Austurland


Austurland - 25.04.1985, Side 4

Austurland - 25.04.1985, Side 4
4 FIMMTUDAGUR, 25. APRÍL 1985. Viðtal við Álfhildi Ólafsdóttur, bónda og ráðunautá Akri í Vopnafirði: Starf kvenna í sveit er huldustarf AUSTURLAND fór fram á viðtal við Álfhildi um störf hennar og skoðanir á málefnum landbúnaðarins og varð hún góðfúslega við þeim tilmælum. Hún var fyrst spurð: □ Hvaðan ber þig að hingað á Austurland? ■ Ég er fædd og uppalin í Gerði í Hörgárdal í Eyjafjarð- arsýslu. Eftir búfræðikandi- datspróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri kenndi ég í þrjú ár við Bændaskólann á Hólum. En hingað í Vopnafjörð fluttist ég á síðastliðnu sumri og hóf þá störf sem héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur- lands. □ Hafa ekki fáar konur lokið þessu námi hér á landi eða starf- að sem ráðunautar? ■ Til þessa hafa fimm konur lokið búfræðikandidatsprófi frá Hvanneyri og nokkrar hafa sótt hliðstæða menntun til ann- arra landa. Pær starfa nú m. a. við Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Bændaskólann á Hólum, en ég er víst eina konan meðal héraðsráðunauta. □ / hverju er starf þitt sem héraðsráðunautur fólgið? ■ Mér er ætlað að sjá um alla ráðunautaþjónustu hér í tveim- ur nyrstu hreppunum, Skeggja- staða- og Vopnafjarðarhreppi, og ganga í störf annars staðar á búnaðarsambandssvæðinu, eftir því sem tími og aðstæður leyfa. T. d. sá ég um jarðabótamæling- ar og hey- og jarðvegssýnatöku í Hlíðar- og Jökuldalshreppi síðastliðið haust. Annars er erfitt að lýsa þessu starfi í stuttu máli því að það rekur margt á fjörurnar. Síðan ég byrjaði hér má nefna mæling- ar fyrir skurðum, mælingar á styrkhæfum jarðabótum, sýna- töku og skil á niðurstöðum þeirra til bænda, flokkun refa til ásetnings og svo ótalmargt sem upp kemur frá degi til dags. Svo tók ég að mér að safna upplýsingum um búrekstur í Vopnafirði vegna byggðaþróun- aráætlunar sem verið er að gera fyrir byggðarlagið og það hefur tekið æði tíma. □ Nú ert þú líka bóndi jafn- framt ráðunautarstarfinu. ■ Já, ég er aðili að Félagsbú- inu í Engihlíð ásamt fjórum öðrum ábúendum. Pað verður auðvitað að telj ast aukastarf, en ég get gripið í verk á kvöldin og um helgar. Þessa dagana tekur minkabúrasmíði mestan tíma. □ Pið eruð þá með nýjar bú- greinar? Hvers konar búskap stundið þið annars? ■ Það má segja að kýrnar séu máttarstoðir búskaparins, en hér er líka fé, og svo byrjuðum við með nokkrar minkalæður í vetur. Mér finnst gæta fullmikilla fordóma hjá mörgum gagnvart minkunum. Mér finnst þeir skemmtilegar skepnur og hing- að til a. m. k. hefur verð á minkaskinnum verið stöðugra en á refaskinnunum. □ Viltu segja eitthvað um þá miklu erfiðleika, sem við er að fást í landbúnaðinum, og hvað er til úrbóta? ■ Það kom fram í könnun- inni sem ég nefndi hér áðan að eitt helsta áhyggjuefni bænda hér í Vopnafirði er, hversu seint og illa greiðslur fást fyrir sauð- fjárafurðir. Auk þess eru okur- vextirnir, sem nú eru látnir við- gangast, flesta lifandi að drepa og þá ekki síst þá, sem ekki fá tekjur til að mæta útgjöldum fyrr en eftir dúk og disk. Þó má sauðfjárrækt ekki dragast sam- an hér, því að þá stefnir í óefni með smalanir á haustin. Og sama gildir með sláturhúsið - rekstur þess má varla við fjár- fækkun. Enda veit ég ekki hvar á að búa með sauðfé á íslandi, ef ekki þar sem afréttirnar eru bestar. í viðbót má nefna það, að sláturúrgangur er þýðingarmik- ill hluti loðdýrafóðursins og það eru miklar líkur á, að loðdýra- ræktin eflist hér mjög á næstu árum. í því sambandi vil ég þó nefna, að ef loðdýraræktin í landinu á að aukast jafn mikið og nú er um talað, verða stjórn- völd að bregðast skjótt við með útvegun fjármagns bæði til bú- anna sjálfra og fóðurstöðvanna. Mér skilst að Stofnlánadeild landbúnaðarins hafi ekki úr of miklu að spila til þessara mála auk þess sem lánareglur hennar leyfa ekki, að lánað sé til búa sem eru í vanskilum fyrir. En staðreyndin er sú, að forsenda þess að bóndi geti bætt skulda- stöðu sína vegna t. d. sauðfjár- ræktar eða jarðakaupa getur verið, að hann fái peninga til að komast af stað í loðdýrarækt- inni. Eins vil ég minna á, að þegar gera á átak í uppbyggingu nýrra búgreina sem enginn bóndi hef- ur alist upp við frá blautu barns- beini, hlýtur að þurfa að koma til öflug leiðbeiningaþjónusta. Það