Austurland


Austurland - 25.04.1985, Page 1

Austurland - 25.04.1985, Page 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 25. apríl 1985. 17. tölublað. „Erfiðleikar hafa hrannast upp í landbúnaði undanfarin misseri þrátt fyrir óvenjuhagstætt árferði á heildina litið. Þeir eiga drjúgan þátt í þeirri erfiðu stöðu sem blas- ir við í mörgum byggðarlögum, þar sem búsetuhrun er framund- an verði ekki nú þegar brugðist við með samstilltu átaki hins op- inbera í samvinnu við fólkið í byggðarlögunum. Um þetta ástand vitna álykt- anir sem að undanföru hafa bor- ist frá bændafundum, hags- munasamtökum bænda og bún- aðarþingi. Eru nokkrar þeirra birtar sem fylgiskjöl með þessari tillögu. Efnahagsstefna stjórnvalda hefur leikið bændur grátt ekki síður en launafólk og aðrar vinnustéttir. Nægir þar að benda á dæmi eins og hávaxta- stefnu ofan á verðtryggingu lána og mikinn samdrátt í niður- greiðslum. Kvótakerfið í land- búnaði hefur mistekist í veiga- miklum atriðum og bitnað harð- ast á litlum bújörðum sem eru margar og skipta miklu í byggðakeðjunni. Tíðar breyt- ingar á fóðurbætisskatti hafa gert bændum erfitt fyrir um skipulag framleiðslunnar og þrátt fyrir skattinn blasir nú við veruleg offramleiðsla mjólkur- afurða á nýjan leik eftir tíma- bundinn samdrátt. Stjórnvöld draga úr hömlu að taka ákvarð- anir varðandi framleiðslumagn, áburðarverð og annað er lýtur að hagstjórn í búrekstri. Bænd- ur fá greiðslur fyrir framleiddar afurðir seint og illa og endanlegt uppgjör fyrir síðasta verðlagsár (1983 - 1984) fékkst ekki fyrr en nær hálfu ári eftir að því lauk. Óvissa ríkir um útflutningsbæt- ur og aðra mikilvæga þætti varð- andi búskapinn. Verðlagningarkerfi búvöru er meingallað og vantar mikið á að kostnaðarliðir séu rétt áætlaðir í verðlagsgrundvellinum. Allir þessir þættir til samans og fleiri ótaldir hafa leitt til gíf- urlegrar kjaraskerðingar hjá bændastéttinni sem stóð höllum fæti fyrir vegna óhjákvæmilegra framleiðslutakmarkana. Launa- þátturinn í búreikningum hefur rýrnað stig af stigi á meðan til- kostnaðurinn hækkar stöðugt og framundan er gífurieg hækk- un á áburðarverði. Fjölmargir bændur berjast nú í bökkum og skrimta í náð upp á krít hjá kaupfélögum og öðrum afurða- sölufélögum. Margir sjá ekki fram úr erfiðleikunum, hvorki varðandi afborganir af lánum, þar á meðal skuldbreytingarlán- um sem tekin voru í fyrra, né heldur hvernig greiða á áburð á komandi vori. Ástandið í sveitum landsins hefur aldrei verið jafnalvarlegt síðan á kreppuárunum á fjórða áratug aldarinnar og fjöldi bænda mun flosna upp af búum sínum á næstunni ef svo fer sem Stórfelldir erfíðleikar hjá bændum vegna stj órnarstefnunnar 1 H Þingmenn Alþýðubandalagsins flytja tillögu á Alþingi um úttekt á fjárhagsvanda bænda og ráðstafanir í landbúnaði Ný framleiðsluráðslög? Frumvarp til nýrra fram- leiðsluráðslaga fyrir landbúnað okkar er nú í burðarliðnum eftir langar fæðingarhríðir. Hér er um að ræða algera uppstokkun á þeim lögum, sem kölluð hafa verið vinnulöggjöf bænda. 111- gjarnar tungur segja, að eftir japl og jaml og fuður í nefnd stjórnarflokkanna, hafi þeir Eg- ill og Birgir ísleifur skellt sér í að skrifa textann og framsókn síðan skrifað þar upp á. Að- lögun að svokölluðu frjálsræði í markaðs- og sölumálum er a. m. k. eitt aðalsmerki frumvarpsins. Til að fegra breytingar fyrir bændum eru gefin stór og fögur fyrirheit um rétt verðuppgjör afurða þeirra á réttum tíma, en fá svör fást við því, hvernig framkvæma skuli. Aukið vald er fært yfir í land- búnaðarráðuneytið m. a. varð- andi búvöruframleiðsluna og lokaákvörðun um skipulag hennar og einstaka þætti. Þetta munu textahöfundar hafa gert til að blíðka Jón Helgason. Annars er ýmislegt til bóta í þessum breytingum einnig og m. a. má þar sjá hluta af löngu mótuðum tillögum Alþýðu- bandalagsins, sér í lagi varðandi beina samninga bænda og ríkis- valds. Stéttarsamband bænda var kallað til aukafundar til um- fjöllunar um málið og fengu menn tæpan sólarhring til skoðunar og afgreiðslu álits. Mjög veruleg gagnrýni og tor- tryggni kom fram á þessum fundi auk þess sem vinnubrögð voru harðlega gagnrýnd. Niður- staðan varð sú, að fundurinn kaus sex manna nefnd til að fylgjast með málinu gegnum þingið. Fróðlegt verður að sjá, hversu því eftirlitsstarfi reiðir af. Enn fróðlegra verður þó að sjá framkvæmd faguryrðanna um fullt verð til bænda á réttum tíma. Þar mun öllu vísað á af- urðasölufélögin án allrar trygg- ingar þess fjármagns, sem til þarf. Bændur um allt land, sem nú eru að rísa upp til nýrrar baráttu fyrir tilvist sinni, verða að fylgj- ast með þessum málum og láta í sér heyra um þau. horfir og leita á vinnumarkað í þéttbýli þar sem þrengir að og óvissa ríkir um framtíðina. Afleiðingar slíkrar þróunar eru ekki aðeins ógnvænlegar fyrir sveitirnar heldur engu síður fyrir þá þéttbýlisstaði er þeim tengjast og byggja í ríkum mæli á úrvinnslu landbúnaðar- afurða og þjónustu við aðliggj- andi sveitir. Það bætir ekki úr skák að stefnumörkun varðandi nýjar búgreinar, svo sem loðdýrarækt og fiskeldi, hefur verið óljós og losaraleg og fyrirgreiðsla og stuðningur af opinberri hálfu ófullnægjandi. Óhjákvæmilegt er að veita þeim sem ráðast í nýja fram- leiðslu, svo sem loðdýrarækt, aðstoð og aðlögunartíma, m. a. varðandi lánskjör og afborganir af lánum.“ Þannig er ástandinu lýst í greinargerð með þingsályktun- artillögu, sem 5 þingmenn Al- þýðubandalagsins flytja og lögð var fram á Alþingi fyrir páska. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Hjörleifur Guttormsson. Sjálf tillagan er birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu, en 1 sumri og sól á Asknesi í Mjóafirði. Ljósm. Sig. Arnfinnsson. með henni er tekið á mjög brýnu máli, sem stjórnarflokkarnir hafa í engu sinnt, heldur þvert á móti bundið bændum hvern baggann öðrum þyngri með stefnu sinni ekki síður en launa- fólki. Frá blaðinu Þetta tbl. er prentað í all- miklu stærra upplagi en vana- lega og því er dreift í allar sveitir í Austurlandskjördæmi. Ritnefnd. Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.