Austurland


Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 8

Austurland - 23.05.1985, Blaðsíða 8
Austurland Neskaupstað, 23. maí 1985. FLUGLEIDIR Gott tótk hjá traustu félagi M. SUMARÁÆTLUN GENGIN í GILDI S 7119 EIMSKIP STR^D^^NGAR SPARISJÓÐUR N ORÐF JARÐAR SPARISJÓÐUR HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjarðar w Hluti Björgunarsveitarinnar Gróar, fremst nokkrir úr unglingadeild. Björgunarsveitin Gró fær lóran NEISTAR Hinn giftudrjúgi björgunar- leiðangur þriggja félaga úr Björgunarsveitinni Gró á Egils- stöðum og Sveins Sigurbjarnar- sonar á Eskifirði inn á Vatna- jökul í lok mars vakti mikla at- hygli og verðugt lof. Nú hefir það gerst, kannski m. a. vegna þessa björgunarleiðangurs, að Björgunarsveitin Gró hefir fengið lórantæki að gjöf. Það er fyrirtækið Radíómið- un, Grandagarði, Reykjavík, sem gaf Björgunarsveitinni Gró lórantæki af fullkomnustu og bestu gerð til nota í snjóbíl sveitarinnar. Verðmæti þessa tækis er 40 - 50 þús. kr. Bæjarbúum þakkað Þakka ber það sem vel er gert og þakklæti er með þessum fáu línum komið á framfæri við bæjarbúa fyrir fraVnlag þeirra til snyrtingar og fegrunar á bænum um síðustu helgi. Bærinn okkar hefur breytt um svip og er nú sem óðast að kom- ast í sumarskrúðann og þeim skrúða tilheyrir auðvitað hreint og snyrtilegt umhverfi. Þessi hreinsunarherferð sýndi okkur enn einu sinni hverju samtakamáttur fjöldans fær áorkað á skömmum tíma. Ungir jafnt sem aldnir skriðu um læki, gil og opin svæði auk heimalóð- ar og fjarlægðu allt rusl. Að lokum stutt hvatning til þeirra, sem ekki gátu verið með í átakinu um síðustu helgi að láta nú ekki sitt eftir liggja. Þau hvatningarorð þurfa líka að ná til fyrirtækjanna svo að verkinu verði að fullu lokið. Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri. Eigendur Radíómiðunar, en einn þeirra er Baldur Bjarna- son, sem lengi var endurvarps- stöðvarstjóri á Eiðum, afhentu tækið við athöfn, sem fram fór í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. Baldur Pálsson og Sigurjón Hannesson tóku við tækinu fyrir hönd Björgunar- sveitarinnar Gróar. Vonast er til, að tæki þetta eigi eftir að koma að góðum not- um í fjallaferðum í framtíðinni. Til þess að svo megi verða þurfa þó að vera til lórankort af helstu leiðum og verður þess vonandi ekki langt að bíða, en eins og Föstudaginn 10. maí sl. var stofnað ferðamálafélag á Seyð- isfirði. Nefnd á vegum Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi hefur undanfar- ið starfað að þessum málum í fjórðungnum og er formaður hennar Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri mætti á fundinn, en stofn- endur félagsins voru tuttugu. Kosin var bráðabirgðastjórn, en er, eru lórankort aðeins til af miðum. Björgunarsveitin Gró vill koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa góðu gjöf svo og til allra, sem veitt hafa sveitinni stuðning, heimamanna og annarra. Þess má geta hér, að Björgun- arsveitin Gró heitir eftir land- námskonunni Gró, sem bjó á Eyvindará. Hún átti hest einn góðan, sem Krákur hét og var jafnan nefndur Inni-Krákur. Snjóbíll björgunarsveitarinnar, sem nú verður búinn lórantæki, hefir einnig hlotið nafnið Inni- Krákur. K. Á. I B. S. aðalfundur mun verða haldinn í haust. Undanfarin ár hefur venjan verið sú að örstuttu eftir brott- för ferjuskipsins Norröna hafa langflestir farþegar verið farnir sína leið. Stofnun ferðamálafé- lags er vonandi hreyfing í þá átt að auka þjónustuna og bjóða fólki sitthvað sem lengja myndi dvöl þess á staðnum og færa þeim tekjur sem að ynnu. J. J. / 5. G. Það þarf neista til að kveikja eld, það þarf neistaregn til að kveikja bál, sem brennir burt allt það misrétti, sem konur eru beittar. Hvenær kemur að því, að við konur missum þolin- mæðina og látum okkur ekki lengur nægja neista hér og neista þar, sem í besta falli svfð- ur af verstu agnúa kvennakúg- unarinnar? Já, ég