Austurland


Austurland - 16.05.1985, Síða 4

Austurland - 16.05.1985, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR, 16. MAÍ 1985. Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfirði: „Hlauptu heim og sæktu stóra nafar föður þínsu Um veggöng mill Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar Mynd 2. Dœmigerl útlit Sandvíkurganga í Fœreyjum. Mynd 3. Atlas Copco HP170 borvagninn sem notaður er í Leirvík- urgöngunum í Fœreyjum. Á síðasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var samþykkt samhljóða tillaga stjóm- ar þess efnis að kanna skuli til hlít- ar hagkvæmni og félagslega þýð- ingu hugsanlegra jarðganga áður en varanlegt vegarstæði er ákveð- ið. Lögð var áhersla á að það skyldi gert í náinni samvinnu við heimamenn. Alþingj hefur sam- þykkt þingsályktun í sama farvegi. Samgöngumálin eru brenn- andi umræðuefni á Austfjörð- um. Vegalengdir eru þar miklar og bein lína segir lítið til um fjarlægðir, fjöll og annes meira. Varanleg vegagerð er skammt á veg komin og mörgum spurn- ingum er enn ósvarað um vænt- anlega gerð hennar. Eitt af þeim vegarstæðum sem menn greinir á um liggur milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar. Tveir kostir eru til umræðu: Annars vegar að byggja varanlega upp og klæða 50 km leið út Fáskrúðsfjörð, fyr- ir Vattarnesskriður og inn Reyð- arfjarðarströndina. Vegarstæðið er víða stórbrotið. Fyrir annesið liggur það 3 km leið í brattri grjótskriðu og vegarstæðið inn Reyðarfjarðarströndina er víða erfitt og hættulegt. Hins vegar er rætt um að bora sig í gegnum Kollufjall í botni Fáskrúðsfjarðar yfir í Handar- hald innst í Reyðarfirði. Göngin yrðu í 130 - 150 m hæð yfir sjó. Beggja megin er greiðfær leið aðgangamunnunum. (mynd 1). í langtímaáætlun Vegagerð- arinnar er gert ráð fyrir lagningu varanlegs slitlags með strönd- inni á árunum 1991 - 1993. Enn er því nægur tími til að ganga úr skugga um hvort ekki sé hag- kvæmara að bora sig í gegn. Hér er teflt um mikla hagsmuni og stórar fjárfúlgur. Pað er því mikilvægt að endanleg ákvörð- un verði tekin að vel athuguðu máli. Ég hef haldið því fram að ódýrasta leiðin til varanlegrar vegagerðar milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar liggi úr botni Fáskrúðsfjarðar 5 km leið gegnum Kollufjall. Máli mínu til stuðnings bendi ég á eftirfar- andi: 1. Samanburðarrannsóknir íslenskra jarðfræðinga benda til þess að aðstæður til jarðganga- gerðar á Austurlandi séu mjög ámóta og í Færeyjum. í niður- stöðum nýrrar skýrslu um þetta mál segir orðrétt, „Segja má að þær jarðfræðilegu aðstæður í Færeyjum sem lýst hefur verið hér að framan, séu svipaðar og sums staðar á Islandi, sérstak- lega í tertíeru bergi og þar af leiðandi eru mestar líkur á að finna sambærilegar aðstæður á Vestfjörðum, Norðurlandi vest- an Bárðardals og Austfjörð- um.“ Þar er því einnig haldið fram að bergmyndanir neðar- lega í fjöllum á Austurlandi séu jafnvel betri til gangagerðar en færeyskt berg. Lauslegar niðurstöður jarð- fræðinga um jarðgangastæðið milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar fóru langt fram úr björtustu vonum heimamanna. í skýrslum jarðfræðings vega- gerðarinnar segir „Munnar yrðu í 130 m í Reyðarfirði og 150 m í Fáskrúðsfirði. Gangastefna yrði mjög nálægt stikstefnu og lægju göngin því að mestu í sama lagi (eða 2-3 lögum), sem er allt að 40 m þykkt“. Mjög líklegt verður að teljast að göng- in lægju í einu berglagi í gegnum allt fjallið. Náttúrulegaraðstæð- ur virðast því vera einstaklega góðar. 