Austurland


Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 11. júlí 1985. Austfjarðaleið hf. © 4250 og 7713 Tlq. EIMSKIP * S) fé&o W HITTUMST í #|1 § Áætlunarferðir í STRANDFLUTNINGAR SPARISJÓÐNUM Mjóafjörð og Dalatanga S 4199 Sparisjóður Norðfjarðar Sumarferð AB á Austurlandi sunnudaginn 21. júlí í síðasta blaði AUSTUR- LANDS fyrir sumarleyfi og í GÁLGÁS 24. júní var sagt frá sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi í ár. Gert var ráð fyrir ferðinni 20. júlí, en nú er ákveðið, að hún verður farin sunnudaginn 21. júlí. Að þessu sinni verður gengið yfir Stuðlaheiði milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá eyðibýlinu Stuðlum í Reyð- arfirði kl. 9 og þaðan gengið inn Hjálmadal, yfir Stuðlaskarð og niður Stuðlaheiði að Dölum í Fáskrúðsfirði. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Rútuferðir verða skipulagðar eftir því sem þörf krefur frá Eg- ilsstöðum, Neskaupstað og úr Breiðdal að Stuðlum og síðan til baka frá Dölum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem allra fyrst hjá einhverjum eftirtalinna: Önnu Þóru Pétursdóttur, Fá- skrúðsfirði, 0 5283, Margréti Óskarsdóttur, Eskifirði, 06299, Sigurjóni Bjamasyni, Egilsstöð- um, 0 1375, Jóhönnu Illugadótt- ur, Reyðarfirði, 04377. Ferðin er öllum opin. Munið eftir nesti og góðum göngu- skóm. Frá sumarferð AB 1982. Á tinili Snœfells. Ljósm. B. S. Sigurbjörg I. Helgadóttir: Tónlistarskóli Seyðisfjarðar Vegna evrópska tónlistarárs- ins hefur þess verið farið á leit við tónlistarskólana að þeir kynni starfsemi sína og er mér mikil ánægja að verða við þeirri beiðni. Tónlistarskóli Seyðisfjarðar var settur í fyrsta sinn 15. októ- ber 1967. Fyrsti skólastjóri hans og eini kennari var Pétur Eiríks- son, þýskur maður sem kom beint frá tónlistarháskóla í V.- Berlín. Skólinn fékk aðstöðu í einni stofu í Norska sjómanna- heimilinu. Nemendur fyrsta skólaárið voru 42. Pað ár voru keypt blásturshljóðfæri fyrir heila lúðrasveit og hafa þau hljóðfæri ekki verið endurnýjuð síðan, en er vissulega orðin mikil þörf á því. Á næstu árum var starf skólans nokkuð slitrótt og féll sum árin alveg niður vegna kennaraskorts. Árið 1974 kom Gylfi Gunn- arsson heim að loknu námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tók hann þá við stjórn skól- ans sem hefur starfað óslitið síðan. Skólaárið 1974 - 1975 voru nemendur 87 og kennslu- stundir 31 klst. á viku. Þá var kennt á píanó, altblokkflautu, málmblásturshljóðfæri og gítar auk tónfræði og hópkennslu fyr- ir byrjendur. Fyrstu árin sem Gylfi var skólastjóri var skólinn á hrak- hólum með húsnæði og var þá m. a. kennt á sviðinu í félags- heimilinu Herðubreið og einnig í safnaðarheimilinu. En menn sáu að við svo búið mátti ekki standa og keypti þá Tónlistar- félagið gamalt hús, sem síðan var tekið í gegn jafnt utan sem innan og mest allar framkvæmd- ir unnar í sjálfboðavinnu. Verð- ur öll sú vinna sem þar var lögð fram aldrei fullþökkuð. 