Austurland


Austurland - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 01.08.1985, Blaðsíða 2
1 FIMMTUDAGUR. 1. ACiUSI F)S>. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritneínd: Elma Guömundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir- Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Laun fískvinnslufólks verða að stórhækka Ein þeirra atvinnugreina sem skiptir hvað mestu máli í þjóðarbúskap íslendinga er fiskvinnslan. Hún margfaldar verðmæti þess afla, sem sjómenn koma með að landi og því er afar mikilvægt, að fiskvinnslunni séu búin hin bestu skilyrði. Sjávaraflinn skapar aðalútflutningsverðmætin og sá afli verður því verðmætari sem fiskvinnslan er betur í stakk búin og vinna í þeirri grein betur af hendi leyst. Eins og vera ber er aðstaða til fiskvinnslu víða góð hér á landi, hraðfrystihús víða góð og vel búin og aðrar fiskverk- unarstöðvar einnig. Það er ekki síst að þakka skilningi þeirra vinstri stjórna, sem setið hafa við völd hér á landi öðru hverju síðustu áratugi. Þessi ytri búnaður er þó ekki trygging fyrir því, að fisk- vinnslan sem slík njóti þeirrar virðingar sem henni ber meðal fiskveiðiþjóðar og að fólk sækist eftir því að vinna við þessa helstu auðlind landsmanna. Þar þarf margt fleira að koma til. Aðbúð fólks á vinnustöðum skiptir þarna miklu máli og þar hefir á orðið breyting til hins betra og víða er hún sjálfsagt góð. Annað skiptir þó meira máli og má þar fyrst og fremst nefna launakjör og atvinnuöryggi. Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks, sérstaklega kvenna í hrað- frystihúsum, er vægast sagt harla lítið. Erfiðlega hefir gengið að bæta þar úr með lagasetningum og er þess skemmst að minnast, er tillaga þar að lútandi var felld á jöfnum atkvæðum á Alþingi í vor. Mættu austfirskar fiskvinnslukonur sérstaklega minnast þess, að á Alþingi sat þá ein kona sem fulltrúi Austur- landskjördæmis og greiddi hún atkvæði á móti auknum réttind- um fiskvinnslufólks í atvinnuöryggismálum. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að þessi kona sat á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn. Launakjör fiskverkunarfólks og þá sérstaklega kvenna í hraðfrystihúsum, eru skammarlega léleg og raunar fyrir neðan allt velsæmi. Þau laun sem samið hefir verið um eru svo lág, að margir atvinnurekendur skammast sín fyrir að borga svo lág laun og borga sumir hærra en þeim ber samkvæmt samn- ingum, samt eru launin ekki mannsæmandi. Algengt tímakaup fiskvinnslukvenna er um 90 kr. og geta allir reiknað út, hversu lífvænlegt þá er að stunda þessa at- vinnu. Að vísu er hægt að hækka launin nokkuð með bónusgreiðsl- um, en til þess að fá einhvern bónus þarf mikla þjálfun. langan vinnutíma og heilsuspillandi vinnuþrælkun. Upp á slík kjör getur engin þjóð boðið og það í einni þýðingarmestu atvinnu- grein landsins. Það er í senn þjóðarnauðsyn og óumdeilanlegt réttlætismál. að laun