Austurland


Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílasala - Bílaikipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 16. maí 1985. 20. tölublað. A Einarsstöðum 1. maí / tilefni 1. maí hafði Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs opið hús á Einarsstöðum á Völlum. Þar voru bornar fram ríkulegar veitingar og nutu menn þeirra bœði inni og svo utan húss, en veðrið var einstaklega gott þennan dag. Margir notuðu tœkifœrið og fóru í fjölskyldubíltúr uppeftir, settust út í sólskinið og rœddu málin. Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs á tvö hús á Einarsstöðum, sem tekin voru í notkun 1983 og 1984. Ljósm. M. M. Furðuleg framkoma Silla NK 42, sem er 8 lesta bátur, stundar veiðar í þorska- net um þessar mundir, eins og margir aðrir bátar á Austfjörð- um af svipaðri stærð og minni. Eigandi Sillu er Jón Sigurðsson í Neskaupstað og rær hann nú við annan mann á bátnum. 9. maí sl. fóru þeir Jón að draga net sín undan Skálanes- bjargi, en þar höfðu þeir lagt þrjár trossur. Þegar þeir komu að trossunum, voru straumbelg- irnir horfnir, en í ljós kom, að þeir höfðu verið skornir og stungnir í sundur. Þeir fundu hins vegar netin vegna þess, að þarna var straumlaust og veður gott. Jón varð svo þegar heim kom að kaupa sér nýja belgi á trossurn- ar, en þeir kosta allmikið. Málið var kært til lögreglunnar. Þennan sama dag var trossa, sem Anný frá Mjóafirði átti á sömu slóðum undir Skálanes- bjargi, samanvöðluð í einn hnút og hefirþað hvorki gerst af völd- um veðurs né strauma. Ljóst er að þessi spjöll hafa verið unnin af mannavöldum og er þetta ekki í fyrsta skipti, sem skemmdir eru unnar á veiðar- færum báta á þessum slóðum. Er torskilið, hvaða hvatir liggja hér að baki og ekki gerir það verknaðinn skiljanlegri, ef það skyldu reynast aðrir smábáta- sjófnenn, sem fremdu hann. Þess má svo geta, að afli smá- báta frá Norðfirði hefir verið fremur tregur það sem af er, en þegar munu um eða yfir 30 smábátar hafa byrjað veiðar frá Neskaupstað. Það eru fremur kaldar kveðjur, sem smábátasjó- menn fá nú frá stjórnvöldum í byrjun sumarvertíðar, en þær eru á þá leið, að veiði- kvóti smábátanna út júní sé að fullu veiddur eða því sem næst. Hlutur Austfjarðabáta í þeim afla er ekki stór og þeg- ar þetta er skrifað veit enginn, hvort nokkur smábátaútgerð verður yfirleitt frá Austfjörð- um næstu mánuði - og há- bjargræðistíminn er skammt framundan. B. S. Neskaupstaður: Tónlistarhátíð til minningar um Harald Guðmundsson Hópur áhugafólks og Menn- ingarnefnd Neskaupstaðar munu efna til tónlistarhátíðar til minningar um Harald Guð- mundsson á hvítasunnunni. Eins og flestir vita var Haraldur mikilvirkur í tónlistarlífi Nes- kaupstaðar frá árinu 1955 til dauðadags og var hann m. a. skólastjóri Tónskóla Neskaup- staðar, stjórnandi lúðrasveitar og stjórnandi kóra auk þess sem hann stýrði danshljómsveitum um árabil. Tónlistarhátíðin hefst kl. 1600 á hvítasunnudag með tónleikum þar sem fyrrverandi nemendur Haralds koma fram. Auk heimamanna munu þar leika Lárus Sveinsson við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar, Sig- urður Þorbergsson, Daníel Þor- steinsson, Harpa Birgisdóttir og Ingibjörg Lárusdóttir. Á tón- leikunum munu einnig leika Skólahljómsveit Neskaupstað- ar, Skólahljómsveit Mosfells- sveitar og Hljómsveit Tónskóla Fljótsdalshéraðs. Seinna um daginn verður boðið upp á veitingar í Egilsbúð og verður þá leikin viðeigandi tónlist fyrir gesti. Haraldur Guðmundsson. Á miðnætti hefst síðan dans- leikur þar sem Bumburnar ásamt félögum úr gamla H. G. sextettinum leika. Á ballinu ættu allir að fá tónlist fyrir sinn smekk. Fyrirhuguð er ljósmyndasýn- ing í fundarsal Egilsbúðar í tengslum við tónlistarhátíðina. Á sýningunni munu verða myndir úr lífi og starfi Haralds Guðmundssonar. Afhending verkamannabústaða á Fáskrúðsfirði Lokið er byggingu þriggja íbúða á vegum stjórnar verka- mannabústaða á Fáskrúðsfirði. Hér er um að ræða tvær tveggja herbergja íbúðir og eina þriggja herbergja og eru þær fyrsti hluti af tólf íbúða áfanga sem byggð- ur verður í tveimur raðhúsum. Er þetta fyrsta bygging, sem Frá félagsstarfi aldraðra Á uppstigningardag, 16. maí, verður síðasta samverustundin á þessu misseri. Uppstigningar- dagur er dagur aldraðra í söfn- uðum kirkjunnar og fer því vel á því að enda starfið á þeim degi. Messa verður í Norðfjarð- arkirkju kl. 14 og síðan kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. Þar verða ýmis dagskrár- atriði, söngur o. fl. Aldraðir Norðfirðingar eru hvattir til þess að koma og njóta dagsins. reist er í nýskipulögðu hverfi, Holtahverfi, innan við núver- andi byggð. Verktaki var Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari Fáskrúðsfirði, en arkitekt húss- ins er Klaus Hólm, starfsmaður Húsnæðisstofnunar ríkisins. Tilboð í næsta hluta voru opn- uð 23. apríl og buðu fjórir aðilar í verkið. Stjórn verkamanna- bústaða mælti með því að tekið yrði tilboði Sævars Sigurðsson- ar, byggingameistara Fáskrúðs- firði. Tilboðin eru nú til skoðun- ar hjá Húsnæðisstofnun. í þessum hluta verða tvær íbúðir, fjögurra og fimm her- bergja. Verða þær sambyggðar því húsi sem risið er. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist á næstu vikum og verði lokið á átján mánuð- um. M. S. í vetur hafa samverustundir aldraðra verið í safnaðar- heimili Norðfjarðarkirkju annan hvern miðvikudag. Það eru Norðfjarðarsöfnuður og kvenfélagið Nanna sem hafa staðið fyrir þessum samveru- stundum og notið til þess fjár- styrks frá bæjarsjóði. Aðsókn hefur verið góð að þessum stundum og ýmislegt verið þar á dagskrá. Kvenfélagskonur hafa séð um kaffiveitingar af rausnarskap. Ljósm. Albert Kemp.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.