Austurland


Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 25. APRÍL 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ný byggðastefna í þeirri frjálshyggjustórhríð, sem gengið hefur yfir frá síðustu stjórnarmyndun, hefur landsbyggðin ver- ið hart leikin, byggðaröskun verið stórfelld og sívax- andi og undirstöðugreinarnar verið vanræktar svo harkalega, að þar blasir hvarvetna við hrunið eitt. Stefnan hefur verið sú að hlynna og hlúa að skjót- teknum einkagróða í verslun og viðskiptum, þangað hefur fjármagninu frjálsa verið beint, í þá farvegi hefur það frjálslega runnið, frá fólkinu, sem verð- mætin skapar, til þeirra, sem sóa þeim. Á meðan uppboðshamarinn glymur í sjávarútveg- inum, á meðan bændur eru að lenda á vonarvöl, á meðan verkafólk í framleiðslunni stritar myrkra á milli, en hefur vart til hnífs og skeiðar, rísa kastalar milliliðanna á höfuðborgarsvæðinu, gríðarlegar glæsihallir reistar fyrir þann auð, sem fólkið á lands- byggðinni hefur skapað með striti sínu og starfi. Fjármagnsflæðið frá vinnandi fólki í landinu til gírugra gróðaaðila, frá grunngreinunum í hinn auð- tekna bíssniss, er ekki tilviljun, heldur vísvitandi stefna. Sú stefna að auðvelda gróðaaðilum arðrán sitt, sleppa þeim í æ ríkari mæli við samfélagslegar skyldur sínar, færa fjármagnið markvisst á fárra hendur, er aðall þeirrar auðhyggju, sem framsókn framkvæmir fyrir íhaldið. Hér þarf snarlega að snúa af braut. Beina þarf verðmætunum til þeirra, sem skapa þau, beina valdi og ákvarðanatöku um þau verðmæti heim í héruðin, þar sem undirstaða þjóðarauðsins er lögð. Hér þarf grundvallarbreytinga við varðandi tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu, varðandi skiptin milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, varðandi skipt- in milli grunngreinanna og eyðslugreinanna. Ný byggðastefna aukins valds heimaaðila, aukins hlutar vinnandi fólks til sjávar og sveita vítt um land í þjóðarauðnum er lífsnauðsyn allri þjóðinni. Merki þeirrar stefnu verður ekki reist af djörfung og reisn raunsæisins nema af öflugu félagshyggjuafli, sem vill uppskurð á ríkjandi kerfi auðhyggjunnar, sem nú er allsráðandi. Þar getur Alþýðubandalagið eitt vísað veginn. Bændur og framtíð byggðar Bændur um land allt rísa nú upp til varnar tilveru sinni, til varnar búsetunni. Staða þeirra er að verða vonlaus undir núverandi stjórnarstefnu okurkjara og aðgerðaleysis í hagsmunamálum þeirra. Byggðin í sveitunum riðar víða til falls. Á Alþingi hefur Alþýðubandalagið undir forystu Hjörleifs Guttormssonar lagt fram tillögu um leiðir Sama gjald fyrir símaþjónustu á öllu landinu Fimm þingmenn Alþýðu- bandalagsins, Hjörleifur Gutt- ormsson, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson, Stein- grímur J. Sigfússon og Helgi Seljan hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sama gjald fyrir símaþjónustu á öllu landinu. Hér er um að ræða brýnt hagsmunamál landsbyggðarinn- ar bæði einstaklinga og fyrir- tækja. í greinargerð sem tillög- unni fylgir er rakið það órétt- læti, sem landsbyggðin býr við varðandi hærri símkostnað en þéttbýlið og bent á tæknifram- farir, sem orðið hafa og gera kleift að jafna þennan kostnað. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni a) að gera áætlun um uppbygg- ingu símakerfisins og síma- þjónustu, sem geri það kleift að jafna gjaldskrá símans í áföngum með það að mark- miði að landið verði allt eitt gjaldsvæði innan 5 ára, b) að tryggja að kostnaður vegna símtala við stjórn- sýslustofnanir verði hinn sami hvar sem er á landinu fyrir árslok 1987, c) að gera ráðstafanir til að gjaldskrárbreyting skv. a)-lið verði ekki íþyngjandi fyrir ellilífeyris- og örorku- þega. Orlofshús Einarsstöðum Húsin verða leigð út laugardaginn 27. apríl kl. 10 —16 á skrifstofu félagsins Ekki svarað í síma Leiguna þarf að greiða innan viku, annars leigð öðrum Heppilegast er að taka leigusamninginn um leið og húsin eru leigð Verkalýðsfélag Norðfirðinga til lausnar hins bráða vanda og um sóknartækifæri framtíðarinnar. Þessi tillögugerð er í beinu framhaldi af alhliða tillögu um stefnumörkun í landbúnaði, sem Alþýðubandalagið flutti í fyrra. Með þessu viljum við sýna þann eindregna ásetning okkar að verja bændastéttina, jafna aðstöðu hennar og kjör og skapa möguleika til nýrrar atvinnusóknar í sveitum landsins með þeim fjölbreyttu tækifærum, sem þar eru fyrir hendi, ef bændur fá að njóta arðsins af erfiði sínu, ef nýsköpun í atvinnulífi fær að ná til sveitanna og fólksins, sem þar heyr nú sína baráttu fyrir tilveru sinni, fyrir tilvist byggðar í landinu. Með tillögugerð sinni réttir Alþýðubandalagið bændum örvandi hönd til hjálpar í fullvissu þess, að það er þjóðfélagsleg nauðsyn, að landbúnaður sé áfram traustur hornsteinn íslensks atvinnulífs, ríkur þáttur verðmætasköpunar í þjóðfélaginu. En til þess að svo megi verða er tafarlausra aðgerða þörf. Annars blasir hrunið eitt við og auðhyggja einka- brasksins getur endanlega hrósað sigri. H. S. Kirkja Skátamessa í Norðfjarðar- kirkju á sumardaginn fyrsta kl. 1030 f. h Sunnudagaskólanum slitið. Kökubasar kirkjukórsins í safnaðarheimilinu kl. 2. Sóknarprestur. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Petra Óladóttir, húsmóðir, Miðgarði 4, Neskaupstað varð 50 ára 22. apríl sl. Hún er fædd í Klakksvík í Færeyjum, en fluttist til Neskaupstaðar 1956 og hefir átt hér heima síðan. Hjálmar Kristjánsson, fyrrv. útvegsbóndi, Þiljuvöllum 8, Neskaupstað varð 95 ára í gær, 24. apríl. Hann er fæddur í Sandhúsi í Mjóafirði, ólst þar upp og bjó þar til 1963, að hann flutti til Neskaupstaðar og hefir hann átt hér heima síðan. Hann dvelst nú á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað. Eiginkonu sína, Sigurveigu Einarsdóttur frá Hofi í Mjóa- firði, missti Hjálmar árið 1977. Hjálmar Kristjánsson er nú elsti íbúi í Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.