sagði kvenna- kúgun, þó að ég viti að orðið, ásamt'með orðum eins og karl- remba og karlaveldi, fari fyrir hjartað á kurteisum körlum og orðvörum konum, og mér hafi verið sagt, að þessi orð skaði kvennabaráttuna. En mælirinn er svo löngu fullur og skekinn, að það er ómannlegt að ætlast til að konur heyi sína baráttu eft- ir einhverjum hirðsiðareglum, sem hvergi eru notaðar og aldrei hafa verið notaðar í rökræðum við konur um rétt þeirra. Við stöndum á þeim tíma- mótum nú, að opinberlegahafa konur verið viðurkenndar sem Laugardaginn 11. maí var veglegur mannfagnaður í Vala- skjálf, sem hófst með kokkteil- boði kl. 18. Húsið bauð þangað allmörgum gestum, m. a. odd- vitum allra hreppa á Héraði, þeim sem unnið hafa að endur- bótum á Valaskjálf, blaða- mönnum o. fl. Sigurður Grétarsson, for- maður framkvæmdanefndar Valaskjálfar lýsti þeim fram- kvæmdum, sem átt hafa sér stað og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Þakkaði hann sérstak- lega Egilsstaðahreppi fyrir þátt hans í framkvæmdunum, en hreppurinn ábyrgðist lán í Bún- aðarbankanum. Finnur Bjarnason, hótelstjóri flutti ávarp og sýndi gestum húsið. Framkvæmdum er nú að mestu lokið, en verið er að mála hótelherbergin, sem við bætast, en þau eru átta. Búið er að inn- rétta bar í húsinu. Sótt hefir ver- ið um leyfi til vínveitinga, en það er ekki enn fengið. Vonast er þó til, að það fáist innan tíðar, því að á því er m. a. talið velta, hvernig til tekst um fjár- hagsafkomuna. Hönnuður breytinganna í Valaskjálf er Björn Kristleifs- son, arkitekt á Egilsstöðum. Gestum var síðan boðið í mat og einnig var þá opið fyrir al- jafningjar karla. Og af hverju sættum við okkur ekki við þann áfanga? Af því að áfanginn er ekki nema eins og hænufet á langri göngu. Viðurkennd skoðun er annað en viðtekin skoðun. Viðurkennd skoðun er lítils virði, ef ekki fylgja fram- kvæmdir í verki Það breytir ekki hag kvenna, þó að allir viðurkenni, að lægst launuðu störf þjóðfélagsins séu svo- kölluð kvennastörf. Það er heldur engin bót að því, þó að allir viðurkenni, að laun þeirra stétta, sem konur sækja nú sí- fellt meira inn í, lækki í réttu hlutfalli við fjölda kvenna í stéttinni, samanber kennara- stéttina. Nei, ranglætið verður ekki léttbærara, þó að það sé viðurkennt opinberlega. Við verðum að krefjast rétt- lætis, jafnréttislauna í framkvæmd. Jafnrétti í orði en ekki á borði, er ekkert réttlæti. Getum við látið þetta við- gangast lengur? Á. Þ. menning og varð yfirfullt af mat- argestum. Ámi ísleifsson lék á píanó, meðan borðhald stóð. Ýmis skemmtiatriði voru um kvöldið. Tískusýningar voru á fatnaði á vegum verslunarinnar Grímu á Egilsstöðum og á skóm og leðurvörum á vegum verslun- arinnar Kmmmafótar á Egils- stöðum. Unglingar á Egils- stöðum sýndu. Einnig var sýnd- ur jassballett og indversk-pak- istönsk dansmær kom fram. Dansleikur stóð svo til kl. 2 við undirleik hljómsveitar Árna ís- leifssonar. Húsfyllir var og vom matar- gestir m. a. frá Reyðarfirði, Eski- firði og Borgarfirði. Samkoman fór hið besta fram. Standa vonir til, að slíkar samkomur verði oft- ar og verði sóttar af fólki víðs vegar af Austurlandi. Fyrir dyrum standa nú miklir mannfundir í Valaskjálf, þar sem á næstu vikum verða haldin fjölmenn þing JC, Lions, SVFÍ og ársfundur Brunabótafélags íslands. Munu um 100 manns starfa við þessi þing beint og óbeint. Valaskjálf er nú sem nýtt og óþekkjanlegt hús og hafa sumir haft við orð, að það sé farið að minna á Sjallann og mætti því sem best kalla húsið Vallann. K. Á. I B. S. Frá afhendingu lóransins, f. v.: Sigurjón Hannesson, varaformaður Gróar, Baldur Pálsson, formaður Gróar, Kristján Gíslason frá Radíómiðun sf. og Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ. Ljósm. Jón Ingi. Ferðamálafélag Seyðisfjarðar stofnað Veglegt hóf í Valaskjálf

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.