Austurland


Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 16.05.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 16. maí 1985. FLUGLEIDIR Sf Gottfólk hjá traustu télagi M EIMSKIP * ÞINN HAGUR 01 ^§|gj}3 Sérstakur STRANDFLUTNINGAR OKKAR STYRKUR unglingaafsláttur @7119 S 4199 Sparisjóður Norðfjarðar Neskaupstaður: Nemendatónleikar Nemendatónleikar Tónskóla Neskaupstaöar lék undir stjórn Neskaupstaðar voru haldnir í Jóns Lundberg. Egilsbúð sl. laugardag og voru Skólastarfíð sl. vetur hefir ver- þeir vel sóttir og tókust vel. Um ið með hefðbundnum hætti, en 60 nemendur komu fram á tón- nemendur voru alls 90. Skóla- leikunum ýmist í einleik eða stjóri Tónskólans er Ágúst Árm- samleik og Skólahljómsveit ann Þorláksson, en aðrir kennar- Knattspyrnuvertíðin að byrja Nú um helgina hefst keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hér á Austurlandi. Alls eru 6 lið af Austurlandi í deildinni að þessu sinni og þrjú af Norðurlandi og mynda þessi 9 lið Norð-Austur- landsriðil 3. deildar. Sigurveg- arinn í riðlinum kemst upp i aðra deild en tvö neðstu liðin falla niður í 4. deild. Æfingar hjá liðunum eru löngu hafnar og öll hafa þau ráð- ið sér þjálfara. Liðin sem leika í fyrrnefndum riðli og þjálfarar þeirra eru: Leiknir - Einherji Tindastóll - Austri Magni - Huginn Það lið sem talið er á undan á heimaleik. Leikimir hefjast klukk- an 14 nema leikur Þróttar og Vals, hann verður í Neskaupstað klukk- an 20 á sunnudagskvöld. í næsta blaði AUSTUR- LANDS verður sagt frá 4. deild- inni hér fyrir austan og yngri flokkum. Blaðið hvetur alla að fjöl- menna á vellina og styðja við bakið á sínum mönnum. G.B. ar við skólann eru Guðjón Stein- þórsson, Hlöðver Smári Haralds- son og Jón Lundberg. Skólaslit Tónskólans fara fram í safnaðarheimilinu föstu- daginn 17. maí kl. 17 og innritun fyrir næsta skólaár fer svo fram í skólanum mánudaginn 20. maí og þriðjudaginn 21. maí. Það er nýbreytni, að innritun næsta skólaárs skuli fara fram að vorinu. Að sögn Ágústs Ármanns, skólastjóra er það miklu betra fyrir skipulagningu skólastarfs- ins, að innritun fari fram að vor- inu. Þá gefst lengri tími til að undirbúa starfið á markvissari hátt og leysa úr þeim vandamál- um, sem upp koma. Innritun hefur hingað til farið fram í byrj- un skólaárs að haustinu og hefir þá oft gefist stuttur tími til skipulagningar. Þó að innritun fari fram nú, þarf að staðfesta umsóknir um skólavist í haust í byrjun sept- ember og verður þá ráðrúm til nauðsynlegra breytinga, sem nemendur e. t. v. vilja gera á skólasókn og námsvali. B. S. Lið Tindastóll, Sauðárkróki Magni, Grenivík HSÞ, Mývatnssveit Einherji, Vopnafirði Huginn, Seyðisfirði Þróttur, Neskaupstað Austri, Eskifirði Valur, Reyðarfirði Leiknir, Fáskrúðsfirði Þjálfari Árni Stefánsson Þorsteinn Ólafsson Róbert Agnarsson Snorri Rútsson Einar Friðþjófsson Bjami Jóhannsson Vignir Baldursson Guðjón Ólafsson Óskarlngúnundarson Fyrstu leikirnir í riðlinum verða nk. sunnudag og þá leika saman: Þróttur - Valur Skíðafólk! Framkvæmd þeirri sem unnið hefur verið að í fjallinu er nú senn lokið og er aðeins eftir að raka til og slétta og síðan að sá í sárið. Það