Austurland


Austurland - 23.05.1985, Síða 1

Austurland - 23.05.1985, Síða 1
Austurland Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 23. maí 1985. 21. tölublað. íþróttahúsið á Egilsstöðum Ljósm. M. M. Iðnsýning Austurlands ’85 Undirbúningur Iðnsýningar Austurlands ’85 sem haldin verður í íþróttahúsinu á Egils- stöðum dagana 25. maí - 3. júní, er í fullum gangi. Tíðinda- maður AUSTURLANDS leit inn í höllina í síðustu viku. Þar voru smiðir í óða önn að breyta íþróttasalnum í sýningarhöll. Búið var að leggja teppi á öll gólf og smíði sýningarbása var hafin. Undanfarna daga hefur svæð- ið utanhúss verið lagfært, en þar verður sýnt á um 500 m2 svæði. 70 fyrirtæki hafa tilkynnt þátt- Bergsteinn Gunnarsson Iðnfull- trúi. í tengslum við iðnsýninguna verður efnt til ráðstefnu um stöðu iðnaðar á Austurlandi. M. M. íþróttasal breytt í sýningarhöll. töku víðs vegar að úr fjórðungn- um, en auk þess verður Póstur og sími þarna með sérsýningu, sem ber nafnið „Símabúnaður ’85“. Sitthvað verður gert til að auðvelda fólki aðgang, verði að- göngumiða verður mjög í hóf stillt, þeir verða um leið happ- drættismiðar og ekki er að efa, að vinningar verða góðir. Flug- leiðir munu veita farmiðaafslátt til Egilsstaða meðan á sýning- unni stendur. Eins og áður hefur komið fram, munu alls konar skemmti- legar uppákomur verða þessa daga bæði fyrir unga og aldna. Ljósm. M. M. Austfar með allt að þrefalt lægri farmgjöld en Eimskip Félagsmerki Sindra Dómnefnd í samkeppni um félagsmerki Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Sindra hefur lokið störfum. Fjölmargar til- lögur bárust víða af Austurlandi og voru margar athygliverðar. Verðlaun hlutu þessi: 1. verðlaun. Kr. 10.000, Skarphéðinn Þráinsson, Tjarn- arbraut 21, Egilsstöðum. 2. verðlaun. Kr. 6.000, Hildur Svavarsdóttir, Blómsturvöllum 35, Neskaupstað. 3. verðlaun. Kr. 4.000, Birkir Sveinsson, Miðstræti 20, Nes- kaupstað. Frá Sindra. Fyrirtækið Austfar á Seyðis- firði er umboðsaðili fyrir Nor- röna þar, en auk þess er það með umboð fyrir skiparekstur, sem er íslenskt-færeyskt fyrir- tæki. Þessi fyrirtæki annast vöruflutninga á milli Austfjarða og Færeyja, en flutningarnir byrjuðu fyrir þremur árum og venjulega er um að ræða þrjár ferðir í mánuði. Aðallega ann- ast lítil færeysk kaupskip flutn- ingana, en á sumrin er flutnings- geta Norröna nýtt eftir föngum. Þessum flutningum er fyrst og fremst ætlað að þjóna Austur- landi og hafa stöðugt verið að aukast. Farmgjöld eru að jafn- aði lægri en annars staðar bjóð- ast auk þess sem flutt er beint á móttökuhafnir hér eystra. Tvö dæmi skulu hér nefnd um farmgjaldamismun: Fyrirtækið Fjarðarnet á Seyðisfirði hefur fengið flutt netaefni frá Noregi fyrir næstum þrisvar sinnum lægra verð heldur en kostað hefði að flytja það með skipum Eimskipafélagsins. Sama fyrir- tæki hefur einnig fengið víra flutta frá Hollandi um Ghent í Belgíu fyrir helmingi lægra farmgjald en býðst hjá Eimskip. Knattspyrna Um helgina fóru fram þrír leikir í Norð-Austurlandsriðli 3. deildar. