Austurland


Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 23. MAÍ 1985. Jónas segir hér ungri stúlku hvernig betur megi fara og öðruvísi gera. Ljósm. M. M. Píanónámskeið Tónskóli Fljótsdalshéraðs stóð fyrir píanónámskeiði á Eg- ilsstöðum dagana 4. og 5. maí sl. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Jónas Ingimundarson pí- anóleikari, en auk þess að leiðbeina lék hann einleik fyrir þátttakendur og aðra gesti í lok fyrri dagsins. Áður þáðu við- staddir veitingar í tónskólanum. Þátttakendur voru nemendur og kennarar frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Seyðis- firði, Eiðum, auk kennara og nemenda frá Egilsstöðum. Það var samdóma álit þeirra sem þátt tóku að námskeiðið hafi farið vel fram. Það hefur mikla þýðingu að fá leiðbein- anda hingað í fjórðunginn í stað þess að þurfa ætíð að sækja slíkt til Reykjavíkur. Nemendur voru á flestum stigum, fengu þarna reynslu sem kemur þeim að góðum notum síðar. Þá er ekki þýðingar- minnst, að þarna skapaðist tækifæri fyrir nemendur og kennara úr hinum ýmsu skólum hér austanlands að hittast og kynnast. Mikill áhugi er fyrir að halda slík námskeið, helst árlega í framtíðinni. M. M. Kennarar úr hinum ýmsu tónlistarskólum á Austurlandi hlýða á Jónas segja nemendum til. Ljósm. M. M. Hjörleifur Guttormsson: Upplausn í skólamálum Nýliðinn vetur hefur verið afar erfiður fyrir skólastarf í landinu. Það á bæði við um grunnskóla og framhaldsskóla, kennara á þessum skólastigum, nemendur og aðstandendur þeirra. Ástæðan er sú launa- stefna, sem ríkisstjórnin hefur rekið gagnvart kennurum og dæmalaust óbilgjöm afstaða varðandi réttindamál þeirra. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer með menntamál og fjármál í ríkisstjórninni sem ber öðmm fremur ábyrgð á því ástandi, sem skapast hefur, en hlutur forsætisráðherra og Framsóknarflokksins er heldur ekki fagur. Lítum á nokkrar staðreyndir frá því skólaári, sem nú er að ljúka: í október og nóvember sl. lamaðist starf grunnskóla í margar vikur vegna kjaradeilu BSRB og ríkisins. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra lýsti því yfir við upphaf þeirrar deilu, að kennar- ar væru ónytjungar og skiluðu ekki hálfu starfi miðað við aðrar starfsstéttir. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra þóttist í byrjun vilja allt fyrir kennara gera. Hún lofaði skjótu endur- mati á störfum kennara og lög- verndun á starfsheiti þeirra. Hvort tveggja átti að færa kenn- umm miklar hagsbætur. Starfs- matið kom frá nefnd, en var að engu haft af ríkisstjórn og kjara- Vopnafjörður: Ný vernd Sunnudaginn 12. maí 1985 var stofnuð Vopnafjarðardeild í félaginu Ný vernd, en fmm- kvöðull þeirrar hreyfingar er Jónas Pétursson, fyrrv. alþingis- maður. Markmið þessara samtaka er að stuðla að jafnrétti mili lands- hluta, verja rétt hinna dreifðu byggða, efla íslenskt þjóðlíf og vinna að verndun gróðurríkis landsins og lífríkis hafsins. Á stofnfundi höfðu 40 manns skráð sig í félagið, en félaga- skráning stendur yfir enn. Stjórn deildarinnar á Vopna- firði skipa: Guðjón Jósefsson, Kristján Magnússon og Gunnar Pálsson. Þeir sem vilja afla sér frekari vitneskju um félagið geta haft samband við einhvem fyrrnefndra stjórnarmanna. Fréttatilkynning. dómi. Loforðið um lögvemdun starfsréttinda hefur verið svikið af menntamálaráðherra á blygð- unarlausan hátt. í marsbyrjun lögðu á fimmta hundrað framhaldsskólakenn- arar niður störf til að knýja á um leiðréttingu og margir skólar vom óstarfhæfir um mánaðar- skeið. Ríkisstjómin hét Hinu ís- lenska kennarafélagi vemlegum úrbójum og forsætisráðherrann afhenti fulltrúum kennara há- tíðlegar bókanir frá ríkisstjórn- inni. Út á þau loforð snem kennarar aftur til starfa. Allt hefur þetta verið svikið. í stað þess að semja við kenn- arasamtökin vísaði ríkisstjómin málinu einhliða til kjaradóms og fjármálaráðherra setti þar fram ítrustu kröfur gegn leiðréttingu á launakjömm kennara. Þegar dómurinn lá fyrir fengu kennar- ar innan við 3.000 kr. hækkun á byrjunarlaunum. Það var öll uppskeran eftir margítrekuð loforð stjórnvalda og margra vikna stöðvun á skólahaldi. Svo bitur og alvarleg sem þessi reynsla er fyrir kennara- stéttina eru afleiðingarnar fyrir allt fræðslustarf í landinu ófyrir- sjáanlegar. Ljóst er að margir kennarar hafa þegar sagt starfi sínu lausu og leita í önnur og betur launuð störf. Hætt er við Hjörleifur Guttormsson. því, að þeir sem þrauka áfram í skólunum gangi ekki glaðbeitt- ir til starfa og leiti í vaxandi mæli í aukavinnu utan skólanna. Sérstaklega er hætt við að þessi þróun bitni á skólastarfi á landsbyggðinni, þar sem aðbún- aður var lakari fyrir á mörgum sviðum. Á tveggja ára afmæli ríkis- stjómar Steingríms Hermanns- sonar blasir þannig við upp- lausnarástand í menntamálum í landinu. Það er uppskeran af störfum fyrsta menntamálaráð- herrans úr röðum Sjálfstæðis- flokksins í þrjá áratugi. Norröna kemur Ferjuskipið Norröna kemur í fyrsta sinn til Seyðisfjarðar á þessu sumri þann 6. júní. í sum- ar verða famar 15 ferðir og verður áætlunarleiðin sú sama og sl. ár. Ferðabókanir eru um 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Nú er unnið að breytingum á skipinu og m. a. mun svefnpláss- um fjölga um 180 og verða þá alls um 250. Breytingarnar þýða að sjálfsögðu að hægt verður að 6. júní láta farþegum líða miklu betur í ferðunum en áður. Þessar ferðir hófust vorið 1975 með gamla Smyrli og flutti hann fyrsta sumarið 1400 farþega. í sumar standa vonir til að farþegar með Norröna verði 14000. Þetta bendir ótvírætt til þess að þama hafi skapast þáttur í samgöngu- málum okkar, sem áður vantaði, enda hefur hann styrkst með hverju ári og slitnar varla úr þessu. J. J. / S. G. NESKAUPSTAÐUR Takið eftir! Fram að mánaðamótum er bæjarbúum heimilt að taka gróðurmold í garða sína úr moldarhaugum innan við kirkjugarðinn Að þeim tíma liðnum verða haugarnir fjarlægðir Bæjarstjórl

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.