Austurland


Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 16. MAÍ 1985. Austurland MÁLGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: AðalbjörgHjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Jóhann K. Sigurðsson sextugur Óréttlæti smábátakvótans sannast Því hefir tnargsinnis verið haldið fram hér í blaðinu, að minnstu fiskibátarnir ættu að vera undanþegnir aflakvóta. Til þessa liggja ýmis rök, sem oft hafa verið tilgreind, en hér skal aðeins minnt á takmarkaða sóknarmöguleika þessara báta og að afli þeirra í heild við bestu aðstæður vegur lítið í heildaraflamagni fiskiskipa- flotans alls. Þessir bátar eru hins vegar þýðingarmiklir burðarásar í atvinnulífi sjávarplássanna víðs vegar um landið og sums staðar skiptir útgerð þeirra og afli sköpum um afkomu heilla byggðar- laga. Má nefna Bakkafjórð og Borgarfjörð sem skýrust dæmi þar um, þegar litið er til Austurlands sérstaklega. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs máttu bátar undir 10 lestum veiða alls 1.630 lestir, miðað við slægðan fisk. Samkvæmt upplýs- ingum sjávarútvegsráðuneytisins höfðu þeir veitt um sl. mánaða- mót 4.200 lestir eða 2.570 lestir umfram leyfilegt aflamagn. Þetta gæti virst álitleg útkoma fyrir trillurnar. En svo er þó ekki. Árinu er skipt í fjögur veiðitímabil og fari afli fram yfir leyfileg mörk á einu tímabili er ætlun ráðuneytisins að minnka hann sem því nemur á hinum, þannig að heildaraflinn verður ekki aukinn. Er þetta ekki í lagi samt, kynni einhver að spyrja. Er ekki hagkvæmt fyrir þessa báta að veiða hinn ákveðna afla á sem stystum tíma? Ef allir sætu þarna við sama borð, væri svarið við þessari spurningu játandi. En hér verður einmitt að líta á fleiri hliðar. Það er hins vegar ekki gert og í því felst mesta óréttlætið. Langsamlega mest af þeim afla, sem smábátarnir hafa veitt fyrstu fjóra mánuði ársins hafa bátar á Suðurlandi, Suðvesturlandi og við Breiðafjórð veitt. Annars staðar á landinu hafa örfáir bátar stundað á þessum tíma. Nú er hins vegar að byrja veiðitímabil þessara báta þar af náttúrulegum og landfræðilegum ástæðum svo og minnstu bátanna á fyrrnefndu svæðunum. En þá er bara ekkert eftir handa þeim. Annað veiðitímabilið stendur mánuðina maí og júní. Þá mega trillurnar veiða 2.910 lestir og ef öll umframveiðin fyrstu fjóra mánuðina væri tekin af þessum kvóta, væri aðeins eftir að veiða 340 lestir miðað við júnílok. Þetta eru hrikalegar staðreyndir og eru í raun rothögg á smábátaútgerð t. d. hér á Austfjörðum, í kjördæmi sjávarútvegsráðherrans. Ráðherranum virðast vera nokkuð mislagðar hendur með stjórnun veiðanna eða hvers vegna er aflinn látinn fara svo langt fram úr ákveðnu marki á ákveðnum svæðum á einu tímabili, þegar ætlunin er að draga það magn frá afla næstu tímabila og ákveða enn frekari veiðitakmarkanir en áður á besta veiðitímabili ársins, sem nú fer í hönd? í þessa veru verða þær reglur, sem verið er að vinna að í sjávarútvegsráðuneytinu nú og líta munu dagsins ljós nú í vikunni, kannski áður en búið verður að prenta þessa grein. Það er kaldranalegur sumarboðskapur, sem sjávarútvegsráð- herrann sendir smábátasjómönnum í kjördæmi sínu. B. S. Þegar því var stungið að mér um daginn að Jói Sigurðs væri að verða sextugur hrökk ég við. Gat þetta verið? Var virkilega svona langt síðan ég var í dýrð- legum fagnaði heima hjá Jóa og Stínu í Valsmýrinni að halda upp á fimmtugsafmæli húsbónd- ans? En auðvitað var þetta allt satt ogrétt, þaðerbaraTíminn, þessi hraðfleygi fugl, sem villir um fyrir manni. Jóhann Karl Sigurðsson er fæddur 14. maí 1925 í gamla Lúðvíkshúsinu, elsta húsinu í Neskaupstað, sonur hjónanna Sigurðar Jóhannssonar bónda og Sigríðar Magnúsdóttur konu hans. Hann missti móður sína þegar hann var fjögurra ára að aldri og ólst eftir það upp hjá Magnúsi afa sínum Jónssyni og seinni konu hans, Sigrúnu Gísladóttur. Eins og títt var um unga menn á þessum árum byrj- aði hann ungur að vinna við fisk- veiðar og -vinnslu og á þeim vettvangi hefur hann starfað æ síðan. Hann tók skipstjórapróf 1943 og stundaði sjó sem háseti, stýri- maður og skipstjóri fram til 1957. Þá fór hann í land og hóf störf sem verkstjóri hjá Sam- vinnufélagi útgerðarmanna og sfðar Nesútgerðinni gömlu. Þegar svo Síldarvinnslan hf. hóf Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju á uppstigningardag, 16. maí, kl. 2. e. h. Dagur aldraðra. Kaffiveitingar í safnaðar- heimilinu eftir messu. Sóknarprestur. