Austurland


Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 25. JÚLÍ 1985. -Austurland- MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Að lokinni heimsókn þjóðhöfðingja Nú er lokið opinberri heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Austurlands. Heim- sóknin stóð dagana 13. - 22. júlí og heimsótti forset- inn öll byggðarlög í Múlasýslum og kaupstaðina. Veðurfar var ekki sem best þessa daga, kalt og úrkomusamt og dagana fyrir heimsóknina gekk reyndar yfir eitt hið versta áhlaup, sem orðið hefir á þessum árstíma, og það svo að sumir fjallvegir urðu ófærir vegna snjóa. Þrátt fyrir þetta óblíða veður tókst heimsókn for- setans vel og ríkti mikil stemmning hvarvetna þar sem tekið var á móti forsetanum og fjölmenni var á hverjum stað, þar sem opið hús var. Forsetinn fékk hlýjar viðtökur og tildurlausar og Vigdís Finnbogadóttir er svo vingjarnleg og alþýðleg í framkomu, að hvarvetna var sem gamlir vinir hittust, er Austfirðingar heilsuðu upp á forseta sinn. Ekki er óeðlilegt þó að spurt sé, hvaða gagn sé af svona heimsóknum. Þær eiga sér ekki oft stað, hver forseti íslands hingað til hefir komið einu sinni í slíka heimsókn til Austurlands á valdaferli sínum. Síðasta heimsóknin var fyrir 14 árum, er Kristján Eldjárn heimsótti Austurland. Opinberar heimsóknir þjóð- höfðingja krefjast allmikils undirbúnings bæði af hálfu forsetaembættisins og heimamanna á hverjum stað og nokkru er til kostað. Þetta finnst öllum sjálf- sagt og ekki síst þegar í hlut eiga vinsælir og víðsýnir þjóðhöfðingjar. Þessum heimsóknum er ætlað að tengja þjóðina saman og skapa persónulegt samband milli æðstu embættismanna þjóðarinnar og fólksins í hinum ýmsu byggðum. Það á að geta aukið skilning og sam- heldni og því haft raunverulega hagnýtt gildi. Slíkar heimsóknir vekj a athygli á þeim byggðarlög- um, sem heimsótt eru og þeim málefnum, sem skipta íbúana þar mestu máli og forsetinn fær tækifæri til að hlusta á raddir fólksins vítt og breitt um landið. Ef það eykur skilning æðstu embættismanna þjóðar- innar á lífi og störfum fólks í öllum byggðum landsins, er tvímælalaust gagn af slíkum opinberum heimsókn- um. Vigdís Finnbogadóttir, forseti hefir fullan skilning á þessu. Þess vegna er heimsókn hennar gagnleg og þess vegna er hún velkomin í hvert byggðarlag. Henni fylgja bestu óskir Austfirðinga með kærri þökk fyrir heimsóknina og góðan skilning á málefn- um hinna dreifðu byggða. B. S. ARNAÐ HEILLA Afmæli Sigurfinna Eiríksdóttir, hús- móðir, Gilsbakka 11, Neskaup- stað, varð 70 ára 21. júlí sl. Hún er fædd í Vestmannaeyjum, en hefir átt heima hér í Neskaup- stað lengstaf. Ármann Eiríksson, fyrrv. út- gerðarmaður, Mýrargötu 18, (Breiðabliki) Neskaupstað, varð 85 ára 22. júlí sl. Hann er fæddur á Krossanesi við Reyð- arfjörð, en fluttist til Neskaup- staðar 1914 og hefir átt hér heima síðan. * 1 • Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 28. júlí kl. 1030 f. h. Ath. messutímann. Sóknarprestur. Dansleikur með Bumbunum í Egilsbúð nk. föstudagskvöld kl. 23-3 EGILSBÚÐ Dag- skrá Föstudagur 2. ágúst: Kl. 1700 - 2 1 00 Frjálsar íþróttir —Hástökk, langstökk, kúluvarp o. fl. Kl. 2 1 00 — 2 230 Hljómsveitin Fásinna skemmtir Kl. 2300 - 0300 Stuðmenn, HLH-flokkurinn og fleiri skemmta Laugardagur 3. ágúst: Kl. II00 - 1600 Kl. 1600 - 1630 Kl. 1630 - 2000 Kl. 2 1 00 - 2 230 Kl. 2300 - 0300 Sunnudagur 4. Kl. II00 - 1400 Kl. 1400 - 1700 Kl. 1800 - 2000 Kl. 2000 - ? Kl. 2300 - 03°° Kl. 2400 1) Ratleikur, 2) Blakkeppni, 3) Aflraunakeppni, 4) Knattþrautir og fleira Halli, Laddi og Bjöggi skemmta Hljómsveitakeppni - Undankeppni Hljómsveitin Fásinna skemmtir Stuðmenn, HLH-flokkurinn, Stuðmenn og Megas, Blámannadansflokkur frá Senegal og fleiri skemmta ágúst: 1) Víðavangshlaup, 2) Aflraunakeppni, 3) Kappganga, 4) Knattþrautir og fleiri íþróttir Fjölskyldudagskrá: 1) Megas og Stuðmenn, 2) Dansflokkur frá Senegal, 3) Heiðursgestur flytur mál sitt, 4) Laddi, 5) Halli og Laddi, 6) Björgvin Halldórsson, 7) HLH-flokkurinn, 8) íþróttasýning sigurvegaranna Hljómsveitakeppni - Úrslit Sigurhljómsveit keppninnar treður upp Stuðmenn og Blámenn skemmta Varðeldur og flugeldasýning Mánudagur 5. ágúst: Kl. 0800 — 1800 Samkomugestir halda heimleiðis Alla helgina verður starfrækt útvarpsstöð, ÚTVARP ATLAVÍK

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.