sameiginlegum tekjum. Til annarra helstu fjárfestinga er áætlað: Kr. íþróttahús .... 1.700.000 Dagheimili .... 2.000.000 Áhaldahús .... 750.000 Safnahús .......... 700.000 íbúðir fyrir aldraða 513.000 Skólasel í Fellum . 939.000 Sorpbrennsluofn . 310.000 Eins og fyrr er lögð mikil áhersla á unglingavinnu sem felst m. a. í hvers konar snyrt- ingu og umhverfisúrbótum, gangstéttagerð o. fl. Samtals er varið til hennar kr. 1.300 þús. í gatnagerð er áætlað að verja kr. 4.675 þús. Olíumöl á að leggja á Koltröð, Ártröð, Brá- velli og Tjarnarlönd. Rykbinda á Kaupvang austan tjaldstæðis með klæðningu og leggja einfalt lag af klæðningu á Árskóga sunnan hesthúsa. Til gangstétta er áætlað að verja kr. 1.600 þús. og steypa 1.700 -1.800 m af gangstéttum. í viðhald og nýbyggingu hol- ræsa eru áætlaðar kr. 1.000 þús. Leggja á frárennsli frá rot- þróm og stofnlagnir á iðnaðar- svæði og meðfram Tj arnarbraut. Til uppsetningar ljósastaura eiga að fara kr. 500 þús. Af framangreindu má sjá að miklar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar hjá Egilsstaðahreppi í ár. Það sem fyrst og fremst gerir þetta mögulegt er góð fjárhags- staða hreppsins. Þessa góðu fjárhagsstöðu ber ekki síst að þakka öruggri og farsælli fjár- málastjórn Guðmundar Magn- ússonar, sem eins og kunnugt er, lætur nú senn af störfum sem sveitarstjóri Egilsstaðahrepps eftir áratugalöng störf að sveit- arstjórnarmálum. B. Á. Skák: Deildarkeppni SI Um síðustu helgi fór fram í Reykjavík seinni hluti deildar- keppni Skáksambands íslands. Skáksamband Austurlands sendi sveit til keppni í 3. deild að þessu sinni og sigraði örugg- lega. Skáksambandið hefur því endurheimt sæti sitt í 2. deild og mun tefla þar að ári. Efstu sveit- ir 3. deildar voru: 1. Skáksam- band Austurlands, 31 vinn. af 36 mögulegum, 2. Skákfélag Akureyrar, b sveit, 26 vinn. af 36 mögulegum, 3. Taflfélag Hreyfils, 22*/2 vinn. af 36 mögu- legum. E. M. S. NEISTAR Konur í Alþýðubandalaginu hittust nýverið á kvennastefnu í Ölfusborg- um. Hún stóð í tvo daga og voru þar rædd ýmis mikilvæg þjóðmál s. s. at- vinnuþróun, verkalýðshreyfingin, kynskiptur vinnumarkaður og staða heimavinnandi húsmæðra fyrri daginn, en seinni daginn var sjónum beint að kvennapólitískum málefnum sérstaklega s. s. hugmyndafræði kvennahreyfinga, starfi kvenna í sós- íalistaflokkum og sérframboðum kvenna svo að eitthvað sé nefnt. Eg mun fjalla um nokkur þessara mála í Neistum á næstu vikum og byrja nú að fjalla um kynskiptan vinnumark- að. í þessari umræðu voru kunnuglegar staðreyndir dregnar fram í dagsljósið: - konur bera minna úr býtum fyrir vinnuframlag sitt en karlar - hefðbundin kvennastörf/hefðbund- in karlastörf - margar konur vinna störf sem eru langt undir þeirra getu - konur eru álitnar tímabundið vara- vinnuafl - margar konur eru einu fyrirvinnur heimila sinna - karlar eru álitnir fyrirvinnur, þótt löngu sé ljost að helst þarf tvo ein- staklinga sem vinna fullan vinnudag utan heimilis til að sjá fyrir fjöl- skyldu - aukin menntun kvenna hefur búið til nýjar láglaunastéttir meðal há- skólamanna, sbr. BSc hjúkrunar- fræðinga og kennara. Segja má að svokölluð „hefðbundin kvennastörf" séu “hefðbundið illa launuð", en hvers vegna? Hvaða leið eða ieiðir eiga konur að velja til að brjótast út úr þeirri ömurlegu stöðu að vera illa launað varavinnuafl? Ljóst er að engin lausn er fólgin í því að konur yfirgefi unnvörpum hin svokölluðu kvennastörf, störf sem konur hafa um aldaraðir unnið af kostgæfni og með góðum árangri. Mat til launa á þessum störfum og virðing fyrir þeim í samfé- laginu er það sem hér þarf að breytast. Engu að síður er einnig nauðsynlegt að konur sæki meira inn í önnur störf en hingað til, þannig að fjölbreytni og valmöguleikar aukist. En öll vitum við að undirokun kvenna og mismunun byrjar ekki úti í atvinnulífinu. Undirrót vandans er samfélagsgerðin, þ. e. sú staðreynd að karlar hafa um aldaraðir verið aldir upp til að stjórna bæði heima og heim- an. Þeir hafa í ljósi þess átt greiðari leið til menntunar og í framhaldi af því til metorða ogáhrifa. Þeir hafa verið aldir upp til þess að verða fyrirvinnur heim- ila sinna. Nú eru þessi gildi sem óðast að breytast, menntun kvenna og sjálfs- vitund að aukast og fyrirvinnuhug- takið að renna út í sandinn. Ennþá eru þó aðstæður kvenna til menntunar og starfa utan heimilis bágbornar, sum- part vegna fordóma og tregðu en sum- part vegna hægagangs í uppbyggingu félagslegrar þjónustu s. s. dagvistar- heimila. Og eitt er víst, að það eru konur sem munu heyja þá baráttu sem framundan er í þessum efnum. E.J. Fermingarbörn í Norðfj arðarkirkj u 31. mars 1985 kl. 1030 1. Ágúst Magnússon, Starmýri 11, 2. Brynhildur Benediktsdóttir, Starmýri 7, 3. Erla Guðmundsdóttir, Gilsbakka 8, 4. Guðjón Gunnarsson, Miðstræti 14, 5. Guðmundur Th. Sævarsson, Miðgarði 9, 6. Guðrún Ragnarsdóttir, Gauksmýri 1, 7. Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir, Sæbakka 1, 8. Hjálmar Gísli Hjálmarsson, Miðstræti 25, 9. Hrönn Hjálmarsdóttir, Blómsturvöllum 5, 10. Jóhann Þorsteinn Þórðarson, Marbakka 4, 11. Jónína Sigríður Elíasdóttir, Valsmýri 3, 12. Linda Björk Ómarsdóttir, Víðimýri 18, 13. Margrét Þóra Einarsdóttir, Skálateigi, 14. Olga Hrund Sverrisdóttir, Mýrargötu 21, 15. Ólafur Hjörtur Ómarsson, Egilsbraut 7, 16. Viktoría Gilsdóttir, Miðgarði 7, 17. Þórarinn Ómarsson, Blómsturvöllum 8, 18. Þorgeir Jónsson, Þiljuvöllum 19, 19. Þórveig Hákonardóttir, Hólsgötu 7.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.