Austurland


Austurland - 01.08.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 01.08.1985, Blaðsíða 4
 FLUGLEIDIR S LÁNIÐ LEIKUR VIÐ þig í Gott fólk hjá traustu télagi M. Auglýsingasími Austurland Ni'skiuipslaö, /. áf’úst I9SS. Super • APEX — Egs./Rek./Egs. AUSTURLANDS SPARIS JÓÐNUM 1. og 5. ágúst S 7119 er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Er rafmagnseftirlit sniðgengið? Rafmagnseftirlit ríkisins, hér á eftir nefnt RER, er ríkisstofnun, sem lítið fer fyrir og hefir örfáa menn í þjónustu sinni. Pessi stofnun er ekki dýr í rekstri og virðast margar aðrar stofnanir liggja betur við höggi, þegar rcett er um sparnað í rekstri opinberra stofnana. Iðnaðarráðherra hefir samt látið gera úttekt á rekstri og starfsemi RER. Eftir athugun einkafyrirtœkis á þeirri starfsemi, var lagt til, að dregið yrði úr henni. Hafa menn óttast að starfsemin verði annað hvort falin einkaaðilum eða henni komið inn í aðrar stofn- anir sem einhvers konar aukabúgrein. NEISTAR Upprifjun á skólalærdómi Fyrir tæpum aldarfjórðungi dag. Virðingin kemur ekki að sat ég í Samvinnuskólanum að Bifröst. Þar lærði ég heil- mikið um hitt og þetta. en að vonum erfitt að gera úttekt á því hvað var gagnlegast af þekkingunni. Ein var sú námsgrein „rekstrarhag- fræði", sem ég gat engan vcg- inn skilið. Utan þó. að ég skildi eina kenningu. Það var kenningin um flöskuhálsinn, sem alls ekki má myndast í rekstri og tefur allan árangur starfsins, sama hvcrsu vel er unnið fyrir ofan og neðan hálsinn. Arum saman henti ég gam- an að flöskuhálslærdómi mínum, cn skyndilega hætti ég því, minnug hins forn- kveðna urn þann ct' í glerhúsi býr. Launastefna sú sem beitt er gagnvart konum er nefnilega dæmigerður flöskuháls á kvenfrelsisbaráttuna. Það er virðingarleysið gagnvart kon- um sem ræöur stöðu okkar í ofan, hún kemur upp úr launaumslaginu. Sá sem lítið ber úr býtum þar. er lítils virtur, þeir sem fá þykkt umslag, þeirra er virðingin. Tökum dæmi af konum: Rétt- indalaus kennslukona nýtur meiri virðingar en réttinda- laus þvottakona, enda kaup þeirrar fyrrnefndu aðeins skárra. Við höfum heyrt að mjaltakonur á samyrkjubúum í Sovét njóti meiri virðingar en karl- jafnt sem kvenkyns- tannlæknar á sama stað, enda laun þeirra fyrrnefndu í réttu hlutfalli við þýðingu starfa þcirra, sem standa undir launagreiðslum búsins. Mjaltakonur, jafnt sem aðrar erfiðisvinnukonur, njóta engrar virðingar i okkar landi, enda flestar rétt varla nema matvinnungar, og flest- ar þeirra fá ekkert launaum- slag. Geturn við látið þetta við- gangast lengur'? A. Þ. Alyktun ráðstefnu Alþýðubanda- lagsins íAusturlandskjördœmi, sem haldin var að Hallormsstað dagana 29. - 30. júní 1985: Æskulýðsmál Vonandi verður þó ekki eftir þessu farið og styðja orð Sverris Hermannssonar. iðnaðarráð- herra á Alþingi í vor það álit. Hann svaraði fyrirspurn frá Helga Seljan um rafmagnseftir- litið á þá leið. að hann vildi alls ekki rýra stöðu þess heldurefla það. En til hvers er RER og hvað gerir það? Rafmagnseftirlitinu má skipta í tvo flokka. annars vegar í eftirlit með háspennuvirkjum og öðrum dreifivirkjum í rektstri rafveitna og hins vegar í almennt húsveitueftirlit, þar sem aðaláhersla er lögð á eftirlit með alls kyns vinnusvæðum. fiskvinnslustöðvum. verkstæð- um o. s. frv. og raffangaprófun. Sérhverri rafveitu ber sam- kvæmt lögum að ráða sér sér- stakan umsjónar- eða eftirlits- mann til þessara starfa. en RER hefir svo yfirumsjón með þessu eftirliti. Almennt er talið af sérfróðum mönnum, sem blaöið hefir rætt \ iö að allvel sé séð fyrir eftirliti með háspennu- og dreifivirkjum \ íöast hvar á landinu en eftirliti með húsveitum sé hins \ egar að- eins framfvlgt að takmörkuðu levti. Ahugi rafveitna á þessu eftirliti \i rðist af skornum skammti og eftirlitsmenn þeirra eru látnir sinna öðrum störfum og það kallað sparnaður í rekstri. RER er svo alltof ta- liðuö stofnun til að þaðan verði fylgt eftirsem skvldi þ\ í eftirlits- hlutverki. seni henni er ætlað að inna af höndum. Það eftirlit, sem rafveiturnar eiga að framkvæma, láta þær þó viðskiptavini sína borga, hvort sem það fer fram eða ekki. þ\ í aðsá kostnaðurerreiknaður inn í gjaldskrár rafveitnanna. Rafmagnsnotendur og -kaup- endur eiga því fullan rétt á því, að eftirliti rafveitnanna sé treystandi og þaö vel af höndum