Austurland


Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 31.05.1985, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR, 31. MAÍ 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) @7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - @7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað @7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjávarútvegurinn er undirstaðan Nú um helgina er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá er mikið um að vera í sjávarplássum landsins. Ungir sem aldnir bregða á leik og hjá flestum er þetta einn allra skemmtilegasti dagur ársins. En þrátt fyrir gleðina sem fylgir sjómannadeginum eru því miður dökkar blikur á lofti í málefnum sjávarútvegsins og hafa verið nokkur undanfarin ár. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni hin slæma fjárhagsstaða útgerðar og fiskvinnslu sem verið hefur um nokkurra ára skeið. Langstærsti hluti okkargjaldeyristekna kemur frá sjávarútveginum. Öll afkoma okkar íslendinga byggist á því hvernig aflast og hvaða verð fæst fyrir afurðir okkar á erlendum mörkuðum. Röng stefna stjórnvalda undanfarinna ára í gengismálum hefur gert það að verkum að sjávarútvegurinn fær í sinn hlut alltof fáar krónur fyrir afurðirnar. Þetta hefur m. a. leitt til þess að þessi undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar hefur ekki getað greitt mannsæmandi laun. Á sama tíma og sjávarútvegurinn er í fjársvelti blómgast alls konar milliliðastarfsemi. Meðan við heyrum um vandamál ýmissa byggðarlaga sem eru að missa skipin sín, aðalatvinnutækin, vegna greiðslu- erfiðleika heyrum við að verslunarfyrirtæki í Reykjavík sé að byrja að reisa stórmarkað sem kostar um einn milljarð króna. Fullyrða má að sú fjárfesting sé sú vitlausasta og óarðsamasta fyrir þjóðarbúið sem komið hefur uppá í mörg undanfarin ár. - Þeirri þjóð sem þannig heldur á sínum fjárfestingarmálum hlýtur fyrr eða seinna að lenda í hinum verstu ógöngum. Sú þjóð sem ekki skilur á hveju hún lifir getur aldrei farnast vel, því er það mikilsvert að sjávarút- vegurinn eignist öfluga málsvara sem komi þessari þjóð í skilning um það að gjaldeyrir sá sem við íslendingar höfum til ráðstöfunar kemur frá sjávarútveginum. Hann verður ekki til í verslunum og bönkunum eins og svo margir virðast halda. Lífeyrisréttindi sjómanna í vetur fóru sjómenn í verkfall til að fá leiðréttingu á kjörum sínum í samningunum sem gerðir voru til að leysa það verkfall var eitt atriði sem mun standa upp úr þeirri samningagerð þegar til lengri tíma lætur, en það var ákvæð- ið um lífeyrisréttindi sjómanna. Sjómenn voru komnir langt aftur úr öðrum stéttum varðandi lífeyrisréttindi. - En eitt atriði gleymdist varðandi samningana um lífeyris- málin en það eru réttindi þeirra sem nú eru u. þ. b. að hætta til sjós vegna aldurs. Þeirra lífeyrisréttindi eru smán- arleg í dag. Þeir gleymdust í þessum samningum. Því verð- ur að bæta úr hið allra fyrsta. G. B. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi laugardaginn 20. júlí Eins og undanafarin sumur gengst kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi fyrir gönguferð, sem að þessu sinni Einbýlishús til leigu fráogmeð 1. sept. '85 Upplýsingar ® 7514 á kvöldin ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Unnur Zoéga, fyrrv. póstfull- trúi, Sverristúni 4, Neskaupstað varð 70 ára 25. maí sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir allt- af átt hér heima. Guðrún Sigurjónsdóttir, ritari bæjarstjóra, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað, varð 60 ára í gær, fimmtudaginn 30. maí. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir allt- af átt hér heima. Guðrún tekur á móti gestum í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 2030. Leiðrétting Við gerð efnisskrár fyrir Tónlistarhátíð á hvítasunnudag féllu niður nöfn tveggja fyrir- tækja er styrktu tónleikana. Þau eru Samvinnufélag útgerðar- manna og Olíusamlag útvegs- manna. Er beðið velvirðingar á þess- um mistökum. Kirkja Hátíðarmessa í Norðfjarðar- kirkjuásjómannadaginn,kl. 14. Sjómenn aðstoða. Ingveldur Hjaltested, óperu- söngkona syngur einsöng. Sóknarprestur. er ráðgerð yfir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá eyðibýlinu Stuðlum í Reyð- arfirði kl. 9 og þaðan gengið inn Hjálmadal og yfir Stuðlaskarð og niður Stuðlaheiði að Dölum í Fáskrúðsfirði. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Rútuferðir verða skipulagðar eftir því sem þörf krefur frá Eg- ilsstöðum, Neskaupstað og úr Breiðdal að Stuðlum og síðan til baka frá Dölum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig fyrir lO.júlí hjá ein- hverjum eftirtalinna: Önnu Þóru Pétursdóttur, Fá- skrúðsfirði, sími 5283, Margréti Óskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299, Sigurjóni Bjarnasyni, Eg- ilsstöðum, sími 1375. Ferðin er öllum opin. Munið nesti og góða gönguskó. Stjórn kjördœmisráðs. Þriggja herbergja íbúð á Seyðisfirði til sölu Skipti koma til greina Upplýsingar S 7415 Til sölu notuð Yamaha hljómflutningstæki á mjög hagstæðu verði Upplýsingar S 7613 & 7394 Bæjarfógetinn í Neskaupstað Nauðungaruppboð annað og síðasta, sem auglýst var í 102., 105. og 107. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á húseigninni Mýrargötu 1, Neskaupstað, með tilheyrandi lóðarréttindum, þinglýstri eign Hjördísar Arnfinnsdóttur, fer fram eftir kröfu Árna Halldórssonar, hrl., o. fl. áeigninni sjálfri þriðjudaginn 11. júní 1985, kl. 14 Bæjarfógetinn í Neskaupstað Norðfirðingar — Austfirðingar Hvítasunnuhretið er búið og allir fara að huga að görðum sínum og gróðri í verslun SÚN í Neskaupstað fáið þið hin viðurkenndu og vinsælu GARDENA — garðverkfæri: Garðslöngur, slöngutengi, slönguvagna, úðara af ýmsum gerðum, garðhrífur, kantskera, greinaklippur, rafmagnsorf og margt fleira Ennfremur Husquarna handsláttuvélar, Bosch limgerðisklippur og kantklippur Við vorum líka að fá glæsilegar fánastengur í garðinn fyrir 17. juní Velkomin í verslun SÚN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.