Austurland


Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 31. maí 1985. 22. tölublað. Iðnsýning Austurlands '85 Iðnsýning Austurlands '85 var sett að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum sl. laugardag kl. 14. Á undan lék skólalúðrasveitin á Egils- stöðum nokkur lög, þá flutti Bergsteinn Gunnarsson, iðn- ráðgjafi, framkvæmdastjóri sýningarinnar, ávarp. Að því loknu flutti íðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson ræðu og sagði Iðnsýningu Austurlands '85 setta. Eins og komið hefur fram er það Iðnþróunarfélag Austur- lands sem að sýningunni stendur. Um 70 fyrirtæki vítt og breytt úr fjórðungnum eru þátt- takendur. Mikið fjölmenni hef- ur heimsótt Egilsstaði og sýn- ingarsvæðið það sem af er eða um 2.500 manns þrátt fyrir held- ur kalsafengið veður þessa fyrstu daga, enda ótrúlega margt að sjá. Sýningin var opin til kl. 22 á annan hvítasunnudag. Hún verður síðan opnuð aftur í dag föstudaginn 31. maí, kl. 17. Iðnsýningunni lýkur svo sunnudaginn 2. júní kl. 20. M. M. Iðnaðarráðherra setur sýninguna. Ljósm. Jón Ingi. Yinabæjarheimsókn í júlíbyrjun nk. munu vinir okkar úr Sandavogs íþróttafélagi sækja okkur heim, en sem öllum þorra bæjarbúa er kunnugt um hittast þessir vinabæir á tveggja ára fresti Þessi samskipti hafa staðið síðan 1968 og eru vinatengslin sem á þeim tíma hafa myndast orðin æði mörg. Væntanlegur er 45 manna hópur með Norröna 4. júlí. Áformað er að SÍF leiki við Seyðfirðinga þann sama dag og gisti þar jafnvel fyrstu nóttina. Hingað munu þeir þá vænt- anlega koma síðdegis á föstudag. Pá þegar hefst keppni í handknatt- leik og knattspyrnu, sem eru hinar hefðbundnu keppnisgreinar okkar á milli. Árshátíð Þróttar verður síð- an haldin laugardaginn 6. júlí, en keppt verður fyrr um daginn. Áformað er að hafa æskulýðsmessu á sunnudeginum. Ef fyrirhugaðar áætlanir haldast verður farið með fólkið norður að Mývatni og síðan keppt á Húsavík. Sem fyrr verður leitað til vina og velunnara um að taka þessa vini okkar inn á heimilin í mat, en gist verður í skólanum. Vonandi stöndum við nú sem fyrr saman um að gera þessi samskipti sem ánægjulegust. E. G. Egilsstaðir: Vígsla slysavarnahússins Mikið og þróttmikið starf hefir verið hjá Björgunarsveitinni Gró í vetur og vor. Innan sveitarinnar er starfandi unglingadeild. Á öðrum degi Iðnsýningar Aust- urlands, þ. e. sunnudaginn 26. maí mun unglingadeildin gangast fyrir reiðhjólarallýi við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Ýmislegt fleira mun verða gert þar einnig á sunnudegin- um til skemmtunar og tilbreytni. Landsþing Slysavarnafélags ís- lands hefst í Valaskjálf 7. júní. í tengslum við þingið ^verður hús Slysavarnadeildarinnar Gróar við Bláskóga á Egilsstöðum vígt laugar- daginn 8. júní. Húsið verður opið almenningi til sýnis kl. 13 - 16 og kaffi og meðlæti verða á borðum. Síðan hefst vígsluathöfnin, þar sem forseti SVFÍ, Haraldur Henrýsson verður viðstaddur og þingfulltrúar á landsþinginu. Með þessu lýkur þróttmiklu og gifturíku starfi vetrarins og vorsins og verður slappað af yfir sumar- mánuðina, en hafist handa af fullum krafti með haustinu. K. Á.IB.S Austurland sendir sjómönnum J^íðarkveðjur ¦:-m Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Glæsileg tónlistarhátíð í Egilsbúð Það ríkti mikil og geysigóð stemmning í Egilsbúð á hvíta- sunnudag. Þá