Austurland


Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 11. JÚLÍ 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Rit8tjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI s Ar æskunnar Árið 1985 hefir verið tileinkað æskunni. Til þess er ætlast, að málefnum æskunnar sé sérstakur gaumur gefinn á þessu ári, að henni hlúð og búið í haginn fyrir hana og hún örvuð til dáða. Æskan á að fá að sýna, hvað í henni býr, hún á að fá að njóta sín. Öll ár eru vissulega ár æskunnar, en samt er þessi tileinkun verðug hvatning til allra þeirra, sem hafa með málefni æskunnar að gera og til æskufólksins sjálfs. Ýmisleg hefir verið gert æskunni til örvunar á þessu ári hennar, sem nú er hálfnað. Fjölmörg félagasamtök og opinberir aðilar hafa sett sér ákveðin markmið að vinna að og ætlað er að skila æskunni einhverju jákvæðu. Sumt af þessu er táknræns eðlis svo sem skógræktarátakið, sem Ungmennafélag íslands gengst fyrir í tilefni af ári æskunnar. Þar er markmiðið að gróður- setja eina plöntu fyrir hvern ungmennafélaga. Allt slíkt starf, sem framtíðinni er ætlað að njóta góðs af, er góðra gjalda vert. Margvíslegt annað starf, sem einnig er hugsað fyrir framtíð- ina, er þróttmikið í ár og skilar sér einnig strax í áþreifanlegum árangri. Hér er fyrst og fremst átt við hið mikla uppbyggingarstarf, sem ungmennafélög, íþróttafélög og margvísleg önnur æsku- lýðsfélög vinna í þágu æskunnar og með virkri þátttöku æsku- fólksins sjálfs. Það er einmitt hin virka þátttaka og hlutgengni æskufólksins sjálfs, sem er aðall slíks starfs. Það hefir skilað æskufólki þessa lands miklu og mun gera það í framtíðinni. Á Austurlandi er þróttmikið og heilbrigt æskulýðsstarf í gangi í hverju byggðarlagi og hefir verið öflugt og virkt um langt skeið undir samvirkri forystu heildarsamtaka ungmenna- og íþróttafélaga í fjórðungnum, þ. e. Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Þar hafa margir unnið mikið og gott starf, sem sannar mátt samtakanna og fyrir það ber öllum Aust- firðingum að þakka. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hefir með hönd- um yfirgripsmikla íþróttastarfsemi allan ársins hring, þó að sumarið sé hápunktur alls þess starfs. Einmitt um þessar mundir gengst UÍA fyrir tveimur fjölbreyttum íþrótta- og skemmtisam- komum, eins og það hefir reyndar gert um árabil. Nú um helgina er Sumarhátíð UÍA á Eiðum og um verslunarmannahelgina verður Atlavíkursamkoma sambandsins. Þetta eru fjölsóttar samkomur, ekki aðeins af Austfirðingum heldur einnig af fólki víðs vegar að af landinu. Og þar fær æskufólkið að njóta sín. Eftirfarandi orð Hermanns Níelssonar, formanns UÍ A í nýút- kominni dagskrá Sumarhátíðar að Eiðum skulu gerð að loka- orðum hér: „Við megum þó ekki missa sjónar af þeirri staðreynd að í starfi ungmenna- og íþróttafélaganna á Austurlandi og samtaka þeirra UÍA eru málefni æskunnar ávallt í brennidepli, hjá okkur eru öll ár ár æskunnar.“ B. S. Ráðstefna AB á Hallormsstað Dagana 29. og 30. júní sl. var haldin að Hallormsstað árleg ráðstefna á vegum Alþýðu- bandalagsins í Austurlandskjör- dæmi. Eftirtaldir málaflokkar voru teknir til umræðu: Æskulýðsmál. Framsögu- maður Sigurjón Bjarnason. Sveitarstjórnarmál. Fram- sögumenn Adda Bára Sigfúsdótt- ir og Kristinn V. Jóhannsson. Atvinnumál. Framsögumað- ur Finnbogi Jónsson. Mjög líflegar umræður urðu um öll þessi mál og fer ályktun um atvinnumál hér á eftir. Ályktun um atvinnumál Ráðstefna Alþýðubandalags- ins á Austurlandi, haldin á Hall- ormsstað 29. - 30. júní 1985, bendir á þær hrikalegu afleið- ingar sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur þegar haft fyrir atvinnulíf og afkomu fólks á landsbyggðinni. 1. Sjávarútveginum er haldið í kreppu með okurvöxtum, háu olíu- og raforkuverði og öðrum álögutn milliliða. Starfsfólk í fiskvinnslu býr við smánarlaun og óhóflegt vinnuálag og af þeim sökum vantar starfsfólk í fiskvinnslu svo hundruðum skiptir, m. a. á Austurlandi. Skjótvirkasta leiðin til að auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu og þar með að draga úr viðskiptahalla og erlendum skuldum er að breyta rekstraraðstæðum í sjávarútveginum, þannig að unnt sé að hækka hlut sjó- manna og stórbæta kjör fisk- vinnslufólks. Bætt kjörþessa fólks er þannig ekki aðeins réttlætismál heldur einnig þjóðarnauðsyn. 