Austurland


Austurland - 01.05.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 01.05.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 1. maí 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hfé traustu télagi FLUG OG BÍLL [HEIMA OG ERLENDIS S 7119 EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR S 4199 SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR SPARISJÓÐUR HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjarðar «jP w Verkamannafélagið Árvakur 70 ára NEISXAR Hátíðardagskrá 1. maí Ákveðið var á aðalfundi Verkamannafélagsins Árvakurs á sl. vetri að minnast 70 ára af- mælis félagsins þann 1. maí nk. en félagið var stofnað haustið 1914. Hátíðardagskrá 1. maí er sniðin að þessum tímamótum. Hún hefst kl. 1030 með því að börnum staðarins verður boðið á sýningu á kvikmyndinni Nýtt líf. Dagskrá hefst kl. 1400 með ávarpi formanns félagsins Hrafnkels A. Jónssonar, þá les Einar Bragi rithöfundur úr 1. maí ávarp V erkamannafélagsins Árvakurs Eskifirði f dag minnumst við tímamóta. Fyrir rúmum 70 árum hófu eskfirskir verkamenn á loft merki stéttabaráttunnar með stofnun Vmf. Árvakurs. Þá settu þeir sér markmið, sem við getum heilshugar tekið undir í dag. í annarri grein laga félagsins segir: „Tilgangur félagsins er: 1. að styðja og efla hag og atvinnu félagsmanna, 2. að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu, 3. að takmarka vinnu á öllum helgidögum, 4. að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félags, 5. að styrkja þá félagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slys- um eða öðrum óhöppum." íslenskir launþegar hafa mætt meiri áföllum á undanförnum mánuðum en um langan tíma áður. Þau áföll eru langtum meiri en nemur þeim efnahagslegu áföllum sem hrjáð hafa íslenskt efnahagslíf að undanförnu. Það hafa orðið stærri tekjutilfærslur en við eigum áður að venjast. Það virðist stefna í það, að í landinu búi tvær þjóðir, önnur sem lifir við allsnægtir velferðarþjóðfélagsins, hin við örbirgð og án þess öryggis að vita að kveldi, hvers er að vænta af morgundeginum. Það er við þessar aðstæður, sem við höldum baráttudag verkalýðsins. Nú hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að efla inn- viði sína og „auka menningu og bróðurlegan samhug innan félags." Þeir brestir sem komið hafa í hreyfinguna, benda til þess, að þeir sem betri hafa aðstöðuna ætli sér að nýta yfirburði sína til að ná til sín stórauknum hlut. Ef ekki verður hamlað gegn þessu, stöndum við innan skamms á rústum íslenskrar verkalýðshreyfingar, þar sem þeir, er minna mega sín, verða troðnir undir. Strengjum þess heit að sporna gegn þessari þróun af öllum mætti. Höldum á lofti hugsjónum frumherjanna um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Ef fslensk verkalýðshreyfing stendur styrk og sameinuð gegn innihaldslausri samkeppni lífsgæðakapphlaupsins, en beinir öllum sínum styrk til þess að efla „menningu og bróður- legan samhug innan félags" og til að skapa þjóðfélag frelsis, jafnréttis og bræðralags, þá verður hún um langa framtíð það bjarg, sem íslensk alþýða getur treyst á. íslensk verkalýðshreyfing verður að ganga sameinuð til þeirrar baráttu, sem framundan er á komandi sumri. Hún verður að taka tillit til þessfólks, sem í dag býr við lökust.kjör. íslensk verkalýðshreyfing verður að sýna þann þroska, að þeir sem betur eru settir, unni þeim lakar settu kjarabóta án þess að allir fái jafnt og launamismunur verði áfram jafn eða jafnvel aukist. Takist sameinaðri verkalýðshreyfingu að ganga þyrnum stráða braut frelsis, jafnréttis og bræðralags, þá munu engir vinnuveitendur, hversu harðsvíraðir sem þeir eru, og engin ríkisstjórn hversu óbilgjörn sem hún er, fá staðist það afl. verkum sínum. Gamlir félagar verða heiðraðir. Loks verður flutt samfelld dagskrá um verka- lýðsbaráttu í 70 ár í samantekt Ragnars Lárussonar og Hrafn- kels A. Jónssonar í flutningi Hilmars Hilmarssonar, Ragnars Grétarssonar og Hrafnkels A. Jónssonar. Á milli atriða flytur 11 manna hópur félaga úr Árvakri gömul og ný baráttuljóð. Gömlum og nýjum félögum er boðið til kaffidrykkju á með- an á dagskránni stendur og er þess vænst, að sem flestir sjái sér fært að mæta. Þá eru það tilmæli til foreldra, að börn innan 12 ára aldurs verði í fylgd fullorðinna þannig að flutningur efnis truflist sem minnst. Dagskráin fer öll fram í aðal- sal Valhallar. H. A. J. Um launamál kvenna Síðastliðinn