Austurland


Austurland - 18.07.1985, Side 1

Austurland - 18.07.1985, Side 1
Austurland Viku - Fœreyjarf sröir Brottför 25.7. & 22.8. Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 18. júlí 1985. 24. tölublað. VigdísforsetimeðVopnfirðingumað HótelTanga. Ljósm. G. G. Ó. Forsetinn í Neskaupstað í dag 18. júlí kemur forseti íslands frú Vigdís Finnbogadótt- ir í opinbera heimsókn til Neskaupstaðar. Dagskrá móttökunnar verður eftirfarandi: Kl. 1530 Forseti og fylgdarlið koma með varðskipi, sem leggst að hafnargarðinum. Þar mun bæjarstjórn Neskaupstaðar taka á móti forseta íslands. Gengið verður upp í skrúðgarð, þar sem bæjarstjóri flytur stutt ávarp, Skólalúðrasveit Neskaupstaðar leikur og forsetinn gróðursetur tré. Því næst verður Fjórðungssjúkrahúsið og Breiða- blik heimsótt og þar drukkið kaffi. Að því loknu verður ekið um bæinn og komið við í saltfiskverkun Síldarvinnslunnar og Náttúrugripasafnið skoðað. Kl. 1900 verðurkvöldverðuríEgilsbúðíboðibæjarstjórnar. Kl. 2130 verður opið hús í Egilsbúð þar jem öllum bæjarbú- um gefst tækifæri á að heilsa upp á forseta íslands. Það er von bæjarstjórnár að sem flestir bæjarbúar taki þátt í móttökunni og geri hana sem veglegasta. Dreift hefur verið nokkuð á annað hundrað smáfánum til barna og er þess vænst, að börn og fullorðnir fagni komu forseta íslands á hafnargarðinum og í skrúðgarðinum. Það er ósk bæjarstjórnar, að sem flestir bæjarbúar komi og drekki kaffi með forseta íslands í Egilsbúð um kvöldið. Neskaupstaður: Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands í opinberri heimsókn á Austurlandi Forseti íslands, Vigdís Finn- heimsókn á Austurlandi, einsog bogadóttir er nú í opinberri sagt var frá í síðasta blaði. Sumarhátíð UlA frestað Sumarhátíð UÍA, sem vera átti að Eiðum um sl. helgi var frestað á síðustu stundu vegna illviðris, sem gekk yfir landið austan- og norðanvert. Þetta áhlaup var með því versta sem gerist á þessum árstíma og urðu fjallvegir á Norðausturlandi og norðanverðum Austfjörðum ófærir vegna snjóa. Slíkt er fá- títt í júlímánuði. Hundadagarnir byrjuðu með þessum látum og kalt er enn. Ef þannig viðrar alla hundadag- ana, eins og gömul veðurtrú seg- ir til um, verður engin ástæða til öfundar í garð Austfirðinga og Norðlendinga vegna tíðar- fars næstu vikurnar. En vonandi rætist hin forna veðurspá ekki. Sumarhátíð UÍA var frestað um hálfan mánuð og verður hún haldin að Eiðum dagana 26. - 28. júlí nk. Undankeppni í „Pollamóti" KSÍ og Eimskips, þ. e. knatt- spyrnu 6. flokks, fór þó fram sl. föstudag og laugardag. Þróttur og Súlan unnu undankeppnina og keppa til úrslita að Eiðum í kvöld. Margs konar erfiðleikar og röskun eru því samfara að þurfa að fresta hátíð sem þessari. Nokkrar breytingar verða því á áður auglýstri dagskrá. Fram fer Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri, en móti eldri flokka verð- ur frestað vegna Bikarkeppni FRÍ. Að öðru leyti verða íþrótt- ir með svipuðu sniði og áætlað var. Hátíðardagskrá sem vera átti á laugardag í tilefni heimsóknar forseta íslands verður auðvitað ekki, en hátíðardagskrá verður á sunnudag kl. 14. Dagskráin er áætluð þannig: Skrúðganga aðildarfélaga UIA, setning hátíðardagskrár: Hermann Níelsson, leikþáttur í flutningi