Austurland


Austurland - 18.07.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 18.07.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 18. júlí 1985. Austfjarðaleiö hf. s ® 4250 og 7713 T"A 1 -“"i7r SKEMMTISIGLING OG SJÓSTANGVEIÐI V? EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR S 4199 ÞAÐ ER LÁN AÐ SKIPTA VIÐ 5 g SPARIS J ÓÐINN Sparisjóöur Norðfjarðar Komið við á Grenisöldu hjá Einari bónda ogþegnar veitingar. Einar við enda borðsins. Ljósm. M. M. Aætlunarferðir að Snæfelli Það var ekki sumarlegt um að litast inn við Snæfell sl. föstudag er farin var fyrsta áætlunarferð sumarsins þangað inneftir frá Egilsstöðum, með viðkomu á Hallormsstað, á vegum Benna & Svenna og Ferðamiðstöðvar Austurlands. f tilefni þess var blaðamönnum boðið með í ferðina. Það var síðastliðið sumar að þessir aðilar hófu fastar áætl- unarferðir á þessari leið tvisvar í viku. Að sögn Sveins Sigur- bjarnarsonar framkvæmda- stjóra Benna & Svenna og Ingu Rósu Þórðardóttur frá Ferða- miðstöðinni er vaxandi áhugi ferðafólks fyrir ferðum þarna inneftir, ekki síst göngufólks en kjörið gönguland er í nágrenni Snæfells. T. d. má nefna göngu- leið sem margir sækjast eftir, þ. e. suður í Víðidal. Þá er ganga á sjálft Snæfell það sem fólk sækist sérstaklega eftir, enda ógleymanleg þeim sem gengið hafa á tindinn. Eins og sl. sumar eru tvær ferðir í viku: á föstudags- og sunnudagsmorgnum kl. 9 frá Ferðamiðstöðinni, komið til ba.ka kl. 19. KomiðerviðáHall- ormsstað í báðum leiðum. Farmiðinn kostar kr. 1350 og er innifalinn vel útilátinn nestis- pakki eins og undirritaður fékk reyndar að sannreyna í þessari jómfrúarferð sumarsins. Þar sem farmiðinn er ekki tímasett- ur til baka, getur fólk, sem það kýs, dvalið svo lengi sum þurfa þykir innfrá. AUSTURLAND vill hvetja ferðafólk til að nota sér þessar ágætu ferðir og það tækifæri sem býðst til náttúruskoðunar í einkar fögru umhverfi. Því þótt í þessari fyrstu ferð hafi verið heldur svalt um að litast, þá er í góðu veðri, sem jú oftast er hér austanlands, óvíða fegurra kvœmdastjóri Benna & Svenna, Guðmundur Steingrímsson, bifreiðarstjóri og Inga Rósa Pórðardóttir frá Ferðamiðstöð Austurlands. Myndin er tekin í Hallormsstað. Ljósm. M. M. og notalegra að njóta hinnar rómuðu öræfakyrrðar en inn við Snæfell. Þá er ekki í kot vísað til gist- ingar þar sem er hinn myndar- legi skáli Ferðafélags Fljótsdals- héraðs. M. M. Sumarferð AB á Austurlandi sunnudaginn 21. júlí Guðrún Sigurjónsdóttir og Sig- urðurJónsson (ABferð '82. Ljósm. B. S. Sumarferð Alþýðubandalags- ins á Austurlandi í ár verður nk. sunnudag, 21. júlí. Að þessu sinni verður gengið yfir Stuðlaheiði milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá eyðibýlinu Stuðlum í Reyð- arfirði kl. 9 og þaðan gengið inn Hjálmadal, yfir Stuðlaskarð og niður Stuðlaheiði að Dölum í Fáskrúðsfirði. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Rútuferðir verða skipulagðar eftir því sem þörf krefur frá Eg- ilsstöðum, Neskaupstað og úr Breiðdal að Stuðlum og síðan til baka frá Dölum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem allra fyrst hjá einhverjum eftirtalinna: Önnu Þóru Pétursdóttur, Fáskrúðsfirði, 05283, Margréti Óskarsdóttur, Eskifirði, 06299, Sigurjóni Bjarnasyni, Egilsstöð- um, 01375, Jóhönnu Illuga- dóttur, Reyðarfirði, 04377, Hjörleifi Guttormssyni, Nes- kaupstað, 07665. Ferðin er öllum opin. Munið eftir nesti og góðum göngu- skóm. Rúta fer frá Egilsbúð í Nes- kaupstað kl. 8 á sunnudags- morgun. NEISTAR Bónus! - hálaun? Þegar rætt er um lág laun kvenna í erfiðum störfum, heyrum við stundum nefnt að fiskvinnslukonur hafi nú þokkalegustu laun, þ. e. a. s. bónus! f fyrstu trúði ég þessu, en komst fljótlega að því að karl- ar vilja ekki vinna á borði í frystihúsunum, við snyrtingu. Og þá þurfti ég ekki fleiri sannanir fyrir því að þetta var rakalaus lygi. Karlarnir sáu engum ofsjónum yfir bónus- launum kvennanna og sáu aðra útvegi til skárri tekna en að standa 10 tíma í uppihalds- lausri þrælavinnu fyrir smá- hungurlús í ábót á lág tíma- laun. Við, sem þekkjum fisk- vinnslukonur, sjáum áhrif þrældómsins á andlegt og lík- amlegt útlit kvennanna. Og við sjáum starfsamar og dug- legar konur gefast upp strax á fimmtugsaldri og ganga út úr húsunum með herðakistil af vöðvabólgu, slitna hand- leggi og bilaða fætur. Hvers vegna er þetta svona? Þær eiga sér fáa og ekki nógu háværa málsvara. Sjálf- ar eru þær of þreyttar til að láta í sér heyrast. Hvað gerðist ef þær gengju allar sem ein út úr húsunum? Ætli við kærum okkur nokkuð um að svara því? Verður ekki að vinda bráðan bug að því að bæta kjör fisk- vinnslufólksins? Getum við látið þetta við- gangast lengur? Á. P. Egilsstaðir: Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum Á laugardag og sunnudag, þ. e. 20. og 21. júlí fer fram á Egilsstöðum Meistaramót ís- lands í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri. UÍA sér um mótið og er þetta í annað sinn, sem UÍA sér um þetta mót, fyrra skiptið var 1979. UÍA hefir reyndar unnið þetta meistaramót oft eða 1978 - 1984 að árinu 1983 undan- skildu. Um stigakeppni hefir verið að ræða á meistaramótinu, en svo verður ekki nú. Keppendur verða um 260. M. S. / B. S. í dag fór ég með Dísu að laga girðiriguna, svo að kýrnar væru þar sem þær áttu að vera, og gætu ekki étið viðjuna í garðin- um yfir grindverkið. Auður Lilja fór með okkur, og það kom nokkuð hræðilegt fyrir. Ég var með spotta í hendinni sem ég lét Auði Lilju bíta í, svo að ég gæti teymt hana eins og hund, og hún vildi það alveg. En svo datt ég og þá kipptist Fréttabréf frá Klöru í spottann, og það kom blóð. Ég fór að grenja, því ég hélt að ég hefði eyðilagt nýju tönnina hennar Auðar Lilju. Auður Lilja ÖSKRAÐI og sagði að tönnin væri laus. En Dísa sagði að ef við létum tönnina alveg í friði, þá festist hún aftur. Þá fórum við bara að vaða og sigla bátum. Bless, Klara Dögg.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.