22. október 1979 hófst svo kennsla í þessu húsnæði og er skólinn vel settur með kennslurými enn sem komið er. Á neðri hæð hússins eru tvær minni kennslustofur fyrir ein- staklingskennslu og ein stór fyr- ir hóptíma. Þar hefur einnig farið fram tónmenntakennsla grunnskólans. Þá er skrifstofa, kaffiaðstaða og snyrting. Á efri hæð er lítil íbúð sem kennari hefur til umráða. Við skólann starfa nú 2 kenn- arar og hefur svo verið síðan 1979. Þar er nú kennt á píanó, orgel, gítar, blokkflautur og blásturshljóðfæri auk tónfræði- kennslu og einnig er hópkennsla fyrir yngstu nemendurna. Skólinn á tvö píanó og stendur til að endurnýja annað þeirra á þessu ári. Einnigertil rafmagns- orgel og blásturshljóðfærin sem keypt voru 1967 svo og mikið úrval ásláttar- og slagverks- hljóðfæra til nota við hóp- kennslu. Gylfi Gunnarsson var skóla- stjóri frá 1974 til 1983 er hann flutti burt af staðnum. Þá tók við núverandi skólastjóri Sigur- björg I. Helgadóttir. Síðastliðið skólaár voru nem- endur 72 og kennslustundir 50 klst. á viku. Þrennir tónleikar eru haldnir á hverjum vetri. Jólatónleikar, vortónleikar og fjáröflunartón- leikar. Fyrir það fé sem inn kemur á fjáröflunartónleikum eru keyptir ýmsir munir fyrir skólann sem koma nemendum að notum. Þannigeigaþeirsjálf- ir þátt í að bæta aðstöðu sína í skólanum. NEISTAR I tilefni af lokum kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna gekkst Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna í samvinnu við ’85- nefndina (sem er sam- starfsnefnd um lok kvenna- áratugar SÞ) fyrir geysivíð- tækri undirskriftasöfnun í júní undir Friðarávarp ís- lcnskra kvenna. Markmiðið var að safna undirskriftum allra kvenna á íslandi 18 ára og eldri eða um 80 þúsund talsins. Kjörorð kvennaára- tugarins eru: JAFNRÉTTI - FRAMÞRÓUN - FRIÐUR. Munu fulltrúar íslands síðan afhenda listana á kvennaráð- stefnu SÞ í Nairobi, sem hald- in verður dagana 15. - 26. júlí. Friðarávarpið er það sama og gengið var undir í blysför- inni daginn fyrir Þorláks- messu og tólf friðarsamtök stóðu að. Friðarávarp íslenskra kvenna VIÐ VILJUM undirbúa jarðveg friðarins með því að stuðla að réttlæti, vináttu og auknum samskiptum milli þjóða. VIÐ VILJUM að fjár- magni sé varið til þess að seðja hungur sveltandi fólks, til heilsugæslu og menntunar, en ekki til vígbúnaðar. VIÐ VILJUM leggja áherslu á uppeldi til friðar með því að sporna við ofbeldi í kvikmyndum, myndböndum og stríðsleikföngum. VIÐ VILJUM að íslend- ingar leggi lið sérhverri við- leitni á alþjóðavettvangi gegn kjarnorkuvopnum og öðrum vígbúnaði. VIÐ VILJUM glæða vonir manna um betri heim og bjartari framtíð án kjarn- orkuvopna og gereyðingar- hættu. VIÐ VILJUM ekki að ís- land verði vettvangur aukins vígbúnaðar á norðurslóðum og höfnum kjarnorkuvopnum á landi okkar og í hafinu um- hverfis, hvort sem er á friðar- eða stríðstímum. VIÐ VILJUM frið sem grundvallast á réttlæti, frelsi og umhyggju í mannlegum samskiptum. Fréttabréf 'ifk" 'h-; J? frá Klöru Ég er í sveit í sumar, og konan sem ég er hjá, segir að nú sé kvennaáratugurinn liðinn og bla bla bla. Gísli er líka í sveit hér, og nítjánda júní neitaði hann að sækja kýrnar um morguninn, heldur lá bara í rúminu og las í Tarsan. Við Rósa gerðum allt til að láta hann fara fram úr, en það gekk ekkert. Og Dísa sagði bara, að við ættum að vera góð- ar við Gísla, þvf hún vildi hafa mannréttindi, en ekki bara kvenréttindi. Mamma mín er rauðsokka, og pabbi minn er kommúnisti, og ég fer bara heim, ef Dísa hættir ekki að segja svona við mig. Bless, Klara Dögg. Ferðalag eldri borgara Hin árlega ferð, sem Lions- klúbbur Norðfjarðar gengst fyr- ir fyrir eldri borgara er fyrir- huguð laugardaginn 27. júlí. Farið verður upp í Hérað og borðað á Edduhótelinu á Hall- ormsstað. Þátttöku ber að til- kynna til Gísla S. Gíslasonar í síma 7464 eða Jóhanns G. Stephensen í síma 7456.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.