Austurland


Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 1
Austurland Viku - Færeyjarferð Brottför 22. 8. Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 8. ágúst 1985. 27. tölublað. Hjörleifur Guttormsson. Valddreifíng og ný verkefni til héraða og sveitarstjórna Tillögur um nýja byggðastefnu settar fram á Alþingi í grein í AUSTURLANDI nýlega gerði ég að umtalsefni þátt ríkisstjórnarinnar í þeirri miklu byggðaröskun sem nú stendur yfir og ógnar lands- byggðinni. Frumskilyrði þess að spornað verði við þeirri öfugþróun er að til komi ríkisstjórn og meirihluti á Alþingi sem hafi skilning á því að efla þurfi byggð um allt land. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt vilja sinn í veki í þessum efnum og ljóst er að koma verður henni frá, ef aðstæður eiga að skapast til gagnsóknar fyrir landsbyggð- ina. Pá er og ljóst, að eigi að treysta grundvöll atvinnulífs á landsbyggðinni þarf rekstrarað- staða frumvinnslugreinanna, sjávarútvegs og Iandbúnaðar, að komast í það horf, að þessir atvinnuvegir hafi forsendur til endurnýjunar og þróunar. Nú er staðan m. a. þannig í sjávar- útvegi vegna vaxtastefnu stjórn- valda, að fjármagnskostnaður Seyðisfjörður: s Utimarkaður Kvenfélag Seyðisfjarðar starfrækir í sumar útimarkað á planinu við félagsheimilið Herðubreið og er hann opinn á miðvikudögum og fimmtudög- um. Ýmiss konar varningur er á boðstólum, einkum handunn- in vara úr íslenskri ull. Markaðurinn, ásamt ýmsu öðru, er viðleitni í þá átt að auka fjölbreytni í þjónustu við ferða- fólk og hefur sú starfsemi gefið góða raun. J. J. I S. G. margra fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu er meiri en launa- greiðslur hjá sömu fyrirtækjum. Á sama tíma ákvarða stjómvöld tekjur og helstu útgjöld í sjávar- útveginum í gegnum gengis- skráningu, orkuverð að með- töldum olíukostnaði, auk vaxta- greiðslna. Það eru hins vegar fleiri þættir sem þurfa að koma til, ef tryggja á hlut landsbyggðarinnar, m. a. í vexti þjónustugreina. Um þau efni er fjallað í þingsályktunar- tillögu um nýja byggðastefnu, sem ég flutti á síðasta þingi ásamt Steingrími J. Sigfússyni. Verður hér vikið að því sem varðar hugmyndir okkar flutn- ingsmanna um nýtt stjórnsýslu- stig og sveitarstjórnir. Vald og verkefni til héraðsstjórna Jafnframt því sem greitt verði fyrir sameiningu sveitarfélaga í stærri og öflugri einingar en nú er, verði dregið úr miðstýrðu valdi ríkiskerfisins og Alþingis með því að flytja heim í héruð verkefni og ákvarðanir til lýð- ræðislega kjörinna stjórna og til sveitarfélaga um leið og þeim verði tryggðir nýir og sjálfstæðir tekjustofnar. í tillögunni er ekki kveðið af- dráttarlaust á um landfræðileg mörk slíkra héraða, enda er slíkt álitamál sem eðlilegt er að nánar sé rætt í byggðunum. Við flutningsmenn teljum einkum koma til greina að miða stærð héraða við skiptingu landsins í þjónustusvæði, sem gætu orðið allmörg, eða miða við núver- andi kjördæmaskiptingu utan Suðvesturlands. Við leggjum áherslu á að hér- aðsstjórnir verði kosnar beinni lýðræðislegri kosningu, sem eðlilegt er að fram fari samhliða sveitarstjórnarkosningum. Hér- uðin fái sjálfstjórn og umsýslu í ýmsum málaflokkum, sem nú eru í höndum ríkisins eða ríkis og sveitarfélaga. Héraðsstjórnirnar eiga sam- kvæmt hugmyndum okkar Steingríms að fá ákvörðunar- vald í málum er varða viðkom- andi svæði, þar á meðal um skiptingu fjármagns sem Al- þingi veitir til einstakra mála- flokka, t. d. fræðslumála, sam- göngumála og heilbrigðismála. Einnig fari héraðsstjórnir með ráðgefandi vald í málum sem sameiginleg eru með ríki og sveitarfélögum á viðkomandi svæði. Á vettvangi héraðs- stjórna yrði einnig um að ræða margs konar samráð í málum er varða sveitarfélög innan sama héraðs. Tekjuöflun héraða og sveitarfélaga Ætla þarf hverju héraði tekjustofna til að standa undir þeim verkefnum sem verða á valdi héraðsstjórna svo og undir sameiginlegum verkefnum sam- kvæmt ákvörðun sveitarfélaga innan héraðsins. Við bendum á að tekjur til héraðsstjórna gætu m. a. komið frá eftirtöldum að- ilum: # Frá ríki samkvæmt ákvörðun Alþingis, m. a. með hliðsjón af framleiðslustarfsemi og verðmætasköpun á viðkom- andi svæði. O Úr ríkissjóði sem ákveðið hlutfall af heildartekjum ríkisins af söluskatti og þá í samræmi við íbúatölu í hér- aðinu. # Frá sveitarfélögum skv. sam- komulagi um sameiginleg verkefni á svæðinu. 