Austurland


Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR, 23. MAÍ 1985. Yor- og Harðarmót á skíðum 1985 Vormót og Harðarmót Þrótt- ar voru haldin í Oddsskarði 4. - 5. maí sl. Er þá lokið anna- sömu vetrarstarfi skíðaiðkenda og því ekki úr vegi að rekja í stórum dráttum, hvernig starfið hefur gengið fyrir sig í vetur. Snjóleysi í byggð olli verulegri röskun á fyrirhuguðu starfi skíðadeildarinnar og var ekki stigið á skíði fyrr en í janúarlok, en þá var haldin firmakeppni sem er nokkuð stór þáttur í fjár- öflun félagsins. Oddsskarðsmót var síðan haldið í febrúar og sóttu það um 120 keppendur úr fjórðungnum. Á Seyðisfjörð fór 60 manna hópur barna og fullorðinna á Austurlandsmót í Alpagreinum og var sú ferð hin ánægjuleg- asta. Úrslit þessara móta sýndu okkur, hve vel sú tilsögn og þjálfun sem í boði hefur verið og ekki hvað síst öll sú mikla og góða ástundun sem krakkarnir hafa sýnt, hefur skilað sér. Þá má ekki hjá líða að minn- ast á Andrésar andar leikana, sem haldnir voru á Akureyri 24. - 28. apríl. Að þessu sinni fóru 28 böra til leikanna ásamt hópi foreldra og hafa ekki farið fleirí keppendur áður til þessara leika frá Neskaupstað. Sá árangur, sem börnin náðu á þessu móti var mjög góður og komu þau heim með 8 verðlaun, þaraf tvenn gullverðlaun og höfum við aldrei komið heim með fleiri verðlaunagripi af landsmóti. Þessi árangur og eins sú stað- reynd að tímamunur á þeim börnum sem við áttum í öðrum sætum allt upp í 10. - 12. sæti og þeim sem verðlaunasæti hlutu, var mjög lítill og vakti þetta mikla athygli margra þeirra, sem að skíðamálum starfa víða um land og má segja, að þetta hafi fært okkur heim sanninn um það, að við Aust- firðingar þurfum ekki að vera eftírbátar þeirra Vestfirðinga og Norðlendinga hvað skíðagetu varðar ef kennslu og þjálfun verður fram haldið. Á liðnum vetri sóttu ungl- ingaflokkar Þróttar punktamót á Akureyri, Siglufiröi, ísafirði og Unglingameistaramót ís- lands í Reykjavík og var árang- ur þeirra mjög góður. Þá má geta þess, að Birki Sveinssyni var boðið að stunda æfingar í vikutíma með unglingalandslið- inu og hefur slíkt ekki gerst áður í skíðamálum Norðfirðinga. Á liðnum vetri sótti skíða- deild Þróttar um að halda punktamót í unglingaflokki á næsta vetri í þeirri von, að að- stæður til slíks mótahalds yrðu til staðar og er enginn vafi á því, að slíkt yrði ekki lítill ávinning- Hluti æfingahóps skíðadeildar Þróttar. Ljósm. Ingþór Sveinsson. &:« ur fyrir bæjarfélagið, hvað varð- ar auglýsingu skíðasvæðisins út á viðx hótelhald og margt fleira mætti telja. Að lokum þökkum við þeim, er starfað hafa með okkur í vet- ur og vonumst eftir öflugu sam- starfi á næsta vetri. J?á birtum við hér einnig úrslit úr Vormótinu og Harðarmót- inu. Skíðaráð Próttar. Stórsvig 1. Freyja Dögg Frímannsdóttir 2. Sylvía Ómarsdóttir Drtipr 7 án tg yigri 1. Daði Benediktsson 2. Sveinn S. Frímannsson StáHnr8-9in 1. Sigrún Haraldsdóttir 2. Hjálmdís Tómasdóttir 3. Jóhanna K. Malmquist 59.50 101.80 53.20 104.27 Stúlkur 10 -11 ára 1. Vilborg E. Jónsdóttir 2. Þorbjörg Jónsdóttir 3. Vilhelmína S. Smáradóttir Drengir 10 -11 ára 1. Karl R. Róbertsson 2. Ari Benediktsson 3. Hans Jóhannsson Stnlknr 12 -13 ára 1. Jóna L. Sævarsdóttir 2. Anna Ó Sveinbjörnsdóttir 3. Linda B. Ómarsdóttir Drengir 12 -13 ára 1. Jóhann f. Þórðarson 2. Einar A. Jónsson 3. Guðmundur H. Þórsson 95.84 96.05 %.86 80.78 83.82 87.58 80.83 86.23 91.12 82.19 91.37 92.47 58.45 Svig: 58.71 Stúlkur 7 ára og yngri 59.86 1. Freyja D. Frímannsdóttir 2. Sylvía Ómarsdóttir 56.93 Drengir 7 ára og yngri 63.58 1. Daði Benediktsson 63.65 2. Sveinn S. Frímannsson 47.23 71.24 40.31 61.31 Verðlaunaafhending við nýja skíðaskálann við Óddsskarð. Ljósm. I. S. Ingþór Sveinsson, þjálfari Þróttar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.