Austurland


Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 25.04.1985, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR, 25. APRÍL 1985. Landssamband sauðfjárbænda Rætt við Fjölni Torfason, bónda á Hala um stofnun sambandsins og tilgang þess Ljósm. Sig. Arnfinnsson. Austurlandsmót á skíðum Urslit í svigi og Alpatvíkeppni Landssamband sauðfjár- bænda var stofnað í Reykjavík 11. apríl sl. af áhugamönnum úr nær öllum sýslum landsins. Einn af stofnendunum var Fjölnir Torfason, bóndi á Hala í Suður- sveit, og náði AUSTURLAND tali af honum af því tilefni. □ Hvað viltu segja um þenn- an stofnfund og þátttöku í honum? ■ Fundinn sóttu áhugamenn úr öllum sýslum landsins nema Suður-Múlasýslu vegna ein- hverra mistaka. Úr Norður- Múlasýslu voru þrír og einnig þrír héðan úr Austur-Skafta- fellssýslu. Meiningin er svo, að stofnuð verði í hverri sýslu eða héraði félög sauðfjárbænda og þau verði síðan aðilar að lands- samtökunum, en nafn þeirra er e) Landssamband sauðfjárbænda. Fundurinn í Reykjavík var til að samræma félagsgrundvöllinn og þau stefnumál, sem félögin settu sér helst, en þó er ætlunin, að félögin geti haft frjálsar hendur um einstök áhersluat- riði, því að það er misjafnt eftir svæðum t. d., hvað menn leggja áherslu á. Nú er víða búið að stofna þessi félög sauðfjárbænda og sl. sunnudag var t. d. stofnað Félag sauðfjárbænda hér í Austur- Skaftafellssýslu. □ Hvert er aðalmarkmiðið með þessum félögum og lands- sambandi þeirra? ■ Ja, því er sjálfsagt best lýst í 3. grein laga hins nýja Lands- sambands sauðfjárbænda, en hún er svohljóðandi: „Tilgangur samtakanna er að vinna að kjaramálum sauðfjár- bænda, m. a. með því: a) að efla samstöðu sauðfjár- bænda hér á landi, b) að gæta hagsmuna sauðfjár- bænda varðandi verðlagn- ingu afurðanna, c) að stuðla að aukinni neyslu og nýtingu sauðfjárafurða, d) að koma á framfæri upplýs- ingum, er varða sauðfjárbú- skap bæði til framleiðenda og neytenda, að vera fulltrúi meðlima sinna gagnvart stjórnvöld- um, heildarsamtökum bænda og öðrum, f) að beita sér fyrir umbótum í sölu- og markaðsmálum." □ Er stofnun þessara samtaka beint gegn þeim samtökum bœnda, sem fyrir eru, t. d. Stétt- arsambandi bœnda og að bœnd- ur segi sig kannski úr því? ■ Þessi samtök eða aðild að þeim er ekki hugsuð sem úrsögn úr Stéttarsambandinu, en ástæðan fyrir stofnun þessara samtaka er óánægja með forystu þeirra bændasamtaka, sem fyrir eru. Mönnum finnst mikið skorta á bein tengsl forystunnar við bændur og einnig á skilning á hinni raunverulegu afkomu bænda hverju sinni. □ Og eru líkur á, að þessi nýju samtök breyti þessu? ■ Já, því að það þurfa fleiri að koma til við mótun stefnunn- ar og ábyrgð á henni. Hér skap- ast bein tengsl og ekki þarf að fara í gegnum marga liði. Stétt- arsambandið er hins vegar bundið af ákveðnum hefðum og venjum í starfi. □ Hvað um stöðu bœnda nú? ■ Staða margra bænda er al- veg hrikaleg, sérstaklega yngri bænda og þeirra, sem hafa verið að byggja upp. Það hvernig haldið verður á málefnum bænda, skiptir því sköpum á allra næstu árum um uppbygg- ingu eða hvort menn missa unga fólkið úr sveitunum. Ef svo fer, glata sveitirnar tilveru sinni, því að á unga fólkinu byggist framtíðin. AUSTURLAND þakkar Fjölni viðtalið og á öðrum stað í blaðinu er sagt frá stofnun Fé- lags sauðfjárbænda í