Austurland


Austurland - 11.07.1985, Qupperneq 1

Austurland - 11.07.1985, Qupperneq 1
Austurland Viku - Færeyjarferðir Brottför25.7. &22.8. Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 11. júlí 1985. 23. tölublað. S Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands í opinberri heimsókn á Austurlandi Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir kemur í opinbera heimsókn til Austurlands, þ. e. í Múlasýslur og kaupstaðina og stendur heimsóknin dagana 13. - 22. júlí. Forsetinn heimsækir öll byggðarlög og yfirvöld á hverj- um stað taka á móti forsetanum, sýna hið markverðasta og bjóða til veitinga og á hverjum stað er haft opið hús fyrir heimafólk til að hitta forsetann. Dagskrá forsetaheimsóknar- innar er í aðalatriðum þessi: 13. júlí: Forsetinn kemur til Egilsstaða, heimsækir Valla- og Skriðdalshrepp, Sumarhátíð Smábátakvóta mótmælt Á aðalfundi Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað (SÚN) urðu umræður um fisk- veiðistefnuna og þá einkum kvóta á smábáta innan við tíu lestir að stærð, en héðan eru gerða út yfir fimmtíu slíkar trill- ur og er aðalveiðitímabil þeirra frá því í maí eða júní og fram í október. Eftirfarandi ályktun var ein- róma samþykkt af u. þ. b. 40 fundarmönnum: „Aðalfundur Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað, sem haldinn var 8. júní 1985, samþykkir að lýsa yfir hörðum mótmælum gegn þeim ósann- gjörnu og fáránlegu reglum, sem opinberir aðilar hafa sett um fiskveiðar smábáta undir 10 rúmlestum. Landsaflakvóti allra slíkra báta á landinu er fráleitur og getur valdið óþolandi misrétti milli einstakra veiðisvæða og landshluta þar sem góð fiskveiði á einum stað getur stórlega dregið úr eðlilegri veiði á öðrum. Þá mótmælir fundurinn ein- stökum veiðistöðvunum trillu- báta um hásumarið og nú síðast þeim barnalegu reglum að banna smábátum fiskveiði um helgar. Fundurinn telur að allar hömlur á fiskveiðum smábáta sem jafnan geta ekki stundað veiðar nema 5-6 mánuði á ári, séu gjörsamlega gagnslausar til verndar fiskistofnunum auk þess sem þær séu frekleg árás á atvinnufrelsi manna og í engu samræmi við það frjálsræðis- og frelsistal sem frá stjórnvöldum heyrist.1' Forsetinn heimsækir Neskaupstað 18. júlí UIA á Eiðum og Egilsstaða- hrepp. 14. júlí: Forsetinn heimsækir Jökulsárhlíð, Bakkafjörð og Vopnafjörð. 15. júlí: Forsetinn fer um Möðrudal og heimsækir Jökul- dal, Fellahrepp, Hróarstungu og Borgarfjörð. 16. júlí: Forsetinn heimsækir Hjaltastaðahrepp, Eiðahrepp og Seyðisfjörð. 17. júlí: Forsetinn heimsækir Fljótsdal og fer að Hallorms- stað. 18. júlí: Forsetinn heimsækir Mjóafjörð og Neskaupstað. 19. júlí: Forsetinn heimsækir Eskifjörð og Reyðarfjörð. 20. júlí: Forsetinn heimsækir Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð og fer að Staðarborg. 21. júlí: Forsetinn heimsækir Breiðdalshrepp, Beruneshrepp og Búlandshrepp. 22. júlí: Forsetinn fer frá Djúpavogi, heimsækir Geit- hellnahrepp og heldur heimleið- is á hádegi með flugvél frá Höfn. AUSTURLAND býður Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands innilega velkomna í heim- sókn til Austurlands. B. S. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Sumarhátíð Ul A á Eiðum Sumarhátíð UÍA, sem er ár- leg fjölskyldu- og íþróttahátíð, verður haldin að Eiðum nú um helgina, þ. e. 12. - 14. júlí. UÍ A hefir gengist fyrir sumar- hátíðum á Eiðum sl. 10 ár og njóta þær almennra vinsælda og hafa þótt takast með ágætum. Ljóst er af þeirri dagskrá, sem UÍ A hefir gefið út og látið dreifa fyrir þessa hátíð, að dagskrá hennar er ótrúlega fjölbreytt og viðamikil. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi í sundlaug Eiðaskóla, borðtennis í leik- fimisal skólans, knattspyrnu 6. fl., ratleik í Eiðaskógi og kapp- göngu. Fatlaðir taka nú þátt í frjálsíþróttakeppninni. Þá verður siglingarall og segl- brettasýning á Eiðavatni og inni í hátíðardagskránum verða sýn- ingar á karate og skrikkdansi. Hátíðin verður sett á morgun kl. 17. Það gerir formaður UÍA, Hermann Níelsson. Hátíðar- dagskrár hefjast svo kl. 14 bæði á laugardag og sunnudag, þar sem ýmis skemmtiatriði verða: Skólahljómsveit Neskaupstaðar leikur, Leikfélag Fljótsdalshér- aðs flytur leikþátt, Bubbi Mort- ens skemmtir o. fl. Heiðursgestur hátíðarinnar er Hermann Guðmundsson, fyrrv. framkvæmdastjóri ÍSÍ og flytur hann ávarp á hátíðar- dagskránni á sunnudag. Þá verður á hátíðinni videó- myndasýning frá sumarhátíð ’84 og á laugardagskvöld verður tjalddansleikur með Dúkkulís- um. Dagskráin kl. 14 á laugardag er í tilefni heimsóknar forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, en forsetinn heiðrar samkom- una með því að taka þátt í dag- skránni og hefur þannig opinbera heimsókn sína til Austurlands. AUSTURLAND óskar UÍA og öllum Austfirðingum gleði- legrarsumarhátíðar’85. B.S. Eins og fram kemur hér ann- ars staðar í blaðinu verður Vig- dís Finnbogadóttir, forseti ís- lands í opnberri heimsókn í Neskaupstað 18. júlí. Forsetinn mun koma með varðskipi frá Mjóafirði kl. 1530 og leggst skipið að nýju bæjar- bryggjunni. Þar mun bæjar- stjórn, börn með fána og vænt- anlega fjöldi fólks taka á móti forsetanum. Síðan verður gengið upp í skrúðgarð, þarsem Skólahljóm- sveit Neskaupstaðar leikur. Þar mun bæjarstjóri ávarpa forset- ann og forsetinn gróðursetur þar þrjú tré. Forsetinn mun síðan heim- sækja Sjúkrahúsið og Breiða- blik og síðan verður skoðunar- ferð um bæinn og m. a. komið í saltfiskverkunina og á Nátt- úrugripasafnið. Um kvöldið heldur bæjar- stjórnin kvöldverðarboð fyrir forsetann og gesti í Hótel Egils- búð, þar sem forseti bæjar- stjórnar verður veislustjóri. Að kvöldveröarboðinu loknu verður opið hús í Egilsbúð, þar sem allir geta komiö og vænst er að sem flestir komi og heilsi upp á forsetann. Forsetinn mun gista í Nes- kaupstað um nóttina og halda svo til Eskifjarðar daginn eftir. B. S. Frá íþróttasvœði UÍA að Eiðum.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.