Austurland


Austurland - 25.04.1985, Page 8

Austurland - 25.04.1985, Page 8
Austurland Neskaupstað, 25. apríl 1985. Austfjarðaleið hf. 'vv * © 4250 og 7713 ■ Á, HÓPFERÐIR l^3> EIMSKIP STRANDFLUTNÍNGAR HVERT SEM ER ® 4199 ÞAÐ ER LÁN AÐ SKIPTA VIÐ SPARISJÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar Punktar um loðdýrarækt Nú fer í hönd mikill annatími hjá refabændum, gottími nálg- ast og stööugrar aðgæslu og ná- kvæmni er þörf. Fóðrun hvolp- anna fram á haust er ekki sfður nákvæmnisverk og afkoman veltur á því, að engin mistök eigi sér stað á vaxtarskeiði þeirra. Búgrein þessi hefur nú náð að skjóta rótum í verulegum mæli á Fljótsdalshéraði og reyndar víðar um Austurland. Þeir sem kosið hafa að feta út á þessa braut, hafa notið sérstakrar fyrirgreiðslu af hálfu hins opin- bera bæði í formi lána og styrkja til að kljúfa stofnkostnað. Nú er hins vegar komið að því, að refabændur standi alfar- ið á eigin fótum. Fyrstu afborg- anir lána eru að falla á þessu ári. Þá kemur fyrst í ljós, hvort loð- dýrabúskapurinn stendur undir því fjármagni, sem í hann hefur verið lagt og því vinnuafli, sem refabændur leggja fram. Refa- bændum ogsérfróðum mönnum ber saman um, að möguleikinn á þessu sé góður, enda sé gætt ýtrustu útsjónarsemi við fóður- öflun, búunum sjálfum sé vel sinnt og skinnamarkaðurinn haldi áfram að ná þeim stöðug- leika, sem nú eru horfur á. Reyndar er það svo um alla atvinnuvegi þjóðarinnar, að það eru duttlungar hins stóra heims- markaðar, sem hafa líf þeirra í hendi sér. Þegar á allt er litið ættu skinnaframleiðendur að hafa sína möguleika ekki síður en aðrir útflutningsatvinnuveg- ir. Blaðið óskar þessari nýju at- vinnugrein og þeim sem hana stunda gæfu og gengis og treystir því, að gott samstarf refabænda t. d. um fóðuröflun og markaðs- setningu verði þeim happa- drjúgt til að tryggja góða af- komu og farsæla framtíð. S. B. Karl á Prándarstöðum með eina hvolpafulla. Afurðir eftir hana gætu orðið um 20.000 kr. þetta árið. Ljósm. Á. I. Verður Fáskrúðsfirðingum neitað um beint flug? Flugfélag Austurlands sótti fyrir nokkru um Ieyfi til áætlunarflugs milli Fáskrúðsfjarðar og Reykja- víkur. Flugráð hefir nú synjað þessari beiðni og málið komið til umsagnar samgönguráðuneytisins og afgreiðslu þess beðið. Ekki er blaðinu kunnugt um Sovéskir dagar Sovéskir dagar MÍR eru nú haldnir í tíunda sinn og eru að þessu sinni helgaðir RSFSR, Rússneska sambandslýðveld- inu. Það er hin fræga söngkona Ljúdmíla Zykina og hljómsveit- in Rossía, sem munu skemmta Austfirðingum á tónleikum í Egilsbúð í Neskaupstað 30. apríl og í Valaskjálf á Egils- stöðum 1. maí. Ljúdmíla Zykina. orsakir þessarar neitunar, en hún virðist lítt skiljanleg. Það er mikið hagsmunamál fyrir Fáskrúðsfirðinga að fá áætlun á þessari leið og það er hagsmunamál Stöðfirðinga og Breiðdælinga einnig. Flugtími milli Fáskrúðsfjarðar og Reykjavíkur er álíka langur og milli Egilsstaða og Reykjavík- ur, svo að augljóst er hagræðið við það að losna við ferðir til og frá Egilsstaðaflugvelli, bið þar oft og einatt og önnur óþægindi. Flugvöllurinn á Fáskrúðsfirði var lengdur í mars sl. um 120 m og er nú 800 m langur. Þessi framkvæmd kostaði um 750 þús. kr. Til verksins eiga að fást á þessu ári kr. 500 þús. af framlagi til sjúkraflugvalla. Búðahrepp- ur hefir hins vegar lagt út fyrir þeirri upphæð, því að hún er enn ógreidd af ríkisins hálfu. Hreppurinn hefir einnig útveg- að lánsfé fyrir þeim 250 þús. kr., sem umfram voru. Sýnir þetta m. a. þá miklu áherslu, sem Fá- skrúðsfirðingar leggja á að áætl- unarflug komist á milli Fá- skrúðsfjarðar og Reykjavíkur. Þess má geta, að Arnarflug hélt uppi reglubundnu leiguflugi milli Fáskrúðsfjarðar og Reykjavíkur í tæpt ár, frá apríl 1983 til mars 1984 og var sæta- nýting góð í því flugi. Arnarflug taldi hins vegar ekki grundvöll þá fyrir framhaldi þeirrar starf- semi, enda átti félagið þá í mikl- um rekstrarerfiðleikum og þurfti að sinna áætlunarflugi til margra annarra staða á landinu. M. S. / B. S. Félag sauðfjárbænda í Austur-Skaftafellssýslu Sl. sunnudag var stofnað Fé- lag sauðfjárbænda í Austur- Skaftafellssýslu. Stofnfundur- inn var haldinn á Hrollaugs- stöðum í Suðursveit