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Leiknir - Einherji 3-0 Þróttur - Valur 1-2 Tindastóll - Austri 1-1 Heil umferð fer fram um helg- ina og þá leika saman Austri og Magni, HSÞ og Tindastóll, Huginn og Leiknir og Einherji og Þróttur. Allir leikirnir byrja klukkan 14 á laugardag. Nk. þriðjudag (28. maí) leika m. a. saman í þriðju deildinni Leiknir og Austri og Þróttur og Huginn, hefjast leikirnir klukkan 20. Keppni í 4. deild hefst 1. júní nk. 6 lið af Austurlandi taka þátt í íslandsmótinu, þau eru: Lið Þjálfarí Sindri Albert Eymundsson Hrafnkell Freysgoði Þorvaldur Hreinsson Egill Rauði Neisti ÞorbjörnBjörnsson Súlan Ársæll Hafsteinsson Höttur JónÞórBrandsson G. B. Þessi mismunur er skuggalega mikill og ætti að sýna mönnum að huga vel að áttum í farm- gjaldamálum, en á undanförn- um misserum hefur komið í ljós að þar er víða maðkur í mys- unni. Hagkvæmari flutningsgjöld eiga fljótlega að skila sér í lægra vöruverði og kannski er þarna að finna skýringuna á því hvers vegna brauð er ódýrara á Aust- urlandi en annars staðar á land- inu, en verðlagskönnun upplýsti okkur um þá staðreynd fyrir skömmu. J. J. / S. G. Neskaupstaður: Fjölsótt sýning í Nesskóla Sunnudaginn 12. maí var haldin sýning á skólavinnu nem- enda í Nesskóla í Neskaupstað og jafnframt var ýmislegt annað til skemmtunar einnig. Skólavinnusýningin var afar margbreytileg, þar var handa- vinna nemenda, vinnubækur, þemaefni, teikningar og föndur- vinna o. m. fl. En það voru ekki bara þögul- ar sýningar, sem gestir gátu virt fyrir sér í Nesskóla, þarna gaf að líta lifandi skólastarf. Vide- ódagskrá úr skólalífinu var í gangi, flutt var efni af hljóm- böndum, unnið af nemendum og gestir gátu gripið í tölvuleiki og ýmiss konar leikspil. Þá var opið „verkstæði", þar sem gestir gátu málað myndir og var það óspart notað af yngsta fólkinu og reyndar nokk- uð stóru líka. Skólahljómsveit Neskaup- staðar lék í anddyri skólans und- ir stjórn Jóns Lundberg. Uppi þar sem áður var svo- kölluð „Bláa stofa“ voru nem- endur með veitingasölu og yngri nemendur með merkjasölu í stofu niðri. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda. Skólinn var smekklega skreytt- ur og fána- og merkjaskreytingar utan dyra, sem nutu sín vel í glampandi sólskini sunnudagsins. Mikil vinna liggur að baki öllu þessu og eiga nemendur og kennarar Nesskóla þakkir skild- ar fyrir þennan skemmtilega dag. B. S. »Eigi skal höggva« Skógræktarmenn og garðeig- endur hafa haft miklar áhyggjur af þeim usla, sem grenimaurinn eða lúsin hefir valdið á barrtrjám, svo að þau standa með brúnum nálum eða barr- laus og virðast lífvana. Margir hafa hallast að því, að trén væru dauðvona og ekki þýddi annað en fella þau. Nú er það álit sérfróðra manna, sem ástæða er til að vekja athygli á, að trén þurfi alls ekki að vera dauð, þó að nær allt barr þeirra sé fallið eða brúnt og sviðið. Þeir telja, að trén muni ná sér aftur á nokkrum árum, ef þau verða ekki fyrir frekari áföllum. Það er því ástæða til að benda garðeigendum á að höggva ekki tré sín, þó að þau sýnist lífvana, nema að vel athuguðu máli. Þau bera trúlega sitt barr á ný. B. S. Frá blaðinu Vegna mikils vinnuálags í prentsmiðjunni kemur næsta blað út á föstudegi, þ. e. 31. maí. Það verður jafnframt síðasta blað fyrir sumarfrí og skal aug- lýsendum bent á það sérstak- lega. Ritnefnd.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.