Austur- Skaftafellssýslu. B. S. Svig stúlkna 8 ára og yngri 1. Hjálmdís Tómasdóttir, Þróttur 51.4 2. Jóhanna Magnúsdóttir, Huginn 58.1 3. Fanney Sveinbjömsdóttir, Þróttur 58.6 Svig stúlkna 9-10 ára 1. Sigrún Haraldsdóttir, Þróttur 73.6 2. Jóhanna Malmquist, Þróttur 74.3 3. Aðalheiður Davíðsdóttir, Huginn 79.1 Svig stúlkna 11-12 ára 1. Anna Sveinbjömsdóttir, Þróttur 82.1 2. Adda B. Hjálmarsdóttir, Höttur 86.1 3. Lilja Andrésdóttir, Austri 86.1 Svig stúlkna 13 -14 ára 1. Gerður Guðmundsdóttir, Þróttur 63.0 2. Jóna L. Sævarsdóttir, Þróttur 71.8 3. Dóra Ken, Huginn 73.7 Svig stúlkna 15 -16 ára 1. Auður Brynjarsdóttir, Huginn 90.5 2. Ingibjörg Jónsdóttir, Huginn 92.9 Svig kvenna 1. Ester Þorvaldsdóttir, Huginn 87.5 2. Ama Jóhannsdóttir, Höttur 91.6 3. Hrefna Tómasdóttir, Þróttur 101.1 Svig drengja 8 ára og yngri 1. Grétar Jóhannsson, Þróttur 50.2 2. Helgi J. Guðfinnsson, Þróttur 55.1 3. Stefán Ríkharðsson, Þróttur 55.4 Svig drengja 9 -10 ára 1. Birgir Ólafsson, Huginn 65.2 2. Þór Vilmundarson, Huginn 70.7 3. Hans Jóhannsson, Þróttur 71.8 Svig drengja 11-12 ára 1. Smári Brynjarsson, Huginn 78.1 2. Valgarður Vilmundarson, Huginn 78.6 3. Ari Benediktsson, Þróttur 79.0 Svig drengja 13 -14 ára 1. Kristján Kristjánsson, Þróttur 62.0 2. Hreinn Jóhannsson, Þróttur 62.4 3. Hlynur Oddsson, Huginn 65.0 Svig drengja 15 -16 ára 1. Birkir Sveinsson, Þróttur 76.9 2. Valur Guðmundsson, Huginn 89.8 3. Jón Steinsson, Austri 97.7 Svig karla 1. Ingþpr Sveinsson, Þróttur 77.4 2. Jóhann Stefánsson, Huginn 80.9 3. Jóhann Þorvaldsson, Huginn 83.4 Alpatvíkeppni stúlkna 8 ára og yngri 1. Hjálmdís Tómasdóttir, Þróttur 2. Fanney Sveinbjörnsdóttir, Þróttur 3. Eydís Jóhannsdóttir, Huginn Aipatvíkeppni stúlkna 9-10 ára 1. Jóhanna Malmquist, Þróttur 2. Sigrún Haraldsdóttir, Þróttur 3. Aðalheiður Davíðsdóttir, Huginn Alpatvíkeppni stúlkna 11 -12 ára 1. Adda B. Hjálmarsdóttir, Höttur 2. Helga L. Hjartardóttir, Þróttur 3. Lilja Andrésdóttir, Austri Alpatvíkeppni stúlkna 13 -14 ára 1. Gerður Guðmundsdóttir, Þróttur 2. Jóna L. Sævarsdóttir, Þróttur 3. Halldóra Blöndal, Huginn Alpatvíkeppni stúlkna 15 -16 ára 1. Auður Brynjarsdóttir, Huginn 2. Ingibjörg Jónsdóttir, Huginn Alpatvíkeppni kvenna 1. Bergrós Guðmundsdóttir, Þróttur 2. Ester Þorvaldsdóttir, Huginn 3. Hrefna Tómasdóttir, Þróttur Alpatvíkeppni drengja 8 ára og yngri 1. Grétar Jóhannsson, Þróttur 2. Helgi J. Guðfinnsson, Þróttur 3. Stefán Ríkharðsson, Þróttur Aipatvíkeppni drengja 9 -10 ára 1. Birgir Ólafsson, Huginn 2. Þór Vilmundarson, Huginn 3. Hans Jóhansson, Þróttur Alpatvíkeppni drengja 11-12 ára 1. Jóhann K. Birgisson, Þróttur 2. Dagfinnur Ómarsson, Þróttur 3. Smári Brynjarsson, Huginn Alpatvíkeppni drengja 13 -14 ára 1. Hreinn Jóhannsson, Þróttur 2. Kristján Kristjánsson, Þróttur 3. Jóhann Þórðarson, Þróttur Alpatvíkeppni drengja 15 -16 ára 1. Birkir Sveinsson, Þróttur 2. Jón Steinsson, Austri 3. Valur Guðmundsson, Huginn Alpatvíkeppni karla 1. Ingþór Sveinsson, Þróttur 2. Jóhann Stefánsson, Huginn 3. Skúli Jónsson, Huginn Jón Guðmundsson í Neskaupstað með ána sína Morubotnu og þrílembingana hennar, sem settu íslandsmet ef ekki heimsmet í fallþunga eftir eina á með lömbum sl. haust. Fallþungi Morubotnu var 34 kg og þrílembinganna samtals 63 kg. Ljósm. Sigurður Þ. Vilhjálmsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.