og var fjöl- sóttur. Þar voru 60 manns úr öll- um hreppum sýslunnar og mikill hugur í mönnum og samstaða góð. Kosin var stjórn fyrir félagið og á hún eftir að skipta með sér verkum. Stjórnina skipa: Berg- ur Bjarnason, Viðborðsseli, Mýrum, Fjölnir Torfason, Hala, Suðursveit, Ólafur Berg- sveinsson, Stafafelli, Lóni, Þor- steinn Sigjónsson, Bjarnanesi, Nesjum og Örn Bergsson, Hofi, Öræfum. Stjórnin er þannig skipuð full- trúum úr öllum hreppum sýsl- unnar. Félag sauðfjárbænda í Aust- ur-Skaftafellssýslu er eitt fyrsta félagið sinnar tegundar, sem stofnað er á landinu, en um sl. helgi voru félög sauðfjárbænda stofnuð víðar. F. T. I B. S. NEISTAR f síðustu Neistum var birt upp- haf viðtals, sem Þjóðviljinn átti við Vilborgu Harðardóttur, vara- formann Alþýðubandalagsins um það, hvað áunnist hefði í jafnrétt- isbaráttu kvenna á kvennaára- tugnum. Hér birtist annar stuttur kafli úr þessu viðtali. Vilborg segir: Árið 1976 gekkst kvennaárs- nefnd fyrir könnun á stöðu og við- horfum kvenna. Nú er verið að endurtaka þessa könnun á vegum Jafnréttisráðs. Endanlegar niður- stöður liggja ekki fyrir, en ég veit nú þegar að hún mun leiða í ljós mikla viðhorfsbreytingu meðal kvenna. Annað sem hún leiðir í ljós er að atvinnuþátttaka kvenna hefur stóraukist, bæði í heilsdags- og hlutastörfum. Það eru mjög fáir sem eru eingöngu heimavinn- andi núna. Á þessum áratug hefur verið sett löggjöf um jafnrétti og Jafn- réttisráð stofnað. Þessi tæki hafa því miður ekki reynst eins öflug og skyldi. Það felst í því að lög- gjöfin gengur út á það að stuðla að jafnrétti og viðhalda því en í raun stuðlar hún að því að við- halda ríkjandi ástandi. í sumum löndum hefur verið sett í jafnrétt- islöggjöf ákvæði um vissa já- kvæða mismunun sem stuðlar að því að bæta hag kvenna. Ég á sæti í nefnd sem vinnur að endur- skoðun jafnréttislaganna og við höfum lagt til að svona ákvæði verði bætt inn í þau. Þetta ákvæði má að sjálfsögðu endurskoða seinna, ef jafnrétti næst. - En hvað með okkur karlana, höfitm við breyst? - Nei, ekki nóg. Karlarnir hafa setið eftir í þessari þróun. Ég verð fimmtug í ár og ég verð að segja eins og er að karlmenn á mínum aldri eiga mjög erfitt með að breyta til og hugsa eftir nýjum brautum, þeir eru staðnaðir. Ýmsir yngri menn, en alls ekki allir, eru betur staddir og falla inn í lífsmynstur sem hæfir jafnrétti kynjanna. Það eru kannski upp- eldisáhrif meðvitaðra mæðra og eiginkvenna. Hvað hefur áunnist? 1975 1985 Konuráþingi 3(5%) 9(15%) Konurí sveitarstjómum 42(3.1%) 149(12.5%) af1.162 af1.192 Tillaga til þingsályktunar um úttekt á fjárhagsvanda bænda og ráðstafanir í landbúnaði Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson, Helgi Seljan. Alþingi álytkar vegna versn- andi afkomu í landbúnaði og mikilla fjárhagserfiðleika bænda að fela ríkisstjórninni: a. Að beita sér nú þegar fyrir úttekt á fjárhagsstöðu bænda og einstakra búgreina. Athuga skal sérstaklega raunverulegar launatekjur bænda síðustu ár borið saman við viðmiðunar- stéttir og horfur varðandi af- komu á næstunni. Einnig verði reynt að meta helstu ástæður fyrir versnandi afkomu, svo sem árferði, markaðsaðstæður og stjórnvaldsaðgerðir, m. a. stefn- una í vaxta- og lánamálum. b. Að undirbúa tillögur um ráðstafanir til úrbóta í ljósi niðurstaðna úr úttekt, sbr. a-lið, með það að markmiði að koma í veg fyrir yfirvofandi byggða- hrun. Slíkar tillögur skulu m. a. miða að því: • að draga úr greiðslubyrði með almennri lækkun vaxta og lengingu lána, • að jafna aðstöðu meðal bænda, m. a. með breyttri framleiðslustjórn, • að örva sölu á landbúnaðar- afurðum með vöruþróun, bættri markaðsstarfsemi og niðurgreiðslum, • að renna styrkum stoðum undir nýjar búgreinar með auknum lánveitingum, betri nýtingu fjarmagns, ráðgjöf og góðu skipulagi. Sérstaklega verði tekið á vanda sauðfjárbænda og þeirra bænda sem lagt hafa í umtalsverðar fjárfestingar á undanförnum 5 árum. Landbúnaðarráðherra geri Alþingi grein fyrir niðurstöðum úttektar, skv. a-lið, og tillögum til úrbóta, skv. b-lið, í þingbyrj- un haustið 1985. Kostnaður, sem hlýst af álykt- un þessari, greiðist úr ríkissjóði.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.