Austurland


Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 8. ÁGÚST 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Breiðu bökin Nú hafa álagningarskrár opinberra gjalda verið birt- ar þetta árið og hafa verið umræðuefni manna á meðal um skeið. Ekki verður sagt, að þessar skrár komi mönnum á óvart nú venju fremur. Gjöldin hafa hækkað í heild, minnst þó hér á Austurlandi allra landshluta, gjöld einstaklinga hafa hækkað meira en fyrirtækja og breiðu bökin eru auðþekkt við lestur álagningarskránna. Ekkert af þessu kemur á óvart. Menn bölva þessu í nokkra daga, en gleyma því svo og skattayfirvöld virðast fátt sjá athugavert við gjöld fyrirtækja og rekstraraðila. Það verður að gera ráð fyrir því, að allir telji rétt og samviskusamlega fram tekjur sínar, því að það ber mönnum að gera. Álagningin í ár staðfestir það, sem oft hefir berlega komið í ljós áður, að atvinnurekstur á íslandi er ekki ábatasamt lifibrauð og er reyndar merkilegt, hversu margir virðast fúsir að fórna tíma og kröftum og fjármunum í atvinnurekstur yfirleitt. Það er sama hvort um er að ræða fyrirtæki eða einstakl- inga sem stunda atvinnurekstur, gjöldin eru lægri en flestra annarra og hlýtur afkoma þessara aðila því að vera afar slæm. Það er ótrúlegt, að þessir menn búi í dýrum einbýlishúsum, eigi dýra og nýja bíla eða hafi ráð á utanlandsreisum í fríum - eða hvað? Aðrir hafa hins vegar efni á þessu, það eru þeir sem bera umtalsverð gjöld og miklu hærri en aumingja umsvifamennirnir. Það eru þeir sem hafa breiðu bökin og það eru líka þeir sem valda stjórnvöldum og at- vinnurekendum endalausum vandræðum vegna þess, hversu hátt kaup þeir hafa og eru með því að sliga atvinnureksturinn og setja fyrirtækin á hausinn. Hér er auðvitað átt við launafólkið, það fólk sem fær greidd laun fyrir vinnu sína hjá öðrum, án þess að geta kallað sjálft sig fyrirtæki og fært persónuleg útgjöld á kostnaðarreikning þess. Fólk sem er í vinnu hjá almennum fyrirtækjum, ríki eða sveitarfélögum, er fólkið með breiðu bökin og auðvitað á það að borga sín gjöld með glöðu geði og réttlætiskennd þess segir því, að þeim beri að borga mest, sem mest bera úr býtum. Sanna ekki álagningarskrár opinberra gjalda nú enn einu sinni þá fullyrðingu stjórnvalda og atvinnurek- enda að allur atvinnurekstur, hvort sem hann er stór eða smár í sniðum, er á vonarvöl, en kaup hins al- menna launafólks er alltof hátt og er eitt helsta böl þessarar hamingjusömu þjóðar? Ef menn geta lesið eitthvað annað út úr álagningar- skránum, væri vissulega fróðlegt að heyra nánar um það. B. S. Efnilegur íþróttamaður Ólafur Viggósson, Þrótti N, er nýkominn heim e'ftir að hafa leikið með unglingalandsliði ís- lands í knattspyrnu í Norður- landamótinu. Hann lék tvo fyrstu leikina alla og fékk mjög góða dóma. í þriðja leiknum var hann svo óheppinn að meiðast og varð að fara útaf og svo var einnig með fjórða leikinn, hann fór inná, en var ekki orðinn nógu góður og fór útaf. Framundan hjá landsliðinu eru tveir leikir við Skota í sept- ember og október og takist ís- lensku strákunum að vinna þá leiki eru þeir komnir í úrslit í Evrópukeppninni, sem fram fer í Grikklandi að ári. Aðspurður sagði Ólafur að hápunktur ferðarinnar hefði verið að vinna Dani 4 - 3, en það hefur ekki gerst áður. Hann var mjög ánægður með ferðina í heild, en sagði að undirbúning- stími liðsins hefði mátt vera lengri. Að knattspyrnuvertíðinni lokinni tekur blakið við hjá Ólafi, en sem kunnugt er lék NESKAUPSTAÐUR Auglýsing Tæknifræðingar / Verkfræðingar Staða bæjartæknifræðings / verkfræðings í Neskaupstað, sem gegnir jafnframt störfum byggingafulltrúa, er laus til umsóknar Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Skriflegar umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist bæjarskrifstofunni í Neskaupstað fyrir 15. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri S 97-7700 Bæjarstjóri Útsala -p. Útsala hefst á fatnaði og hljómplötum á morgun kl. 10 Mikill afsláttur Nesbær Neskaupstað S7115 NESKAUPSTAÐUR Garðeigendur Þar sem grenilús herjar enn á grenitré hér í bæ, verður garðeigendum gefinn kostur á úðun til eyðingar lúsinni Þeir garðeigendur sem nota vilja þjónustu þessa vinsamlegast láti um það vita á bæjarskrifstofuna í síma 7700 Áætlaður kostnaður fyrir úðun er kr. 250 - 500 fyrir garðinn Bæjarverkstjóri hann með unglingalandsliðinu í þeirri grein sl. vetur. Ólafur Viggósson. Ljósm. Viggó Sigfinnsson. Ólafur hefur þegar fengið til- boð frá félagi í Reykjavík, en sagðist ekki vera á förum. Hann telur sig vera orðinn góðan af meiðslunum og leikur með Þrótti gegn Magna á laugardag- inn, fyrir norðan. Blaðið óskar Ólafi til ham- ingju með góðan árangur í ofan- töldum íþróttagreinum og óskar honum góðs gengis. E. G. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Einar Sölvi Elíasson, pípu- lagningameistasri, Miðstræti 8 A, Neskaupstað, varð 70 ára 6. ágúst sl. Hann er fæddur í Brekkuþorpi í Mjóafirði og ólst þar upp til 1921. Þá fluttist hann til Neskaupstaðar um skeið, en ólst svo upp á Hestgerði í Suður- sveit. Síðan hefir hann búið í Hafnarfirði í 17 ár, á Akureyri í 10 ár og í Neskaupstað 1959 - 1963 og aftursamfelltfrá 1974. Tapað - Fundið Tapast hefur Microma kvenúr, sennilega við íþróttahúsið fyrir u. þ. b. mánuði Finnandi vinsamlegast skili því í Binna-sjoppuna

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.