er ekki hægt að búast við, að íslenskir héraðsráðunautar geti bara labbað af stað einn góðan veðurdag og leiðbeint fjölda manns, sem er að byrja með nýja búgrein. Til þess þurfa þeir bæði að fá tíma frá öðrum störfum og tækifæri til að afla sér þekkingar á þessu sviði. Reyndar hefur Búnaðarfélag ís- lands og Samband íslenskra loð- dýraræktenda reynt að bæta hér úr með því að senda nokkra ráðunauta á námskeið í loð- dýrarækt í Danmörku, en það þarf meira til því að það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. □ Og svona í lokin, Álfhild- ur, hvað liggur þér helst á hjarta varðandi sveitafólk? ■ Staða kvenna. Starf kvenna í sveit er sennilega eitt mesta huldustarf sem til er. í fyrsta lagi eru þær oftast hús- Áburðarverð nýkomið: Hækkun verður 40% Frá Vopnafirði. Landbúnaðarráðherra svarar Hjörleifí 27. mars sl. bar Hjörleifur Guttormsson fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráð- herra um breytingar á niður- greiðslum á landbúnaðarvörum á undanförnum árum. Jón Helgason, ráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni, og stað- festir gífurlegan samdrátt á niðurgreiðslum á öllum helstu landbúnaðarafurðum í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Þannig kemur m. a. fram í svari ráðherrans, að kindakjöt er nú 31% dýrara til neytenda en ef sama niðurgreiðsluhlutfall væri í gildi og á árinu 1982. Mjólk er á sama hátt 43% dýrari og smjör 51% dýrara en ef niðurgreiðslur væru hinar sömu og fyrir þremur árum. Á síðustu 10 árum hefur aldrei verið varið jafn lítilli fjárhæð til niðurgreiðslna á landbúnaðaraf- urðum og nú og á síðasta ári. Árið 1984 voru notaðar til niður- greiðslna 773 millj. kr., en 1864 millj. árið 1982, fært til sama verðlags, þannig að samdráttur- inn er 240%. Á árabilinu 1975 - 1984 eru minnstar niðurgreiðslur 1984, þ. e. 773 millj., næstminnst- ar 1977 eða 933 millj., en öll önnur ár til muna hærri. Áhrifin á vöruverð eru samsvarandi. Stefna ríkisstjórnarinnar að lækka eða afnema niður- greiðslur eins og nú er komið dregur að sjálfsögðu úr sölu hefðbundinna landbúnaðar- afurða og íþyngir barnmörgum fjölskyldum sérstaklega. Hlut- fall niðurgreiðslna í útsöluverði 1. fl. kindakjöts nam 1. mars sl. aðeins 10.88%, í verði mjólkur 9.09%, í smjörverði 22.84% og í skyrverði 9%. Hins vegar er engin niðurgreiðsla lengur á ost- um og nautakjöti. Þetta eru sannarlega fróðleg- ar upplýsingar fyrir bændur og neytendur og táknrænar fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. H. G. / B. S. Um 20. mars sl. lagði Hjör- leifur Guttormsson fram fyrir- spurn á Alþingi til landbúnaðar- ráðherra um, hvað gert sé ráð fyrir mikilli hækkun á áburðar- verði til bænda í vor, ástæður fyrir hækkun verðsins og ráð- stafanir af hálfu ríkisstjómar til að auðvelda bændum áburðar- kaup. Fyrirspurnin kom til umræðu 2. apríl, degi eftir að áburðar- verð á að liggja fyrir skv. erind- isbréfi fyrirstjórn Áburðarverk- smiðjunnar. Jón Helgason, landbúnaðarráðherra gat lítil svör veitt. Stjórn Áburðarverk- smiðjunnar hafði aðeins sent honum gögn um afkomu og horfur hjá fyrirtækinu, en engar tillögur gert til ráðherra um áburðarverð í vor. Hjörleifur benti á, að í erindisbréfi stjórn- arinnar segir í þessu sambandi, að verkefni stjómarinnar sé: „að gera tillögur til landbúnað- arráðherra um áburðarverð, sem ákveður það. Tillögur skulu sendar ráðherra þannig að hann hafi að lágmarki 15 daga til ákvörðunar áburðarverðs. Hafi áburðarverð ekki verið ákveðið af ráðherra fyrir 1. apríl ár hvert, enda sé liðinn 15 daga frestur, skal stjómin ákveða það.“ Það hefur síðan gerst, að ríkisstjórnin hefur fjallað um málið og ákveðið ráðstafanir til styrktar verksmiðjurekstrinum þannig að áburður til bænda þurfi ekki að hækka „nema um 40%“. Á móti framlagi ríkisins til verksmiðjunnar er gert ráð fyrir, að „ríkið fái tolla af kjarn- fóðurinnflutningi síðar á árinu“, skv. frásögn Morgunblaðsins. Það var svo loks nú alveg ný- lega, að áburðarverðið var ákveðið og hækkar það um 40% frá fyrra ári. Full ástæða er til að gagnrýna allan þennan seinagang í verð- lagningu áburðar, sem er stór þáttur í rekstri búanna og skiptir miklu máli fyrir ákvarðanir bóndans um ræktun og fram- leiðslu mörg ár fram í tímann. H. G. Álfhildur Ólafsdóttir.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.