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Valsmýri 1, Neskaupstað, varð 60 ára 14. maí sl. Hann er fæddur í Nes- kaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Jóhann dvelst nú ásamt eigin- konu sinni, Kristínu Marteins- dóttur, á Benidorm á Spáni. Björg Sigurðardóttir, hús- móðir, Hlíðargötu 12 (Akri), Neskaupstað, varð 70 ára 15. maí. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Eiginmann sinn, Guðmund Jónsson, verslunarmann, missti Björg í október á sl. ári. Björg er að heiman. Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup áttu 20. apríl sl. hjónin Serena Stefánsdóttir og Sigurður Lúðvíksson, Lúð- víkshúsi, Neskaupstað. útgerð var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri hennar og hefur starfað þar æ síðan. Jói kvæntist árið 1946 Krist- ínu Marteinsdóttur frá Sjónar- hóli og eiga þau fjögur uppkom- in börn. Þegar hann kom alkom- inn í land fór hann að taka meiri þátt í félagsmálum og þegar Al- þýðubandalagið bauð fram til bæjarstjórnarkosninga í fyrsta sinni 1958 skipaði hann sér þar í sveit og var bæjarfulltrúi þess allt til 1982. Allan þennan tíma einhver alskemmtilegasti bæjar- fulltrúi sem ég hef unnið með, tillögugóður, snöggur að átta sig og orðheppinn ræðumaður, einkum ef honum hitnaði í hamsi enda skapheitur í besta lagi. Jói er sósíalisti að lífsskoðun. A því er enginn vafi, en hann er raunsær og lítið gefinn fyrir pólitískar vangaveltur. Hann kýs að láta verkin tala og það hefur hann líka gert. Og þegar hann nú á þessum tímamótum Jóhann K. Sigurðsson. sat hann í hafnarnefnd og þar er hann ennþá sem formaður. Og sem dæmi um önnur félags- málastörf hans má nefna, að frá 1958 - 1964 var hann formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga, formaður Utvegsmannafélags Austfjarða frá 1975 og til þessa dags og í stjórn SÚN um langt árabil, nú sem formaður. Þessi þurra og ófullkomna upptalning segir auðvitað fátt, en sýnir þó ótvírætt að Jói hefur alls staðar komið sér vel og valist til trún- aðarstarfa vegna þess að hann hefur notið trausts. Þegar Jói hóf störf hjá útgerð SVN kom strax í ljós að þar var réttur maður á réttum stað. Margþætt reynsla hans og þekk- ing á störfum sjómanna kom sér vel og þá ekki síður sá eiginleiki að vera fljótur að átta sig á hlut- unum og ósmeykur við að taka ákvarðanir. Er skemmst frá því að segja að hann hefur reynst afburða vel í starfi sínu og víst er að þegar skráð verður saga upphafs skuttogaraaldar á ís- landi verður ekki framhjá hans þætti í því ævintýri gengið. í bæjarstjórn voru honum hugleiknust atvinnumál og hafnarmál, en áhugi hans var þó engan veginn einskorðaður við þessa málaflokka. Ég á margar góðar minningar frá samstarfinu með Jóa í bæjar- stjórn og ég held að á engan sé hallað þó ég fullyrði að hann sé í lífi sínu skyggnist til baka getur hann verið stoltur af árangri starfs síns, bæði hjá útgerð SVN og í bæjarstjórn. Ég vil nota tækifærið um leið og ég sendi þeim Jóa og Stínu bestu heillaóskir í sólina suður á Spánarströndum og þakka Jóa störf hans, bæði í þeim félögum og fyrirtækjum sem hann hefur svo lengi starfað við, Síldar- vinnslunni, SÚN og Olíusamlag- inu, og í bæjarstjórn. Persónu- lega þakka ég frábært samstarf og við Bára óskum þér hjartan- lega til hamingju með daginn og Stínu til hamingju með þig. Kristinn V. Jóhannsson. Leiðrétting í frétt í síðasta blaði um bruna í vélasal Tanga hf. og slátur- hússins á Vopnafirði eru tvær missagnir, sem beðið hefir verið um leiðréttingu á. Sagt var: „Kviknað mun hafa í gömlum vinnubekk ..." Hið rétta er, að eldsupptök eru ókunn. Einnig var sagt: „Raflagnir í salnum svo og rafmagnstafla brunnu . . ." Hið rétta er, að einungis raflagnirnar brunnu, en rafmagnstaflan eyðilagðist hins vegar alveg, þó að hún brynni ekki. Leiðréttist þetta hér með. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.