fiskvinnslufólks verði stórbætt nú þegar. fast kaup hækkað, en bónusgreiðslur verði lægra hlutfall launa. Þá fyrst er von til þess, að fólk vilji vinna við fiskvinnslu og sæmandi sé að ráða fólk í þau þýðingarmiklu störf. B. S. S Meistaramót Islands Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum ]4 ára og yngri var huldið á Egilsstöðum 20. - 21. júlí 1985. UÍA sá um undirbúning og framkvæmd mótsins. Keppend- ur voru 276 frá 20 samböndum. Úrslit 611 m hlaup stelpna 12 ára og yngri. 1. Heiða Bjarnadóttir. UMSK 8.6 sek. 2. GuðnýÁstaGuðmundsd..UDN 8.8sek. 3. Jónína Garðarsdóttir. UMSE 9.0 sek. 4. Helena Víðisdóttir. UÍA 9.4 sek. 8011 m hlaup stelpna 12 ára og yngri. 1. Hjördís Ólafsdóttir. UÍA 2:44.9 mín. 2. Helena Víðisdóttir. UÍA 2:46.3 mín. 3. Kolbrún Pétursdóttir. l'ÍA 2:47.2 mín. Hástökk stelpna 12 ára og yngri. 1. Helena Víðisdóttir. UÍA 1.30 m 2. Hafrún Rut Backman. HSK 1.30 m 3. AuðurÁ. Hermannsdóttir. HSK 1.30m Langstökk stelpna 12 ára og yngri. 1. AuðurÁ. Hermannsdóttir. HSK 4.41 m 2. Heiða Bjarnadóttir. UMSK 4.38 m 3. Jónína Garðarsdóttir. U.MSE 4.31 m Rulmarp stelpna 12 ára og yngri. 1. Þórdís Guðmundsdóttir. HSÞ 7.60 m 2. Asa Þorsteinsdóttir. UMSE 7.35 m 3. Guðrún Klæmintsdóttir. HSH 7.24 m 4 X 100 metra boðhl. stelpna 12 ára og yngri. 1. Sveit UÍA (A) 59.3 sek. 2. Sveit HSK 60.0 sek. 3. Sveit UÍA (B| 61.6 sek. 60 m hlaup stráka 12 ára og yngri. 1. Guðmundur Ö Jónsson. HSP 8.5 sek. 2. Þórir Steinþórsson. HSP S.7 sek. 3. -4. KritsinnH. Fjölnisson.L'SL' S.Ssek. 3. - 4. Guðmundur Jónsson. HSK 8.S sek. 800 m hlaup stráka 12 ára og yngri. 1. SigurbjörnArngrímss.. HSÞ 2:34.5min. 2. Jónas F. Steinsson. UÍA 2:37.5 min. 3. Birgir Karl Ólaísson. LÍA 2:38.' min. Hástökk stráka 12 ára og yngri. 1. Jóseí A. Skúlason. HSK 1.40 m 2. Jónas F. Steinsson. UÍA 1.35 m 3. - 4. Hilmir Steinþórsson. USL' 1.30 m 3. - 4. Jón lngi Þorgrímsson. LÍA 1.30 m Langstökk stráka 12 ára og yngri. 1. Kristinn H. Fjölnisson. USL' 4.59 m 2. Birgir Bragason. L'MFK 4.25 m 3. Jósef A. Skúlason. HSK 4.24 m kuhnarp straka 12 ara og yngri. 1. Björn Þór Jóhannsson. L'ÍA 10.35 m 2. Jóseí A. Skúlason. HSK 8.45 m 3. kristinn Þ. Sturluson. l'ÍA 8.(19 m 4X 100 metra boðhl. stráka 12 ára ogyngri. 1. Sveit HSK (A) 59.0 sek. 2. Sveit L'ÍA (A) 59.7 sek. 3. Sveit HSÞ 59.8 sek. 4. Sveit HSK |B) 60.6 sek. 100 m hlaup telpna 13 - 14 ára. 1. Ágústa Pálsdóttir, HSÞ 13.2 sek. 2. Helena Jónsdóttir, UMSK 13.6 sek. 3. Ranpveig Guðjónsdóttir. HSK 13.7 sek. 4. Hrafnhildur Guðjónsd., UÍA 13.8 sek. 800 m hlaup telpna 13 - 14 ára. 1. Guðrún Sveinsdóttir. UÍA' .2: 34.6 mín. 2. Linda Larsen, HSK 2: 38.3 mín. 3. Fjóla Guðjónsdóttir, UMSB 2 :40.5 mín. Hástökk telpna 13 -14 ára. 1. Elín Jóna Traustadóttir. HSK 1.58 m 2. Hlín Albertsdóttir. HSK 1.50 m 3. Linda Larsen. HSK 1.45 m Langstökk telpna 13 - 14 ára. 1. Elín Jóna Traustadóttir, HSK 4.83 m 2. Helena Jónsdóttir. UMSK 4.68 m 3. Jónína Einarsdóttir. UIA 