Leikfélags Fljótsdals- héraðs, skrikkdanssýning, ávarp heiðursgests hátíðarinn- ar, Hermanns Guðmundssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra ÍSÍ, karatesýning félaga úr umf. Sindra á Höfn, Jón Páll Sig- marsson og Ursus sýna listir sínar, Austurlandsmót í kapp- göngu, hlaupari í hálfa öld: Rögnvaldur Erlingsson og mótsslit. Skólahljómsveit Neskaup- staðar leikur fyrir setningu dag- skrárinnar og á milli atriða. Kynnir verður Sigurjón Bjarna- son. B\ S. Forsetinn hefir nú lokið heim- sókn sinni í Norður-Múlasýslu, Seyðisfjörð og héraðshreppa Suður-Múlasýslu. Þó að veður hafi ekki verið eins og best verður á kosið, hefir heimsókn forsetans heppnast vel og móttökur hafa hvarvetna verið hlýjar og innilegar. Ljóst er að Vigdís forseti skipar veg- legan sess í hugum Austfirð- inga. Henni er fagnað sem ást- sælum þjóðhöfðingja og góðum vini. í dag, 18. júlí, heimsækir for- setinn Mjóafjörð og Neskaup- stað og er sagt frá dagskrá mót- tökunnar í Neskaupstað annars staðar í blaðinu. Framhald heimsóknarinnar er sem hér segir: 19. júlí: Forsetinn heimsækir Eskifjörð og Reyðarfjörð. 20. júlí: Forsetinn heimsækir Fá- skrúðsfjörð og Stöðvarfjörð og fer að Staðarborg. 21. júlí: Forsetinn heimsækir Breið- dalshrepp, Beruneshrepp og Búlandshrepp. 22. júlí: Forsetinn fer frá Djúpavogi, heimsækir Geithellnahrepp og heldur heimleiðis á hádegi með flugvél frá Höfn. B. S. Ofugþróun í skólamálum mótmælt Á fundi sínum í Reykjavík 9. - 10. júlí gerði þingflokkur Alþýðubandalagsins eftirfarandi samþykkt um skólamál: Góður afli togara lélegt hjá smærri bátum Mjög góður afli hefur verið hjá togurunum að undanförnu. Aflahrotan byrjaði á Vest- fjarðamiðum, og var þar veidd- ur þorskur af smærri gerðinni. Meðalþyngd fisks frá 1.8 til 2 kg, og talsvert af undirmálsfiski. Nú að undanförnu hefur verið mjög góður afli á Austfjarða- miðum og er aflinn að uppistöðu til ýsa og þorskur. Afli smærri báta hefur verið Frá áramótum er afli Norð- mjög lélegur að undanförnu fjarðartogarannasemhérsegir. jafnt á línu sem færi. Síðasti afli (tonn) löndunardagur Barði............................. 1.806 12/7 Birtingur ....................... 1.655 16/7 Bjartur........................... 1.692 9/7 Þingflokkur Alþýðubandalagsins vekur athygli á þeirri háskalegu þróun sem er í fuilum gangi í menntakerfi landsins. Launastefna ríkisstjórnarinnar hefur m. a. bitnað á kennur- um og lamaði skólastarf í grunnskólum og framhaldsskólum á síðasta vetri. Stefna Sjálfstæðisflokksins í menntamálum hefur þegar brotið niður ýmsa ávinninga liðinna ára og beinist gegn öllum hugsjónum um jafnrétti til náms, óháð búsetu og efnahag. Nýjasta dæmið um þessa öfugþróun er stofnun einkaskóla sem innleiðir lögmál markaðarins og mismunun f skólastarfi í áður óþekktum mæli. Þingflokkur Alþýðubandalagsins fordæmir þessa þróun og hvetur foreldra, nemendur og skólamenn til að rísa upp gegn niðurrifsstefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum. Fræðslumál og skólastarf er undirstaða fyrir menningarlíf og efnahagsstarfsemi í landinu og því er núverandi stefna í skólamálum tilræði við uppvaxandi kynslóð og h'fskjör á ís- landi til lengri tíma litið. G. B.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.