Austurland


Austurland - 01.05.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 01.05.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílaaala - Bílatkipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 1. maí 1985. 18. tölublað. 1. maí ávarp Verkalýðsfélags Norðfirðinga 1985 Verkalýösfélag Norðfirðinga færir íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Það ár sem liðið er frá því að verkalýðshreyfingin hélt síðast hátíðlegan 1. maí hefur verið viðburðaríkt hvað kjarabaráttu alþýðu- fólks varðar. Þrátt fyrir mikil átök við samtök atvinnurekenda og ríkisvald hefur verkalýðshreyfingunni ekki tekist að halda í horfinu. Kaupmátturinn er enn rýrnandi og atvinnuleysi vex og stjórnvöld komast enn áfram með það að níðast á lífeyrisþegum, en meðal annars hófu þau feril sinn á því. Kjör lífeyrisþega eru nú verri en þau hafa verið mjög lengi. Ennþá er bannað að verðtryggja laun, en á sama tíma er nánast allt annað en þau verðtryggt. í höfuð atvinnuvegunum er við meiri rekstrarerfiðleika að stríða en áður hafa þekkst síðan á kreppuárunum og víða liggur við að útgerð og fiskvinnsla stöðvist vegna fjárhagsörðugleika. Þá er fjöldi bænda að komast á vonarvöl af sömu ástæðum. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að bæta rekstrargrundvöll sjáv- arútvegsins og þar með getu hans til þess að greiða mannsæmandi laun. Sú stefna ríkir yfir öllu, að verslunin og hinir ýmsu milliliðir skuli hafa sem mestan og aukinn gróða, sem tekinn er af almenningi og undirstöðuatvinnuvegunum, sem kikna undan verðtryggingu og vaxtaokri, þar sem hvorki laun né útflutningsvörur eru verðtryggðar. í húsnæðismálum er að verða neyðarástand. Fjöldi húsbyggjenda og fólks sem nýlega hefur byggt, sér fram á að tapa eignum sínum vegna hárra vaxta og ónógra og verðtryggðra lána sem sífellt hafa orðið óhagstæðari miðað við laun, þar sem lánskjaravísitalan hefur ætt áfram á meðan kaupmáttur rýrnar. í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen var því lofað, að strax og leiðrétting fengist á raforkuverði til álversins skyldi hún notuð til þess að lækka húshitunarkostnað. Eftir að núverandi ríkisstjórn gerði hina annars smánarlegu samn- inga við Alusuisse var leiðrétting sú sem fékkst á raforkuverðinu ekki notuð til að lækka húshitunarkostnaðinn. Hún rann öll til Landsvirkjunar, sem að auki stórhækkaði raforkutaxta sína og baggi húshitunarkostnaðarins þyngist stöðugt. Núvernadi ríkisstjórn hvarf strax og hún tók við völdum frá þeirri stefnu, að íslendingar ættu sjálfir meirihluta í þeirri stóriðju sem stofnað væri til í landinu og hóf mikla leit að útlendingum til að standa fyrir slíkri starfsemi á íslandi, þar á meðal til að eiga kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Þessi erlenda stóriðjustefna ríkis- stjórnarinnar hefur tafið það, að hafist væri handa við að byggja þá verksmiðju, öllum til tjóns, einnig Landsvirkjun sem framleiðir um- talsverða umframorku sem nú fer til ónýtis og almenningur greiðir í hinu háa raforkuverði. Þá hefur að undanförnu verið dregið úr öllum framlögum ríkisins til samfélagslegra þarfa svo sem tryggingamála, menntamála og sam- göngumála svo að eitthvað sé nefnt. Þessi samdráttur bitnar harðast á landsbyggðinni í öllum tilvikum og blasir stöðnun við, ef ekki verður úr bætt. Þar við bætist, að ekki verður annað séð en að stór hluti kennara og ýmissa annarra sérmenntaðra manna hrökklist úr störfum sínum hjá ríkinu vegna lélegra kjara. Þetta eru aðeins fáein dæmi um þá stjórnarfarslegu óreiðu, sem í landinu ríkir. Það er því höfuðnauðsyn fyrir þjóðina, að þegar verði breytt um stefnu áður en í meira óefni er komið og tekin upp skipuleg uppbygging atvinnuveganna og nýrra atvinnugreina. Verka- lýðshreyfingin þarf að kveða niður þá afturhaldsstefnu, sem kennd er við frjálshyggju og er nú mjög áhrifamikil í landinu, minnug þess að uppruni auðsins er hjá henni. Það þarf að auka samneysluna í landinu í stað þess að draga úr henni því að samneyslan er besta leiðin til betri og jafnari kjara og afkomuöryggis, en öryggisleysið er einn versti óvinur verkafólks á íslandi. Þá er ástandið í lífeyrismálum algjörlega óviðunandi. Bág kjör lífeyrisþega eru bein afleiðing þeirrar láglaunastefnu, sem ríkt hefur og ekki hefur tekist að vinna bug á. Það hlýtur að vera krafa allrar verkalýðshreyfingarinnar, að tafarlausar úrbætur verði gerðar á hlut lífeyrisþega, en hreint neyðarástand ríkir hjá mörgum þeirra. Það er krafa Verkalýðsfélags Norðfirðinga, að nú þegar verði stöðvuð rýrnun kaupmáttarins og að kaupmáttur launa verði tryggður. Full atvinna verði tryggð öllum til handa og að rekstraraf- koma og stjórn atvinnuveganna verði tryggð, þannig að þeir séu þess umkomnir að greiða mannsæmandi laun. Verkalýðsfélag Norðfirðinga heitir á alla að standa þétt saman um sanngjarnar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um mannsæmandi lífskjör í landinu. Stjórn Verkalýðsfélags Norðfirðinga. Hátíðarfundur 1. maí 1985 1. maí fundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga hefst í Egilsbúð kl. 14 Dagskrá: 1. maí ávarp Ræða: Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands Samlestur: Birgir Stefánsson og Einar Már Sigurðarson Söngflokkurirm Vöðlar skemmtir Kl. 17 Barnabíó: Stiand á eyðiey Merki dagsins verða seld í bænum Stjórn Verkalýðsfélags Norðfirðinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.