var haldin tónlist- arhátíð tíl minningar um tónlist- armanninn Harald Guðmunds- son, fyrrv. skólastjóraTónskóla Neskaupstaðar. Síðdegis voru tónleikar, er .stóðu í nær 2Vi klst. og fóru þeir fram fyrir troðfullu húsi og við geysigóðar undirtektir. Þar ríkti sannkölluð hátíðarstemmning. Formaður undirbúningsnefnd- ar, Sigrún Þormóðsdóttir, setti hátíðina, en kynnir á tónleikun- um var Stefán Þorleifsson. Síðan léku fjölmargir gamlir nemendur og samstarfsmenn Haralds á hin ýmsu hljóðfæri. Skúlalúðrasveit Mosfellssveitar og Skólahljóm- sveit Neskaupstaðar léku sitt í hvoru lagi og saman, en stjórn- endur þeirra eru Birgir Sveinsson og Jón Lundberg. í lok tónleikanna bættust allir viðstaddir lúðrasveitarfélagar Haralds í hópinn og lék þessi stóra lúðrasveit dynjandi mars eftir Harald Guðmundsson. Þetta voru áhrifamikil og viðeig- andi tónleikalok. Ljósmyndasýning með mynd- um úr lífi og starfi Haralds var opnuð í Egilsbúð eftir tónleik- ana og var hún opin fram á kvöld og einnig daginn eftir. Hún verður ennfremur opin í kvöld kl. 20 - 23. Um kvöldið var veislukvöld í Hótel Egilsbúð og eftir miðnætti hófst dansleikur, þar sem gamlir félagar úr HG-sextettinum léku svo og Bumburnar. Undirbúningur þessarar tón- listarhátíðar var mikið verk, sem margir hafa að unnið, en tíu manna undirbúningsnefnd var starfandi og gaf hún m. a. út vandaða hátíðardagskrá, sem dreift var í hús í bænum. Menn- ingarnefnd Neskaupstaðar stóð að þessari hátíð ásamt áhuga- mönnum og fjölmörg fyrirtæki í bænum styrktu hátíðina. Þeir fjölmörgu sem sóttu há- tíðina langt að, lentu í nokkrum erfiðleikum og töfum vegna ófærðar, en allir komust nema Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs. Aðsókn af nærliggjandi fjörðum hefði vafalaust einhver orðið, ef góðviðrið í vor hefði haldist. Þessi tónlistarhátíð til minningar um Harald Guð- mundsson tókst vel og vonandi verður hún upphaf veglegra tón- leika á hvítasunnu ár hvert í Neskaupstað, eins og Stefán Þorleifsson sagði, er hann sleit tónleikunum á hvítasunnudag. B. S. Neskaupstaður: Laxeldi að hefjast í næstu viku hefst nýr þáttur í atvinnusögu Norðfjarðar, en þá verða settar út tvær flotkvíar á hafnarsvæðinu fyrir laxeldi. Það er Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Steypusöl- unnar hf. og söltunarstöðvar- innar Mána, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum. Að sögn Gylfa hefir verið beðið með að setja kvíarnar út þangað til sjór væri orðinn nægi- lega hlýr, en hæfilegur sjávarhiti er talínn vera 6°. Náttúrugripasafn Neskaup- staðar hefir haft með höndum rannsóknir á svæðinu og spá þær rannsóknir góðu um laxeldi í Norðfirði. Til að byrja með verður sleppt 8.000 laxaseiðum í flot- kvíarnar og eru seiðin frá Hóla- laxi. Seiðunum verður gefið fimm sinnum á dag til að byrja með og verða þau alin í 18-22 mánuði. Ef vel tekst til er hugs- anlegt, að fleiri seiðum verði sleppt í kvíar síðar á árinu. AUSTURLAND mun greina nánar frá þessari nýju atvinnu- starfsemi í Norðfirði síðar og óskar Gylfa góðs gengis með MÁNALAX. B. S. Frá blaðinu Vegna sumarleyfa hefst nú hið árlega hlé á útgáfu AUST- URLANDS. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 11, júlí nk. Skrifstofa AUSTURLANDS að Egilsbraut 11 verður lokuð til 8. júlí. Ritnefnd.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.