4.65 m Kúluvarp telpna 13 -14 áia. 1. Guðbjörg Viðarsdóttir. HSK 9.76 m 2. Helga Árnadóttir. KR 7.65 m 3. Borghildur Ágústsdóttir. HSK 7.28 m Spjótkast telpna 13-14 ára. 1. Kristín Högnadóttir. L'ÍA 27.14 m 2. Guðbjörg Viðarsdóttir. HSK 26.94 m 3. Jóna Halldórsdóttir. L'ÍA 25.10 m 4 X 100 metra boðhlaup telpna 13 - 14 ára. 1. Sveit L'MSK 55.0 sek. 2. Sveit L'ÍA (A) 55.5 sek. 3. Sveit HSK (A) 55.9 sek. 100 m hlaup pilta 13 - 14 ára. 1. Örn Ólafsson. ÍBA 12.li sek. 2. Bjarni Þ. Sigurðsson. HSS 12.2 sek. 3. Þröstur Ingvason. L'SAH 12.4 sek. 4, Hafsteinn Hannesson. HSK .12.5 sek, 800 m hlaup pilla 13 -14 ára, 1. Þröstur Inevason. USAH 2: 22.6 mín. 2. Kári Hrafnkelsson. UÍA 2:26.9 nun 3.-4. Ástv.ÓliÁgústss.HSK 2:27.Smm. 3.-4. JónatanVilhjálmss..UIA 2:27.8min Hástökk pilta 13 - 14 ára. I. Þröstur Ingvason. USAH ' L75 m 2: Bjar.ni Þ. Sigurðsson, HSS 1.70 m 3. Einar Gunnar Sigurðsson. HSK 1.70 m Langstökk pilta 13 - 14 ára. 1. Bjarni Þ. Sigurðsson, HSS 5.80 m "2„ Þröstur lngvason. USAH 5.65 m 3. HaukurSnærGuðmundss.,HSK 5.21 m Kúluvarp pilta 13 - 14 ára. 1. Jón Hauksson. UÍA 12.53 m 2. Jóhannes Helgason. FISK 12.48 m 3. Magnús Aðalsteinsson, HSÞ 12. III m Spjótkast pilta 13 - 14 ára. 1. Arnar Þór Björnsson, HSK 38.5(1 m 2. Stefán Magnússon. UÍA 35.72 m 3. Guttormur Brynjólfsson. UÍA 34.78 m 4 X 100 metra boóhlaup pilta 13 - 14 ara. 1. SveitHSK(A) 51.8 sek. 2. Sveit HSK (B) 52.9 sek. 3. Sveit UÍA (A| 54.5 sek 4. SveitUSAH 54.7 sek Stigahæstu einstaklingar Stelpur 12 ára og yngri: Heiða Bjarnadóttir, UMSK, 60 m hlaup 8 6 sek. 12(KI stig. Strákar 12 ara og yngri: Guðmundur Ö. Jónsson. IISK. 611 m lilaup 8.5 sek. 11125 stig. Telpur 13 - 14 ára: ElínJóna fraustadóttii.HSK.haslokk I ss m 1067 stig. Pillar 13 - 14 ara: Bjarni Þ. Sigurðsson. IISS, langstokk 5.80 m 1050 stig. Hafnarkaffi opnað eftir breytingar Veitingastofan Hafnarkaffi í Neskaupstað var opnuð á ný sl. sunnudag eftir töluvérðar breyt- ingar. Settir hafa verið upp básar. þar sem sæti eru fvrir 30 manns. Þá er kominn þarna grillstaður. þar sem allir venju- Allir spilakassai li.ila sernl fjarkegðir og I lalnarkalli |>\ i orðin vistleg matstola. en i.iln framt verður solulúgan opin cins og verið lieln Ilinir nvju eigendm I l.iln.u kaffis eru Aðalbjöig Þ> u vaið.u legir grillréttir fást bæði kjöt- og ilóttir og Kristinn S fmð fiskréttir. muiulsson. /i S Auglýsing Tæknifræöingar / Verkfræöingar Staða bæjartæknifræðings / verkfræðtiKjs i Neskaupstað, sem gegnir jafnframt störfum byggingafulltrúa, er laus til umsóknar Æskilegt er að viðkomandi geti hafið storf sem fyrst Skriflegar umsóknir, er tilgreim menntun og fyrri störf, sendist bæjarskrifstofunnt i Neskaupstað fyrir 15. ágúst nk. Nánariupplýsingar veitir Ásgetr Magnússon, bæjarstjóri S 97-7700 Bæjarstjóri Húsnæði óskast Vantar 2-3 herbergja íbúð sem fyrst Nánari uppl.: Unnur S 7252

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.