9 Frá aðilum sem hafa stóran hluta tekna sinna af viðskipt- um við landsbyggðina en greiða nú aðstöðugjald þangað sem þeir hafa heimili og vamarþing, aðallega til Reykjavíkur. Erhérm. a. átt við tryggingafélög, skipafé- lög, innflutningsfyrirtæki og banka. Við gerum ráð fyrir að sveit- arfélög afli áfram tekna með út- svari en fái meira sjálfræði um álagningu. Varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er bent á að taka þurfi meira tillit en nú er til aðstæðna viðkom- andi sveitarfélaga til tekjuöflun- ar og krafna um þjónustu. í tillögu okkar Steingríms koma fram ýmsir fleiri þættir til að treysta aðstöðu landsbyggð- arinnar og mun ég fjalla um þá síðar hér í blaðinu. Um og kringum sl. helgi voru smábátar í 5 daga veiðibanni. En nú eru trillukarlarnir byrjaðir róðra aftur og m. a. þeir (f. v.) Heiðar Sveinsson, SveinnÞórðarsonogValgeirKr. Guðmundsson. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Seyðisfjörður: Hótel Snæfell Gott hótel í hjarta bæjarins Hjónin Sigrún Ólafsdóttir og Pétur Jónsson hafa undanfarin misseri unnið að endurbyggingu og endurbótum á Hótel Snæfelli og er því verki nýlega lokið. Síð- ast var byggður við hlið hótels- ins einkar laglegur veitinga- skáli, sem rúmar 40 - 50 manns í sæti. Hótelið er miðsvæðis í hjarta Eskifjörður: Loðnubræðsla hafin Loðnuvertíð er nú hafin að nýju og er veiðisvæðið á hinu svokallaða „gráa svæði" milli Jan Mayen og Grænlands. Fyrsta loðnan er þegar komin til Eskifjarðar, en Guðrún Þorkelsdóttir landaði þar sl. laugardag og Svanur RE á sunnudag, samtals 1.340-1.350 tonnum. Bræðsla hófst á sunnu- dagsmorgun. Þó nokkur skip eru byrjuð loðnuveiðar, en Guðrún Þor- kelsdóttir er eini Austfjarðabát- urinn, sem byrjaður er veiðar. Nokkuð hefir verið talað um í fréttum, að Hraðfrystihús Eskifjarðar yfirborgaði loðn- una. Aðspurður um það atriði sagði Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, að þeir borguðu lítið eitt hærra verð, ef siglt væri langt með aflann og hefði það viðgengist áður og víða í ein- hverri mynd, þó að það héti annað en yfirborgun á loðnu- verði. B. S. bæjarins og er útsýnið úr nýja skálanum einkar skemmtilegt og innan dyra er snoturt og að- laðandi. Tíu gistiherbergi eru í hótelinu, bæði eins og tveggja manna, og er snyrting og sturtu- bað á hverju þeirra. Nýi veitingaskálinn var opn- aður 16. júlí og eru þar á boð- stólum allar venjulegar veiting- ar allan daginn. Auk venjulegr- ar matsölu eru allar tegundir víns fáanlegar, því hótelið hefur vínveitingaleyfi. Nýting matsalar og hótels hef- ur verið góð og vaxandi, enda hefur veitinga- og gistiþjónustu vantað á Seyðisfirði hin síðari ár. J. J. I S. G. Börkur seldi í Hull Börkur NK seldi afla í Hull í gær, 146.375 kg fyrir kr. 4.877.720.00 og er meðalverð fyrir kg kr. 33.32. Mikill meirihluti aflans var þorskur, en nokkuð var af ýsu og kola. Verð er lágt á Bretlandsmark- aði núna vegna óvenju mikils framboðs af fiski þar. í þessari viku verða seldar þar um 3.000 lestir af fiski frá íslandi og hefir aldrei verið selt svo mikið af fiski á einni viku á Bretlands- markaði fyrr. Einnig er þess að geta, að enska pundið hefir fallið á nokkrum dögum úr kr. 57.80 í 55.56. Börkurlagði af stað heimleið- is í gærkvöld og kemur heim um helgina.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.