Austurland


Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 25. júlí 1985. 25. tölublað. Viku - Færeyjarferðir Brottför 25.7. & 22.8. Benni & Svenni S 6399 & 6499 Hjörleifur Guttormsson: Byggðaröskun á ábyrgð Á síðasta ári fækkaði íbúum í Austurlandskjördæmi um 25 manns á heildina litið, þar af í þéttbýli um 10 manns. Er það í fyrsta sinn í meira en áratug að fækkun verður í þéttbýli í kjör- dæminu og segir það sína sögu um þá fólksflutninga sem í gangi eru. Þéttbýlisstaðir þar sem fjölg- un var á sl. ári eru aðeins fjórir: Neskaupstaður, Höfn, Fella- hreppur og Egilsstaðir og er á þessum stöðum á bilinu 42 til 10 manns. Á árinu 1973 fjölgaði íbúum hins vegar um 330 í þétt- býli á Austurlandi og flest árin síðan um meira en 100. 1071 manns í mínus 1984 Sams konar þróun og hér á Austurlandi hefur verið að ger- ast einnig í öðrum landsbyggð- arkjördæmum. Ekkert þeirra fær í sinn hlut þá fjölgun íbúa sem varð á landinu öllu og nam tæplega 1% eða 2230 manns á síðasta ári. Sú fjölgun kemur öll fram í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi, sem fengu 1071 manns nettó út úr fólksflutning- um af landsbyggðinni í fyrra. Það er hæsta tala sem sést hefur frá því skráning hófst á fólks- flutningum milli landshluta fyrir 25 árum. Gjá sem stöðugt breikkar Þessar tölur staðfesta það, sem fólk á landsbyggðinni finn- ur betur með hverjum mánuði sem líður, þ. e. hversu ört hallar undan fæti í samskiptum dreif- býlis og höfuðborgarsvæðis. Fyrirtæki í sjávarútvegi berjast í bökkum, fengsæl togskip eru á uppboði, hluti bænda sér ekki fram úr greiðsluerfiðleikum, fiskvinnslufólk situr eftir launa- lega þrátt fyrir bónusstrit, og æ erfiðara verður að manna fisk- Góð sala hjá Beiti Beitir NK seldi blandaðan afla í Grimsby í gær og fékk gott verð. Hann seldi 154 lestir fyrir 6.872.000 kr. og er meðalverð kr. 44.57 á kg. Beitir fer í slipp ytra, en legg- ur væntanlega af stað heim um helgina. vinnslustöðvar með þjálfuðu starfsfólki. Á sama tíma blómstra verslun og viðskipti á höfuðborgar- svæðinu í áður óþekktum mæli og húsnæði og hallir hinna ný- ríku mynda þar heil byggða- hverfi. Óheft frelsi markaðsaflanna Menn spyrja eðlilega, hvort hér séu að verki einhver nátt- úrulögmál eða önnur öfl, sem við landsbyggðarfólkið getum ekki haft áhrif á. Svarið er neit- andi. Meginástæða þessarar hröðu öfugþróunar er stefna núverandi valdhafa, ríkisstjórn- ar Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks. Breytilegt árferði og aflasamdráttur skipta hér ekki sköpum. Á móti sveiflum í þorskafla hafa komið auknar veiðar á öðrum tegundum, m. a. stóraukinn loðriuafli. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar hefur verið fjandsamleg sjávarútveginum og öðrum frumvinnslugreinum, en á sama tíma hafa allar flóðgáttir verið opnaðar fyrir gróðaöflin í þjóð- félaginu. Þessar áherslur koma m. a. fram í ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar um frjálsa vexti með tilheyrandi vaxtaokri og í frelsi til handa verslun og við- skiptaaðilum til álagningar, sem leitt hefur til hærra vöruverðs á mörgum sviðum. Það er þetta óhefta frelsi markaðsaflanna, sem vinnur á öllum sviðum gegn landsbyggð- inni og sogar fjármuni og fólk suður í áður óþekktum mæli. Við þetta bætast skipulegar samdráttaraðgerðir stjórn- valda, m. a. í framlögum til sam- neyslu og opinberra fram- kvæmda og kemur sú stefna fyrst og fremst niður á lands- byggðinni. Ábyrgðin hjá þingliði stjórnarflokkanna Þeir sem framkvæma þessa stefnu og bera pólitíska ábyrgð á henni eru ráðherrar og alþing- ismenn í röðum stjórnarflokk- anna, þar á meðal fjórir fulltrú- ar kjörnir af Austfirðingum. Að baki standa voldug öfl sem ráða ferðinni í Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki sem telja sig hafa hag af þessari stjórnarstefnu, ríkisstjórnar fremst í fylkingu Verslunarráð íslands. Landsbyggðin á sína miklu möguleika nú sem fyrr, aðeins ef rétt er á málum haldið. Úti um landið verður til megnið af þjóðarauði og gjaldeyristekjum landsmanna. Spurningin stend- ur um það, hvort fólkið sem skapar þennan auð og byggðar- lög þess fái eðlilega hlutdeild í honum. Til þess þarf stjórnar- stefnu vinsamlega landsbyggð- inni og þess utan margháttaðar aðgerðir til að treysta stöðu hennar til lengri tíma litið. Að þeim þáttum verður vikið nánar síðar hér í blaðinu. Lionsferð eldri borgara Skemmtiferð eldri borgara verður farin á vegum Lions- klúbbs Norðfjarðar laugardag- inn 27. júlí og er mæting kl. 10 um morguninn á eftirtöldum stöðum: við Sjúkrahúsið, Egils- búð og Söluskála Olís. Þátttöku ber að tilkynna til Jóhanns G. Stephensen í síma 7456 og Bjarna Aðalsteinssonar í síma 7583 og veita þeir nánari upplýsingar. Forseti íslands og forseti bœjarstjórnar Nes- kaupstaðar. Ljósm. B. S. Vigdís forseti heilsar Ármanni Eiríkssyni, á milli þeirra er Jónína Halldórsdóttir, eiginkona Ármanns. Aftar standa Margrét Jóhannesdóttir og Fanney Gunnarsdóttir. Ljósm. B. S. Vigdís forseti heimsótti saltfiskverkun SVN og hitti þar m. a. Valdemar Andrésson. Ljósm. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.