2. í landbúnaði blasir við gífur- leg mismunun á kjörum bænda og erfiðleikar sem leiða munu til hruns heilla byggðarlaga að óbreyttri stefnu. Lækkun og afnám niður- greiðslna á landbúnaðaraf- urðum hefur dregið stórlega úr sölu á hefðbundnum bú- vörum samhliða kjaraskerð- ingu hjá launafólki. Mikill samdráttur í neyslu kinda- kjöts sem þegar er orðinn og talinn yfirvofandi bitnar mjög hart á bændum á Austurlandi. Á sama tíma er stuðningur við nýjar bú- greinar allsendis ófullnægj- andi og skipulag búvöru- framleiðslunnar í molum. Nýsett lög um framleiðslu búvara sem knúin voru fram á Alþingi nú á vordögum auka enn á óvissuna hjá bændum. Ráðstefna Alþýðubanda- Iagsins krefst aðgerða til að tryggja byggð í sveitum og hag sveitafólks. 3. Fjölbreytni hefur aukist í al- mennunr iðnaði á Austur- landi á undanförnum árum, eins og sjá mátti ánægjulegan vott um á iðnsýningu á Egils- stöðum nýlega. Starf iðnráð- gjafa og iðnþróunarfélags í fjórðungnum horfirtil heilla. Ráðstefnan hvetur Austfirð- inga til að hlúa að fram- leiðslufyrirtækjum og þjón- ustu innan fjórðungsins m. a. með því að beina viðskiptum til þeirra. Nýsköpun í nýjum og hefðbundnum atvinnu- greinum á landsbyggðinni mun skipta sköpum um bú- setuþróun á næstu árum. 4. Ráðstefnan átelur harðlega stefnu Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar varðandi málefni fyrirhugaðrar kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Sá dráttur sem orðið hefur á því að framkvæmdir hæfust við verksmiðjuna er orðinn dýrkeyptur og óvið- unandi á sama tíma og næg orka er til staðar. Ráðstefn- an krefst þess að staðið verði að byggingu verksmiðjunnar sem íslensks fyrirtækis í sam- ræmi við gildandi lög frá ár- inu 1982 þannig að núver- andi óvissu létti. 5. Ráðstefnan hvetur Austfirð- inga til að fylkja sér um ís- lenska atvinnustefnu sem tryggi viðunandi kjör launa- fólks, sjómanna og bænda. Fulltrúar atvinnulífs á lands- byggðinni og launafólks þurfa að snúa bökum saman til að hnekkja frjálshyggju- stefnu verslunarauðvaldsins, sem nú hefur tögl og hagldir í stjórn landsins. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Sigrún Sigmimdsdóttir, hús- móðir, Miðstræti 1, Neskaupstað varð 70ára3. júnísl. Húnerfædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Margrét Jóhannesdóttir, hús- móðir. Mýrargötu 18, (Breiða- bliki), Neskaupstað varð 85 ára 15. júní sl. Hún er fædd í Sand- víkurparti og átti þar heima til 1946, að hún flutti að Sveinsstöð- um í Hellisfirði og bjó þar til 1952. Þá fluttist hún til Nes- kaupstaðar og hefir átt hér heima síðan. Hallbera Hallsdóttir, húsmóð- ir, Hlíðargötu 22, Neskaupstað varð 80 ára 15. júní sl. Hún er fædd í Viðborðsseli á Mýrum í A.-Skaft., en fluttist til Neskaup- staðar 1926 og hefir átt hér heima síðan. Eiginmann sinn, Ármann Magnússon, missti Hallbera 1967. Ingibjörg Símonardóttir, hús- móðir, Mýrargötu 5A, Neskaup- stað varð 50 ára 15. júní sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. ívar S. Kristinsson, bygginga- meistari, Þiljuvöllum 25, Nes- kaupstað varð 60 ára 19. júní sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima að undanteknum 6-7 árum, er hann bjó í Reykjavík á námsárum sínum. Björg Jakobsdóttir, Mýrargötu 20, Neskaupstað, varð 65 ára 26. júní sl. Hún erfædd á Djúpavogi, en hefir átt heima í Neskaupstað frá því um 1958. Reynir Zoéga, gjaldkeri, Þilju- völlum 14, Neskaupstað, varð 65 ára 27. júní sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Auðbjörg Njálsdóttir, húsmóð- ir, Miðgarði 8, Neskaupstað, varð 50 ára 1. júlí sl. Hún er fædd í Brekkuþorpi í Mjóafirði, en fluttist með foreldrum sínum til Neskaupstaðar um ársgömul og hefir átt hér heima síðan. Sigurður Jónsson, verkamað- ur, Miðstræti 24, Neskaupstað, varð 85 ára 3. júlí sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Trausti Björnsson, vélvirki, Hafnarbraut 42, Neskaupstað, varð 60 ára 6. júlí sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Guðrún Eiríksdóttir, húsmóð- ir, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað, varð 70 ára 8. júlí sl. Hún er fædd á Apavatni í Grímsnesi, en flutt- ist til Neskaupstaðar um 1935 og hefir alltaf átt hér heima síðan. Eiginmann sinn, Karl L. Mar- teinsson, missti Guðrún 1980. Garðar Lárusson, útgerðar- maður, Þiljuvöllum 23, Neskaup- stað, varð 60 ára 8. júlí sl. Hann

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.