Austurland


Austurland - 18.04.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 18.04.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílauda - Bílaskipti Vantar bíla á söluskri Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 18. apríl 1985. 16. tölublað. SSA fagnar tillögu um könnun útboða Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sem haldinn var á Egils- stöðum 26. mars sl. var eftirfarandi tillaga sam- þykkt vegna þingsályktunartillögu, sem lögð var nýlega fram í Sameinuðu þingi „um könnun á hagvkæmni útboða og nánarí reglur um fram- kvæmd þeirra." Flm.: Helgi Seljan, Jón Kristjáns- son, Skúli Alexandersson, Karvel Pálmason og Steingrímur J. Sigfússon. „Fundurinn fagnar framkominni þingsálykt- unartillðgu um þessi mál og skorar á Alþingí að samþykkja hana fyrir þinglok í vor." AUSTURLAND greindi frá þingsályktunartil- lögu þeirra félaga fyrir hálfum mánuði. Ferðamálafélag Ferðamálanefnd Neskaup- staðar hyggst gangast fyrir stofnun Ferðamálafélags Nes- kaupstaðar og nágrennis. Til- gangur félagsins er að efla ferða- þjónustu á félagssvæðinu, en segja má að þar sé um óplægðan akur að ræða. Víða á landinu hafa slík félög verið stofnuð að undanförnu og eru það samtök einstaklinga, félaga og stofnana á viðkomandi svæði, sem að þeim standa. Nú kynni einhver að spyrja hverjir eru „hagsmunaaðilar" í ferðaþjónustu? Því er fljótsvar- að: Allir þeir sem vilja eflaþessa þjónustu og gerast félagar og vinna þar að framgangi málsins. Möguleikarnir á þessu sviði eru nánast ótæmandí hér á svæðinu og verður það ekki viðrað hér. Að öllum líkindum verður boðað til fundarins í lok þessa mánaðar. Að lokum má geta þess að á vegum ferðamálanefndar er nú unnið að gerð veggspjalds til kynningar á Neskaupstað svo og sameiginlegum kynningarbækl- ingi um Neskaupstað og Mjóa- fjarðarhrepp. Væntanlega verða margir til þess að standa að þessum sam- tökum svo þau megi verða stöðunum sem að þessu standa til sem mests framdráttar. E. G. Sovéskir dagar í lok aprílmánaðar er væntan- leg hingað til lands ein kunnasta þjóðlagasöngkona Sovétríkj- anna, Ljúdmíla Zykina, ásamt hljómsveitinni „Rossía" til þátt- töku í Sovéskum dögum MÍR 1985. Ljúdmíla Zykina hefur um langt árabil verið í hópi vinsæl- ustu listamanna í Sovétríkjun- um og einkum fræg fyrir túlkun sína á rússneskum þjóðlögum og rómönsum, sem og söng- lögum eftir sovésk tónskáld. Hefur hún hlotið margvíslega viðurkenningu, ber m. a. heið- urstitilinn þjóðlistamaður Sov- étríkjanna og hún hefur verið sæmd Leninverðlaununum, æðstu viðurkenningu sem sov- éskur listamaður getur hlotið. Ljúdmíla Zykina stofnaði hljómsveit sína „Rossía" fyrir allmörgum árum, en stjórnandi hennar er Viktor Gridin, tón- skáld og harmonikkusnillingur. Aðrir í hljómsveitinni eru at- vinnuhljóðfæraleikarar og leika á ýmis þjóðleg hljóðfæri rúss- nesk svo sem balalaika o. fl. Listafólkið kemur til íslands 29. apríl og heldur sína fyrstu tónleika hér á landi sama kvöld í Þjóðleikhúsinu. Síðan liggur leiðin til Norður- og Austur- landsins. Tónleikar verða í Eg- ilsbúð, Neskaupstað, 30. apríl, í Valaskjálf á Egilsstöðum 1. maí, í Sjallanum á Akureyri 2. maí, að Laugum og í félags- heimilinu á Húsavík 3. maí. Ljúdmíla Zykina og hljóm- sveitin Rossía munu einnig koma fram víðar, m. a. í Gamla bíói sunnudagin 5. maí, þar sem sérstaklega verður minnst 40 ára / Haganum er ýmislegt að sjá, jafnvel bergið tekur sífelldum breyt- ingum við samspil Ijóss og skugga. Ljósm. Sig. Arnfinnsson. Neskaupstaður: Fellið bjórfrumvarpið! Á síðasta fundi bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar skorar á þingmenn Austurlandskjördæmis að vinna að því að bjórfrumvarp það er nú liggur fyrir Alþingi verði fellt. Pá mótmælir bæjarstjórn Neskaup- staðar rekstri bjórstofa með sölu á svo- kölluðu bjórlíki, þar sem í lögum virð- ast ekki leyfi fyrir slíkum rekstri." Ljúdmíla Zykina. afmælis sigursins yfir herjum nasista í Evrópu. Einnig verður listafólkið við opnun sýningar á svartlist frá Rússlandi og hand- unnum rússneskum lakkmunum í húsakynnum MÍR að Vatns- stíg 10 laugardaginn 4. maí. í sambandi við þá sýningu kemur til Reykjavíkur kunnur rúss- neskur myndlistarmaður, Nik- olaj Voronkov. Sovéskir dagar MÍR eru nú haldnir í tíunda sinn, en þeir eru hverju sinni helgaðir sérstak- lega einu hinna 15 lýðvelda Sov- étríkjanna, að þessu sinni RSFSR, Rússneska sambands- lýðveldinu. Aðstoðarmenning- armálaráðherra lýðveldisins, Vladimir Kotsetkov, kemur til íslands í tilefni Sovésku dag- anna. Fréttatilkynning frá MÍR. Félagsvist AB er í kvöld i Egilsbúð og hefst kl. 204B Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.