Austurland


Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 5

Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 25. APRÍL 1985. mæður, en eins og allir vita sem vilja virðist það starf lítils metið nema í hátíðaræðum og rninning- argreinum. En í viðbót vinna margar þessara kvenna margar klukkustundir á dag að bústörfum, sumar jafnvel fullan vinnudag. Vonandi er það metið heima fyrir því að út á við er það ekki gert. Á dæmigerðu fjölskyldubúi er aðeins talinn vera einn bóndi og meira að segja Alþingi gekk svo langt á síðasta ári, þegar sam- þykkt voru lög um félagsbú, að banna að hjón stofni félagsbú ein sér og teljist þar með tveir bænd- ur með tilheyrandi réttindum og skyldum. En mér vitanlega er ekkert sem bannar t. d. einhleyp- um bræðrum að stofna slíkt fé- lagsbú. Þetta er atriði sem getur BÆNDUR Höfum látið hanna votheysturna úr stáli, sem við bjóðum á föstu verði, fullfrágengnum á byggingarstað. Verðið miðast við að kaupendur hafi áður steypt upp grunninn. Allar nauðsynlegar teikningar til reiðu við pöntun. Turninn er hannaður með hliðsjón af losunarbúnaði frá Véladeild SÍS. Nánari upplýsingar veittar hjá undirrituðum og hjá Véladeild SÍS. \ Z 1 A i ! 1 __i Ur i' l| -M 1 1 1 A *\ ' jmI---------------------------- 1 1; . - k-_-_---_r- r-_v=-_.-t ¦n— fí.-- __n— I 1 S. | ______V6__L__/' L_ í _i__.....r_____1! H T __-__.,.. >.^..-^,s ) HLID, 1100 SNIO B -B, 1 100 SNIÐ C-C, 1 100 RAFAFL STÁLAFL SÍMI 99-6088 Gnúpverjahreppi ® FRAMLEIDSLU- SAMVINNUFÉLAG IÐNAÐARMANNA Gróandi þjóðlíf er gæfa Islands Veistu: * að við íslenskan landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara starfa þúsundir manna úr öllum stéttum með ólík viðhorf og ólíka hagsmuni * að afurðir landbúnaðarins teygja arma sína yfir í þrjá af fjórum grunnflokkum fæðunnar * að 45% af öllum mat og drykk sem þjóðin leggur sér til munns kemur frá íslenskum landbúnaði * að úr íslenskum landbúnaðarafurðum fær þjóðin 60% af allri eggjahvítu (prótein), yfir 40% af öllu A-vítamíni, yfir 40% af B-vítamíni og yfir 70% af öllu kalki í fæðinu Að framleiða sem mest af okkar eigin mat er hluti af íslenskri sjálfstæðisbaráttu Verum öll þátttakendur í því stórkostlega verkefni Stöndum vörð um íslenskan landbúnað Það er þjóðarhagur Framleiðsluráð landbúnaðarins haft beina fjárhagslega þýðingu varðandi lán og aðra fyrirgreiðslu vegna búskapar. Það að þessi lög ná svo líka til fólks, sem stimplað hefur ver- ið í óvígða sambúð, er kapítuli út af fyrir sig. AUSTURLAND þakkar Álfhildi fyrir viðtalið og óskar henni góðs gengis í búskapnum sem og í því brautryðjenda- starfi, sem hún vinnur sem hér- aðsráðunautur. B. S. Togstreita milli framsóknarráðherra um fískeldi og selveiðar Það kom í ljós fyrir páska, þegar landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, framsóknar- mennirnir Jón Helgason og Halldór Ásgrímsson, svöruðu fyrirspurn frá Hjörleifi Gutt- ormssyni um hvað liði undir- búningi að löggjöf um fiskeldi, að römm togstreita hefur verið á milli þeirra um málsmeðferð. í fyrra fluttu nokkrir af þing- mönnum Alþýðubandalagsins tillögu á Alþingi um áætlun um fiskeldi og undirbúning að