Austurland


Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 5

Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 16. MAÍ 1985. um 150 millj. króna í vegagerð við gerð ganganna, því þá er nóg að byggja upp veginn út fyrir sem sveitarveg. Hér er þó mjög varlega áætlað því vegarstæðið er víða mjög erfitt og möl í efsta slitlagið þarf alla að sækja í botn Fáskrúðsfjarðar. Með öllu er því óvíst að strandleiðin væri ódýrari í stofnkostnaði. 3. Nú liggur þjóðvegurinn um Austurland um Breiðdals- heiði, niður Skriðdal til Egils- staða. Breiðdalsheiði er að mestu lokuð á vetrum vegna snjóa og um 20 km eru þar á milli byggðra bóla. Hingað til hafa Austfírðingar því þurft að notast við strandleiðina á vetr- um (um Stöðvarfjörð, Fá- skrúðsfjörð og Reyðarfjörð), en hún er nú 50 km lengri. Með tilkomu Kollufjallsganga og fyrirhugaðrar brúar yfir Breið- dalsós yrði munurinn aðeins 5 - 10 km (mynd 5). Með gerð Kollufjallsganga mætti því allavega um sinn leggja til hliðar hugmyndir um varanlegan vetrarveg um Breið- dalsheiði, enda yrði það feyki- dýrt og óvíst fyrirtæki. Leiðin um Suðurfirði yrði í öllu falli fljótfarnari og öruggari. Þessa athugasemd hafa sumir Breiðdælingar tekið óstinnt upp og talið að sér vegið. Vitna ég þar í skrif nafna míns bónda á Gilsá, en hann hefur ítrekað skammað mig á prenti fyrir þessa ábendingu. Sú gagnrýni er á misskilningi byggð. Það yrði fljótlegra og langtum öruggara fyrir Breið- dælinga sem aðra að aka Suður- fjarðaleiðina frekar en heiðina. Breiðdælingar sem aðrir hefðu líka ótvíræðan hag af þessari beinu tengingu Suðurfjarða við Reyðarfjörð og Eskifjörð, óumdeilanlegan miðpunkt Austfjarða. 4. Milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar liggur háspennu- lína um Stuðlaheiði. Línan ligg- ur í bröttu landi allt að 870 m yfir sjávarmáli. Á vetrum er þar mikill snjóþungi og veður- hörkur. Eftir ca. 5 ár mun línan þurfa gagngerrar endurnýjunar við. Með tilkomu jarðganga um Kollufjall mætti leggja Stuðla- heiðarlínuna niður, en taka jarðstreng um göngin í staðinn. Sparnaður því samfara hefur ekki verið reiknaður út, en hann er ótvíræður. 5. Eitt af hlutverkum samfé- lagsins er að annast framkvæmd þeirra verkefna sem kosta minna en þær spara þegnunum. Annað er að skapa þegnunum betra félagslegt umhverfi. Með jarðgöngum milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar væri báðum þessum hlutverkum fullnægt. Samgöngur á Austur- landi yrðu mun ódýrari og ein- angrun Suðurfjarða frá miðbiki Austfjarða yrði rofin. Ástæða þess að ég kýs jarð- göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar er því annars vegar að þau væru bylting í samgöngum á Austurlandi, og hins vegar að ég tel þau ódýr- ustu leiðina til varanlegrar vegagerðar milli staðanna. Ég tel því rétt að stjórnvöld kanni þennan valkost til hlítar áður en hafist verður handa við var- anlega vegagerð strandleiðina. Um gífurlega hagsmuni er að ræða fyrir heimamenn og þvf óverjandi annað en að láta rök- in ráða. .....:Qfo Mynd 5. Pjóðbraut um Suðurfirði eða yfir Breiðdalsheiði? *M[ NESKAUPSTAÐUR Bæjarhreinsun - Hverfahreinsun Norðfirðingar! Tökum á í umhverfismálum — Gerum samstillt átak í hreinsun lóða og umhverfis Hverfahreinsun fer fram föstudaginn 17. maí og laugardaginn 18. maí Eins og venjulega verða afhentir sorppokar og munu eftirtaldir aðilar sjá um verkstjórn og útvegun poka fyrir hvert hverfi: Sæbakki Marbakki Gilsbakki Nesbakki Starmýri........... Valsmýri........... Gauksmýri.......... Hrafnsmýri ......... Mýrargata austan Neslækjar Mýrargata vestan Neslækjar Víðimýri ........... Sverristún.......... Þiljuvellir austan Stekkjarlækjar Þiljuvellir vestan Stekkjarlækjar Blómsturvellir austan Stekkjarl. Blómsturvellir vestan Stekkjarl. Miðstræti .... Melagata .... Breiðablik og Árblik Nesgata ..... Hlíðargata .... Miðgarður Ásgarður . . Hafnarbraut Urðarteigur Strandgata . María Haf steinsdóttir Þórður Kr. Jóhannsson Guðlaug Benediktsdóttir Guðmundur Ármannsson og Jónína Sigurðardóttir Sólveig S. Einarsdóttir Guðríður Guðbjartsdóttir Elísabet Karlsdóttir Sigrún Gísladóttir Ragnar Jónsson Þorgerður Malmquist Anna M. Jónsdóttir Már Sveinsson Sigríður Zoéga Kristín Lundberg Matthildur Sigursveinsd. Fanney Vilbergsdóttir Birkir Sveinsson Jón Lundberg Hilmar Símonarson Sigríður Guðjónsdóttir Viggó Sigfinnsson og Páll Jónsson Gestur Janus Ragnarsson Jóhann Jónsson Gísli Stefánsson Guðrún Jóhannsdóttir Hanna Frederiksen Bæjarverkstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.