levst. Raforkunotendur og -kaup- endur hafa hins vegar einnig skyldur. Þeir ciga auðvitað að fara eftir því sem eftirlitsmenn segja og láta laga það sent ábótavant kann að vera og eftir- litsmenn Ieggja fvrir. Á þessu mun einnig vera verulegur mis- brestur. Það mun vera allalgengt að fyrirtæki og jafnvel einstakl- ingar láti dragast ;í langinn eða alveg hjá líða að gera þær um- bætur, sem eftirlitsmenn leggja fyrir. S1 íku r drá11u r er þá j afnve I talinn vera sparnaður í rekstri og viðgeröarkostnaði. Og ef óhapp verður og tjón hlýst af. er heldur ekki svo miklu hætt, ef satt er. að tryggingafélög greiði að fullu tjón án tillits til þess. hvort öryggismál eru í lagi eða ekki. Þar er raunar komið að enn einum aðila, sem á að fjalla unt þessi mál og stuðla að fyllsta ör- yggiseftirliti. Þar á ég við trygg- ingafélögin. Þau eiga að vera ströng í öryggiskröfum og ganga hart eftir því. að farið sé eftir fyrirmælum eftirlitsmanna um úrbætur. Þau eiga ekki að greiða tryggingabætur, nema þessi mál séu í lagi og mega alls ekki láta sem þeim komi slíkt ekki við og greiða tryggingabætur, þó að ör- yggi hafi verið ábótavant, bara til þess að halda stórum við- skiptavinum. Rafmagnseftirlit verður ekki í lagi fremur en annað öryggis- cftirlit fyrr en viðhorf allra gagn- vart því verður jákvætt og litið verður á það sem allra hag að fara eftir því. Eftirlitið sjálft sem stofnun verður líka að efla. Það væri sennilega skiIvirkast. að RER hefði allt eftirlit með höndum. Það ætti því að stór- efla Rafmagnseftirlit ríkisins í stað þcss að vera með vanga- veltur um aö lcggja þaö niöur. Án nokkurs vafa hafa eftirlits- störf RER og rafveitnanna einnig í mörgum tilfellum komið í veg fyrir slys og tjón, en efling eftir- litsins mun skila sér margfaldlega í færri slysum, minni tjónum og lækkuðum iðgjöldum trygginga- félaga, ef rétt er á haldið. Aukin fræðsla almcnnings um þessi mál er nauösynleg og það fræðslu- og kynningarstarf, scm starfsmaður RER á Austurlandi hefir haft meö höndum í skólum hér austanlands á síðustu árum er þakkarvert. Einnig ber að fagna því frumkvæði Sverris Hermannssonar, iðnaðarráð- herra að koma á fót sérstöku fræðslustarfi hjá RER. Almenn fræðsla um rafmagn og raftæki og þær hörmulegu aflciðingar. sem af því geta hlotist, ef ekki er rétt um búið og á haldið á að skila sér í meira öryggi og færri slysum og tjónum. B. S. Fundurinn lýsirfullum stuðn- ingi við þingsályktunartillögu Helga Seljan o. fI., þar sem lagt cr til að sett verði löggjöf um stuðning hins opinbera við starf á vegum hinna frjálsu félaga, scm sinna æskulýðsstarfi. Bent er á þá staðreynd að mörg æskulýðssamtök eiga erf- itt uppdráttar, þar sent crfitt er um fjáraflanir, en opinber stuðningur óviss. Fundurinn telur að allt félags- starf í landinu hafi fallið of mikið í þann farveg að tak- marka sig við vissa aldurshópa. Varar fundurinn við þessu og hvetur fólk til að vclja sér vcttvang, þar sem flestir aldurs- hópar geti átt aðild. Ráðstefnan fagnar þeirri kynningu á æskulýösstarfi sem nú fer fram á þessu alþjóðlcga ári æskunnar. Bendir fundurinn öllum hlut- aðeigandi aðilurn á að hagnýta sér þann meðbyr sem nú er fyrir aukningu í tómstundastarfi ungs fólks. Sérstaklega ættu opinberir aðilar að vera vakandi fvrir því hvar úrbóta er þörf á þessu sviöi, og beina meira fjármagni til þessara verkefna. Þá eru skólayfirvöld eindregið hvött til að taka upp skipulega fé- lagsmálafræðslu á grunnskólastigi. þar sem skipulcga yrði unnið að því að gera alla nemendur virka í félagsstarfi og þeim kennd undir- stöðuatriði í fundarstörfum og ræðumennsku. Mikilvægt er að hver nemandi nái því að tjá hug sinn í hóp, og mætti e. t. v. haga kennslu í öðrum greinum þannig að svo megi verða. I þessu sambandi undirstrikar fundurinn þá staðreynd að í þjóðfélaginu eru flestar ákvarö- anir teknar á félagslegum grunni. Lýðræöið verður aldrei fullkomið nenta sem allra flestir séu færir um að starfa að málum í félagi. jjpr NESKAUPSTAÐUR Frá Bæjar- og héraðsbókasafni Neskaupstaðar Safnið verður opnað fimmtudaginn 1. ágúst nk. og verður opið í ágúst og september sem hér segir: Mánudaga kl. 16 — 19 Miðvikudaga kl. 16 — 19 Fimmtudaga kl. 20 - 22 Lánþegar, vinsamlegast skilið bókum inn sem fyrst Bókavörður

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.