heildarlöggjöf um þau efni. Þessari tillögu var vísað til ríkis- stjórnarinnar, sem beindi mál- inu til landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytis. Hafa bæði ráðuneytin verið að bauka við tillögusmíð hvort í sínu horni og ekki tekist að samræma sjón- armið um veigamikil atriði. I svari ráðherranna við fyrir- spurn Hjörleifs kom fram, að nú hafi verið ákveðið, að for- sætisráðherra skipi nefnd til að reyna að samræma sjónarmiðin. Til sölu Tveggja tonna trillubátur til sölu Upplýsingar S 7444 Á meðan staðið hefur í þessu stappi milli framsóknarráðherra vantar stefnumótandi ákvarð- anir um fiskeldismál og stuðning af opinberri hálfu. Óttast margir, að sumar af þeim fram- kvæmdum, sem ráðist hefur ver- ið í undanfarið í fiskeldi, séu reistar á ótryggum rekstrar- grunni og m. a. skorti mikið á um rannsóknir. Þá liggur einnig fyrir, að veru- legur ágreiningur er milli sömu framsóknarráðherra um frum- varp til laga um selveiðar, sem sjávarútvegsráðherra lagði öðru sinni fyrir Alþingi í vetur. Hefur landbúnaðarráðherra lýst sig andvígan ýmsum ákvæðum í frumvarpinu og mikil andstaða er gegn því í Neðri deild, þótt sjávarútvegsnefnd mæli með samþykkt þess án breytinga, aðrir en Guðmundur Einarsson. Með frumvarpinu er m. a. verið að fá lagastoð fyrir starfi hinnar mjög svo umdeildu hringormanefndar, sem Kjartan Jóhannsson setti á fót 1979 og skipaði Björn Dagbjartsson nú alþingismann formann fyrir. Náttúruverndarráð og Land- vernd svo og Búnaðarþing hafa ályktað eindregið gegn þessu frumvarpi og vel getur svo farið, að það stöðvist öðru sinni í þing- inu. H. G. Verðuppgjör hálfu ári á eftir Fjöldi bænda fékk ekki um það vitneskju fyrr en í lok janú- ar sl., hvaða endanlegt verð þeir fengju fyrir framleiðslu síðasta verðlagsárs, sem telst vera frá 1. sept. til 31. ágúst ár hvert. Þegar svo endanlegt verðupp- gjör loks lá fyrir hálfu ári eftir að verðlagstímabilinu lauk kom í ljós, að margir bændur fengu ekki fullt verð fyrir þann fram- leiðslukvóta, sem þeim hafði verið úthlutaður og urðu að endurgreiða hluta af því, sem þeim hafði verið reiknað í bráðabirgðauppgjöri. Þessi staða sýnir Ijóslega við hvert óöryggi bændur búa varð- andi afkomu sína. I staö þess að þeir þyrftu að vita með vissu, hvaða verð þeir muni fá fyrir framleiðslu sma, áður en nýtt verðlagsár byrjar og raunar hálfu ári fyrr vegna áburðar- kaupa, fá þeir nú endanlegt uppgjör með verðskerðingu í hausinn frá Framleiðsluráði landbúnaðarins hálfu ári eftir að viðkomandi framleiðslutímabili er lokið. Þetta er annað árið í röð, sem slík verðskerðing kemur eftir á til fjölda bænda og í stað þess að endanlegt uppgjör lá að jafn- aði fyrir að hausti, er nú á tölvu- öld komið fram yfir áramót, þegar bændur fá niðurstöður í hendur. Hörleifur Guttormsson lagði fram fyrirspurn á Alþingi til land- búnaðarráðherra í síðasta mán- uði um það, hvað valdi þessum óheyrilega drætti á uppgjöri og hvort breytinga sé að vænta, m. a. til að auðvelda bændum skipu- lagningu í búrekstri. Ráðherra hefur ekki enn svarað fyrirspurninni, þegar þetta er ritað, 14. apríl. H. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.