Austurland


Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 23. MAÍ 1985. Ausrturland- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnofnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarsón, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. RlUrtjóri: Birgir Stefansson (ábm.) «7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Rltattóra, afgralðala, auglýaingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Tilgangsleysi trúðleikanna Oft hefir þess gætt að undanförnu og það í síauknum mæli, að virðing manna fyrir Alþingi og störfum þess fer dvínandi. Menn líta ekki lengur á það sem vettvang, er veiti verðuga fyrirmynd í grunduðum vinnubrögðum, lýðræðislegum starfs- háttum og agaðri vinnusemi. Ef menn hafa ekki tekið undir þessa neikvæðu gagnrýni, hafa menn gjarnan verið nefndir kerfiskarlar, sagðir samdauna kerf- inu eða eitthvað álíka. Frá þeirri skoðun skal ekki hvikað hér, að viðgangi lýðræðis og þingræðis er það brýn nauðsyn, að Alþingi njóti almenns trausts meðal þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki hafið yfir gagnrýni og skynsamlegt aðhald er því nauðsynlegt. Alþingi á að endurspegla það ástand, sem ríkir í þjóðfélaginu á hverjum tíma, á að fást við að bæta það, sem miður fer og leggja línur til betri framtíðar. Þetta tekst auðvitað ekki nema skilvirkur meirihluti sér fyrir hendi á Alþingi og einstaklingarnir, sem á Alþingi sitja og ráða ferðinni, séu vanda sínum vaxnir á öllum sviðum þingstarfanna. Því miður verður það að viðurkennast, að mikið af þeirri gagnrýni, sem Alþingi verður nú fyrir, er í mörgum greinum á rökum reist. Á þjóðinni og Alþingi brenna nú mörg mál, sem bíða skjótra og skilvirkra úrlausna. Má þar nefna húsnæðismálin og sérstakan vanda húsbyggjenda og -kaupenda síðustu ára, sjávarútveginn og vanda hans, landbúnaðarmálin, efnahagsmál almennt, kjara- mál og vaxtamál. Allt eru þetta málefni, sem skipta landsmenn í heild miklu, öll ráðast þau af opinberri íhlutun og í þeim öllum ber Alþingi að marka stefnuna. Alþingi stendur að líkindum lengur fram eftir þessu vori en dæmi eru um áður og skyldu menn því ætla, að það væri að fást við einhver af framangreindum stórmálum eða önnur ámóta. En hver er raunin? Svarið er stutt og einfalt - engar líkur eru á, að nokkurt af þessum mikilvægu málum fái af- greiðslu á þessu þingi. Einstakir ráðherrar og aðrir ráðamenn stjórnarflokkanna hafa marglofað afgreiðslu og úrbótum í einstökum málum fyrir þing- lok svo sem í húsnæðismálunum, en allt slíkt virðist nú eiga að svíkja ýmist vegna almenns úrræðaleysis stjóraarUðsins, sund- urlyndis í stjórnarflokkunum eða stjórnleysis á Alþingi. Á meðan stórmáhn, undirstöðumálin, brenna á þjóinni og komast í æ harðari hnút, dunda alþingismenn sér við það að þrefa um allt önnur og fjölmiðlafíknari mál svo sem bjórmál og útvarpslagamál og enn munu mörg mál ókomin fram, sem þó er ætlast til, að þingið afgreiði fyrir þinglok. Auðvitað ber ríkisstjórnin ábyrgð á þessu vinnulagi öllu, sem einmitt stuðlar að dvínandi áliti almennings á Alþingi og störfum þess, en stjórnarandstaðan virðist heldur ekki vera nægilega skelegg og samstillt til að knýja á um afgreiðslu hinna mikilvæg- ustu mála. B. S. Alfreð Guðnason, Eskifirði 70 ára Alfreð Guönason er fæddur á Eskifirði 20. maí 1915. Allan aldur sinn hefur hann átt þar heima og þar hefur hann í rösk 50 ár verið í fararbroddi fyrir eskfirsku verkafólki. 