laugardag var haldinn fundur í Egilsbúð í Neskaupstað, þar sem um 60 konur voru mættar. Það var framkvæmdanefnd um launamál kvenna, sem stóð fyrir fundinum. Fulltrúar nefndarinnar á fundinum voru Guðrún Ágústsdóttir og Amdís Steinþórsdóttir. Aðrir ræðumenn voru Hulda Eiðsdóttir, fóstra, ína Gísladóttir, bankamaður og Anna Hjálmarsdóttir, verkakona sem töl- uðu um kjör þeirra stétta, sém þær eru fulltrúar fyrir. Ýmsar ömurlegar staðreyndir komu fram á fundinum og skulu nefnd hér nokkur dæmi: Árið 1982 var meðaltímakaup í dagvinnu hjá ófaglærðum verkamanni við trésmíðar 42% hærra en meðal- tímakaup kvenna í dagvinnu við fata- saum. Meðaldagvinnutímakaup karla við afgreiðslu í bifreiðavarahlutaverslun- um var 32% hærra en meðaldagvinnu- tímakaup kvenna við afgreiðslu í vefnaðarvöruverslunum á höfuðborg- arsvæðinu á 2. ársfjórðungi 1983. I júní 1983 var meðallaunaflokkur eftirtalinna félagsmanna BHM, sem starfa hjá ríkinu: 107 hjá hjúkrunar- fræðingum BS, 110 hjá sjúkraþjálf- um, 114 hjá tæknifræðingum og 116 hjá viðskiptafræðingum, en þessir að- ilar koma svipað út í námsmati. Áberandi er, hvað svokölluð kvennastörf eru enn miklu verr launuð en önnur störf. Kvennaáratugurinn hefur ekki skilað þeim árangri sem kon- ur væntu. Þó að margt hafi áunnist, eigum við enn langt í land. Á fundinum kom fram sú hugmynd að halda kvennadaginn 24. okt. nk. hátíðlegan með því t. d. að leggja niður vinnu þann dag. Mikill hugur var í fundarkonum og áhugi fyrir að stofna hér samtök um launamál kvenna á vinnumarkaðnum. L. A. I H. M. S. ÁUSTURLAND fær nýja skrifstofu hringja inn auglýsingar og ná er heimasími starfsmanna í ritstjóra í síma 7756, en það blaðsins. B. S. Ritnefnd AUSTUR- LANDS kom saman til fundar 24. apríl sl. í fyrsta sinn í nýrri skrifstofu blaðsins að Egils- braut 11 í Neskaupstað. Er blaðið þar með búið að taka þetta nýja eða réttara sagt endurbætta húsnæði í notkun. Verður síðar sagt frá þeim endurbótum, sem átt hafa sér stað á húsinu að Egilsbraut 11. Skrifstofa blaðsins verður framvegis opin mánudaga til föstudaga kl. 16 - 18. Sími skrifstofunnar er 7750. Áfram verður hægt að Fáskrúðsfjörður: Góður afli Togararnir Hoffell og Ljósa- fell veiddu 1.141 lest fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra 1.479 lestir. Þetta er þó sambærilegur afli ef miðað er við úthaldsdaga. Þeir eru færri nú vegna verk- fallsins og Hoffell var við haf- rannsóknir um hálfs mánaðar skeið. Fjórir vertíðarbátar eru gerð- ir út frá Fáskrúðsfirði. Guð- mundur Kristinn hefur verið frá veiðum um þriggja mánaða skeið vegna vélarbilunar. Afli hinna hefur verið nokkuð góður, sérstaklega frá páskum. Góður afli Norðfjarðartogara Það sem af er þessu ári hafa Norðfjarðartogararnir aflað all vel. Ekki er gott að bera afla togaranna saman milli ára þar sem Bjartur hóf ekki veiðar fyrr en í mars í fyrra og Birtingur var frá veiðum frá því í lok febr- úar vegna vélaskipta. Á móti kemur sjómannaverkfallið í ár. Það sem af er þessu ári hafa borist hingað um 3000 lestir af fiski (loðna ekki meðtalin) en á sama tíma í fyrra höfðu borist hingað 2100 lestir. Afli togaranna þriggja er sem hér segir: Magn Síðast (tonn) landað Barði 860 26/4 Birtingur 950 29/4 Bjartur 985 22/4 Lcstirfrá páskum Lestir frá áramótum Þorri 195 500 Sæbjörg 160 340 Sólborg 100 420 Tíu smábátar eru byrjaðir veið- ar - sex með handfæri, tveir róa með línu og tveir með net. Afli hefur verið mjög góður síðustu daga - fengist hafa allt upp í 900 kg á færi í róðri. Minni fiskur hefur verið í firð- inum en marga undanfarna vetur, en afli hefir verið góður í net utan fjarðar, í þremur róðrum fékk ein trillan 2, 2.5 og 2.8 lestir eða alls 7.3 lestir. M. S. Afli smábáta hefur verið að glæðast að undanförnu, sérstak- lega í netin. Er fiskurinn sem smábátarnir fá fullur af loðnu. Beitir hefur nú farið tvær söluferðir með ferskan fisk til Grimsby og Börkur eina. Hefur fengist gott verð fyrir aflann. Siglir Börkur til Grimsby nk. föstudag með ferskan fisk. G. B. Árgjald kr. 600 Ritnefnd AUSTURLANDS hefir nú ákveðið árgjald blaðs- ins fyrir árið 1985. Verður það kr. 600. í maímánuði verður reynt að senda gíróseðla fyrir árgjaldinu ásamt sendingar- og seðlakostnaði til allra áskrif- enda. Verður upphæð seðlanna kr. 625 og væntir blaðið þess, að áskrifendur bregðist vel og fljótt við og greiði árgjaldið. Ritnefnd.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.