verkefni skuldbatt skíða- deildin sig til að framkvæma og er ætlunin að fara af stað nú á fimmtudaginn (uppstigningar- dag) og um næstu helgi. Er þetta nokkuð stórt svæði og krefst fjölda manna, en ef allir þeir foreldrar sem starfað hafa með okkur í vetur koma næstu daga ásamt börnum sín- um með hrífu og reku upp í fjall þá tekur slíkt verk ekki langan tíma, en myndi verða ánægjuleg minning úr skíðastarfinu þegar frá líður. Vonumst við hér með eftir sem flestum upp í fjall eftir kl. 9 að morgni næstu frídaga. Skíðaráð Þróttar. Framhaldsskólinn í Neskaupstað Kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi Skólaslit Skólaslit Framhaldsskólans í Neskaupstað verða í Egilsbúð (fundarsal) þriðjudaginn 21. maí kl. 1700 7. og 8. bekkingum verða afhentar einkunnir í skólanum miðvikudaginn 22. maí kl. 1000 Skólameistari Iðnsýning Austurlands Iþróttahúsinu Egilsstöðum Á sýningunni kynna um 70 fyrirtæki iðnað og þjónustu úr Austurlandskjördæmi Opnunartími: Laugardag 25. 5., sunnudag 26. 5. og mánudag 27. 5. kl. 1400 - 2200 Föstudag 31. 5. kl. 1700 - 2200 Laugard. 1. 6. og sunnud. 2. 6. kl. 1400 - 2200 Á sýningunni verða ýmis skemmtiatriði flutt af Austfirðingum Laugardag 1. 6. kl. 1400 verður opinn fundur um iðnaðarmál í fjórðungnum, þar munu ýmsir forsvarsmenn iðnaðarmála flytja framsöguerindi og svara fyrirspurnum Stjórnin NEISTAR Ratsjárstöðvum mótmælt Almennur fundur var hald- inn að Hótel Höfn, Horna- firði þann 3. maí síðastliðinn á vegum friðarhóps austur- skaftfellskra kvenna. Gestur fundarins var Sigurður Helga- son læknir og flutti hann þar mjög athyglisvert erindi um „Kjarnorku út frá læknis- færðilegu sjónamiði". Fleiri erindi voru flutt og einnig var upplestur og söngur. Eftirfarandi ályktun var samþykkt mótatkvæðalaust á fundinum: „Fundur haldinn þann 3. maí á vegum friðarhóps kvenna í A.-Skaft., skorar á ríkisstjórnina að hætta nú þegar við fyrirhugaðar fram- kvæmdir við radarstöðvar á Norðausturlandi og Vest- fjörðum og telur, að upp- setning þeirra þýði í raun aukin hernaðarumsvif hér á landi. Fundurinn telur að at- kvæðagreiðslan á Alþingi um þingsályktunartillögu Stein- gríms Sigfússonar og Kol- brúnar Jónsdóttur, sem fram fór 2. maí, endurspegli ekki vilja þjóðarinnar né heima- manna og varar við, að sú at- kvæðagreiðsla ráði ein úrslit- um í þessu máli.“ Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað verður haldinn í Egilsbúð laugardaginn 25. maí kl. 1400 Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins Stjórnin NESKAUPSTAÐUR Frá Tónskólanum í Neskaupstað Skólaslit verða föstudaginn 17. maí kl. 17 í s afnaðarheimilinu Innritun fyrir skólaárið 1985 -1986 fer fram í húsnæði Tónskólans mánudaginn 20. maí og þriðjudaginn 21. maí milli kl. 16 og 18 Eldri nemendur mæti mánudaginn 20. maí Nýir nemendur mæti þriðjudaginn 21. maí Skólastjóri Stofnfundur Ferðamálanefnd Neskaupstaðar boðar til stofnfundar FERÐAMÁLAFÉLAGS NESKAUPSTAÐAR OG NÁGRENNIS Fundurinn verður haldinn í Egilsbúð þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 2030 Allt áhugafólk um ferðamál velkomið á fundinn Ferðamálanefnd Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.