19 ára gamall hóf hann störf fyrir verkamannafélagið Árvak- ur og enn situr Alfreð í trúnað- armannaráði félagsins. Hann hefur allra manna lengst gegnt formennsku í félaginu eða í 19 ár. Fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum fyrir félagið hefur hann sinnt á þessu 50 ára tíma- bili um lengri eða skemmri tíma. Fyrstur allra var hann kos- inn heiðursfélagi Árvakurs 1976. Alfreð hefur verið fulltrúi Árvakurs á þingum ASÍ oftar en aðrir. í miðstjórn ASÍ hefur hann setið einn Austfirðinga, en þar sat hann tvö kjörtímabil. Þá var hann forseti Alþýðu- sambands Austurlands eitt kjörtímabil. Eins og vænta má með félagshyggjumann á borð við Alfreð þá lét hann sveitar- stjórnarmál mjög til sín taka og hefur átt sæti í sveitarstjórn á Eskifirði um árabil. Hann var í hóþi þeirra Eskfirðinga, sem harðast börðust fyrir endurreisn atvinnulífs á Eskfifirði eftir áföll heimskreppunnar á fjórða ára- tug aldarinnar, og lagði með því undirstöður að því atvinnu- lífi, sem í dag er kjölfesta byggðar á staðnum. Það er síð- an lýsandi fyrir þróun mannlífs á íslandi, að það atvinnulíf, sem félagshyggjumenn á Eskifirði byggðu upp af ódrepandi bjart- sýni og baráttuhug, skuli í dag allt vera á hendi einkaaðila, þeir njóta sjaldnast eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Alfreð Guðnason er hug- sjónamaður, einn þeirra sem í gegnum árin hefur aldrei misst sjónar á því markmiði, að öllum m'önnm skuli tryggður sami rétt- ur til gagna og gæða landsins. Hann er sósíalisti og hefur verið frá fyrstu tíð og hefur ætíð verið trúr þeirri köllun, sem frum- herjar verkalýðsbaráttu og sós- íalisma settu sér í öndverðu. Kynni okkar Alfreðs hófust fljótlega eftir að ég flutti á Eski- Alfreð Guðnason. fjörð 1974, og síðan höfum við starfað saman á vettvangi verka- mannafélagsins og innan Al- þýðubandalagsins, á meðan ég var húskarl á þeim bæ. Ég tel mér mikinn ávinning að hafa notið leiðsagnar Alfreðs og vits- muna, fáir hafa verið mér heil- ráðari. Fyrir þessi samskipti og allt okkar samstarf flyt ég Al- freð þakkir. Þrátt fyrir umfangsmikil fé- lagsmálastörf þá hefur Alfreð ávallt unnið fullan vinnudag, um 40 ára skeið var hann starf- andi sem vélstjóri bæði til sjós .Ljósm, Vilberg. Guðnason. og lands, en nú hin seinni ár hef- ur hann verið starfsmaður Pöntunarfélags Eskfirðinga og þar starfar hann enn. Þess má geta, að í stjórn þess fyrirtækis hefur hann verið um árabil. Það hefur verið mikið lán eskfirsku verkafólki að eiga Alfreð að sem talsmann og „oddvita", fyr- ir það flyt ég honum þakkir og árnaðaróskir. Við Sigríður sendum þér hug- heilar árnaðaróskir á afmælinu með þökk fyrir samstarf á liðn- um árum. HrafnkellA. Jónsson, Eskifirði. Kirkja Hátíðarmessa í Norðfjarðar- kirkju á hvítasunnudag, kl. 10. f. h. Sóknarprestur. Sumarblómin eru komin Verslun Kr. Lundberg Neskaupstað S 7179 NESKAUPSTAÐUR Malbik Þeim húseigendum sem hafa í hyggju að láta malbika heimkeyrslur eða annað við hús sín í sumar er vinsamlegast bent á að leggja pantanir inn á bæjarskrifstofuna sem allra fyrst Bæjarstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.