Austurland


Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 1
Austurland Viku - Færeyjarferð Brottför 22. 8. Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 15. ágúst 1985. 28. tölublað. Frá Reyðarfiröi. Aðalfundur SSA 29. - 30. ágúst Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi verður haldinn í íþróttahúsinu á Reyðarfirði dagana 29. - 30. ágúst nk. Fundurinn verður settur kl. 1330 fimmtudaginn 29. ágúst og síðan munu hinar ýmsu stofnan- ir og nefndir SSA svo og stjórn SSA gefa skýrslur sínar. Síðdegis verða framsöguer- indi og umræður um: 1. Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi um verk- og tæknimenntun. Skýrsla nefndar sem kjör- in var á vegum SSA til að fjalla um samstarf sveitarfé- laga á Austurlandi um rekst- ur og uppbyggingu kjarna- skóla iðn- og tæknimenntun- ar í fjórðungnum. Framsögumenn: Porvald- ur Jóhannsson, form. SSA, Smári Geirsson, skólameist- ari og Einar Már Sigurðar- son, skólafulltrúi. 2. „Byggðamálin frá sjónarhóli heimamanna". Framsögumenn: Jónas Pétursson, fyrrv. alþingis- maður: Samtök um jafnrétti milli landshluta, Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar: Valddreifing og stjórn- skipunin og Sigurður Gunn- arsson, sveitarstjóri, Búðum: Verðmætasamskipti eins byggðarlags. 3. Tölvuþjónusta sveitarfélaga, framsögumaður Logi Krist- jánsson. Seinni fundardaginn verða nefndarálit afgreidd og kosning- ar fara fram. Fundinum lýkur með kvöld- verði og staðarkynningu. B. S. Þorsteinn Skúlason, bœjarfógeti í Neskaupstað heilsar Vigdísi for- seta við komu hennar til Neskaupstaðar 18. júlí. Ljósm. B. S. Helgi Seljan: Tvöföldun greiðslna til húsmæðra Gjarnan er um það getið, sem miður fer í löggjafarstarfi okkar eða orkar þar tvímælis, en minna fer fyrir hinu, sem já- kvætt er og telja má til ávinn- inga. Heldur hefur verið hljótt um þá réttarbót til handa húsmæðr- um, sem engar beinar atvinnu- tekjur hafa, sem náðist fram í þinglokin varðandi greiðslur sjúkradagpeninga. Upphaflegt frumvarp var um það, að húsmæður skyldu njóta hámarksgreiðslna, en endanleg afgreiðsla var breyting úr 14 í hálfa sjúkradagpeninga - mikil- vægur áfangi, sem meta ber og þakka öllum, sem stóðu þar að lausn. A tímum Magnúsar heitins Kjartanssonar sem trygginga- ráðherra fékkst fram sú dýr- mæta trygging, að heimilishjálp, sem fengin væri í veikindatilfell- um húsmæðra, væri greidd að verulegum hluta. Hins vegar mun lítt hafa verið eftir því gengið mjög víða og óvíst, að fólk hafi í þessu tilfelli vitað um ótvíræðan lagarétt sinn. M. a. til að vekja athygli á þeim rétti er þetta greinarkorn skrifað. í nefndaráliti heilbrigðis- og trygginganefndar Efri deildar frá í vor segir, að nefndin sé sammála um að beina þeirri áskorun til þeirra, sem endur- skoða tryggingalöggjöfina að huga sérstaklega að fullum greiðslurétti allra til sjúkradag- peninga, þannig að mismunun öll hverfi þar. Það er líka ákveðin ábending löggjafans um framhaldið, þó að stærra skref hafi ekki verið stigið nú að þessu sinni. Mikilvægi húsmóðurstarfsins ætti enginn að efa, viðurkenning þess í reynd fæst með auknum réttarbótum húsmæðrum til handa. Ekki síst gildir það um ýmis tryggingamál og lífeyrisrétt- indi þeim til handa. Einnig þar var áfanga náð í vetur sem leið, þótt ekki færi mikið fyrir honum. Sjúkradagpeningar eru í dag veikur og vanburða hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar. Par þarf í heild að huga að endurbótum. Tvöföldun þessara greiðslna til húsmæðra er einn áfangi af mörgum, sem vinna þarf að og ná sem víðtækastri einingu um réttlátar úrbætur. Um það ættu allir að geta sameinast. Skólahljómsveit Neskaupstaðar lék í lystigarði bœjarins við forsetakomuna 18. júlí. Stjórnandinn Jón Lundberg lengst til hœgri. Ljósm. B. S. í Breiðabliki í Neskaupstað 18. júlí. Þorvarðardóttir. Frá vinstri Vigdís Finnbogadóttir, Lísil Sigurðsson og Sigurbjörg Ljósm. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.