2. Lengdarmeter í einbreið- um göngum með útskotum (mynd 2) í Færeyjum kostar til jafnaðar um 12 þús. danskar krónur. Engin ástæða er til að ætla að hann verði dýrari í okkar tilviki. Heildarkostnaður við göngin yrði samkvæmt því 60 millj. danskar krónureða innan við 200 millj. íslenskar. Færey- ingar nota enga galdra við gangagerð, heldur fjögurra arma Atlas Copco borvagn (mynd 3), sem borar sig áfram 10 - 15 m á dag með tveimur til þremur sprengingum. Grjótinu er ekið frá á vörubílum og efnið nýtist til uppbyggingar á vega- stæði að gangamunnunum. Á síðasta ári lét Vegagerðin gera mjög lauslega athugun á kostnaði við gerð Kollufjalls- ganga. Notaðar voru kostnaðar- tölur frá Oddsskarðsgöngum og bætt við 40% fyrir ófyrirséðu! Samkvæmt því ættu göngin að kosta 600 millj. Reiknað í arð- semismódeli Vegagerðarinnar myndu slík göng samt borga sig upp á um 40 árum miðað við 3% aukningu umferðar á ári. Oddsskarðsgöng liggja í 800 m hæð yfir sjó í ungu og smá- sprungnu bergi. Gerð þeirra var samfelld sorgarsaga. Pau eru því alls ónothæf til samanburðar á framkvæmdakostnaði. Merki- legt er samt að 600 milljón króna göng myndu borga sig upp á 40 árum miðað við mjög hægfara aukningu umferðar. Búðahreppur hefur nú fengið Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen til að gera kostnaðar- áætlun fyrir Kollufjallsgöngin. Hún er eina verkfræðistofa landsins sem hefur verulega reynslu af og þekkingu á jarð- gangagerð og hefur meðal ann- ars verkfræðilega umsjón með jarðgangagerð við Blöndu. Þar hafa nú verið boruð 900 m göng og verkinu miðar vel. Kostnað- aráætlunin tekur mið af því verki, en tekið er tillit til hag- stæðari skilyrða í Kollufjalli. Þó er bætt 20 prósentum við ein- ingaverð þar sem tilboð í jarð- göng Blönduvirkjunar er talið mjög hagstætt. Samkvæmt þeirri áætlun yrði verktaka- kostnaðurinn við 5.5 km göng, 5 m breið og 5 m há með út- skotum á 150 - 200 m millibili sem hér segir: Millj. kr. 1. Sprengingar .... 233.7 2. Sprautusteypa . . . 40.0 3. Aðrar styrkingar 10.0 4. Munnar ............. 10.0 5. Akbraut....... 10.0 Samtals 303.7 Hönnun er undanskilin, enda er hún kostnaðarlega mjög veigalítill þáttur í slíkri framkvæmd. Hvorki er reiknað með loftræstingu né lýsingu. Með hliðsjón af reynslu Fær- eyinga og berglögum í ganga- stæðinu tel ég mjög ótrúlegt að þörf sé fyrir steypuhúðun í Kollufjalli og því líklegt að 10 millj. til bergstyrkinga nægi. Sömuleiðis leyfi ég mér að óreyndu að reikna með jafn hagstæðu tilboði í Kollufjalls- göngin eins og í Blöndugöngin. í bjartsýnisspá tel ég því rétt að miða einingaverð beint við Blöndutilboðið. Samkvæmt því yrði heildarkostnaður um 220 millj. kr. eða sambærilegur því sem gerist í Færeyjum. Jarðgöngin um Kollufjall myndu stytta leiðina milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um 37 km. Við meðalaðstæður kostar uppbygging og klæðning þjóðvega um 4 millj. pr. km. Samkvæmt því ættu að sparast VOD-MJ- 334 84. 01. 0070.'OD MYND 4 Mynd 1. Valkostir til vegagerðar milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.