Austurland


Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 15. ágúst 1985. FLUGLEIÐIR S* Auglýsingasími (É) 4» 7^7 ÞINN HAGUR Gott fólk hjá traustu félagi M. FLUG OG BÍLL AUSTURLANDS OKKAR STYRKUR S 7119 er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Hjörleifur Guttormsson: Auka verður hlut lands- m j i byggðar í þjónustustarfsemi L Eitt megineinkenni í atvinnu- þróun hérlendis síðustu áratugi er vöxtur margháttaðrar þjónustu- starfsemi. Undir það hugtak falla greinar eins og verslun og viðskipti, flutningastarfsemi, opinber stjórn- sýsla og mennta- og heilbrigðis- kerfi. Á árunum 1974- 1982 komu til um 30 þúsund ný störf á öllu landinu, þar af 68% í þjónustu- greinum. Menn getur greint á um gildi ein- stakra þátta á þessu sviði og um það hversu æskilegt sé að slík umsvif vaxi, t. d. í verslun og bankastarf- semi. Flestir sem reyna að spá í framvindu í atvinnumálum gera hins vegar ráð fyrir fjölgun starfa í þjónustu en samdrætti eða óbreytt- um mannafla í frumvinnslugreinum og iðnaði. Skýringin á þessu er auk- in framleiðni, m. a. vegna vélvæð- ingar og sjálfvirkni. Höfuðborg : landsbyggð - níu á móti einu Ástæða er til þess fyrir lands- byggðina að gefa þessum málum sérstakan gaum. Höfuðborgar- svæðið hefur fengið í sinn hlut lung- ann af nýjum störfum í þjónustu á síðari árum. Pað liggur fyrir að á móti hverju einu starfi í fram- leiðslugreinum (grunngreinum) koma rúmlega níu störf í þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en einungis rúmlega eitt úti á landi. Þannig blas- ir við, að ef menn vilja stöðva fólks- strauminn frá landsbyggðinni, verð- ur dreifbýlið að taka til sín langtum stærri hlut í þjónustustörfum en verið hefur. Til þess þarf að koma róttæk breyting á opinberri stjórn- sýslu og einnig þurfa landshlutarnir að taka í eigin hendur stóra þætti eins og innflutningsverslun og að- flutningá vörum, m. a. með beinum siglingum frá útlöndum. Ný tök á stjórnsýslu í tillögu minni og Steingríms J. Sigfússonar um nýja byggðastefnu, sem flutt var á Alþingi fyrr á þessu ári, er m. a. lögð áhersla á þessi atriði. Um stjórnsýsluþáttinn segir þar m. a. í greinargerð: „Par er hægt að breyta til með róttækum hætti og hafa með því veruleg áhrif á byggðaþróunina. Verður hér bent á nokkur atriði sem til álita koma: a. Nýjum ríkisstofnunum og stjórnsýsluþáttum ríkisins verði í vaxandi mæli komið á fót utan höf- uðborgarsvæðisins og ekki bætt við mannafla á Reykjavíkursvæðinu á vegum ríkisins eða ríkisstofnana nema í litlum mæli. Ákvörðun um slíka stefnu verði tekin í fyrstu til 10 ára og endurskoðuð að fenginni 5 ára reynslu. b. Starfsemi stjórnarráðsogríkis- stofnana verði endurskoðuð á veg- um Alþingis með það að markmiði að flytja á næstu 5 árum marga stjórnsýslu- og þjónustuþætti, sem ríkið nú hefur með höndum að hluta til, út í byggðarlögin (útibú), þar sem þeim verði komið fyrir á vegum ríkisins eða héraðsstjórna í samstarfi við sveitarfélög í lands- hlutunum. Meðal málaflokka sem athuga ætti í þessu sambandi, eru eftirtald- ir: húsnæðismái, almannatrygg- ingar, skipulagsmál, byggðamál, menntamál, málefni safna, heil- brigðiseftirlit, rafmagnseftirlit. c. Ýmis verkefni, sem ríkið nú hefur með höndum eða að hluta til, verði alfarið færð til sveitarfélaga í tengslum við markvissa stækkun Beitir NK seldi 109 lestir af fiski í Grimsby í gær fyrir kr. 5.745.000 og er meðalverð því kr. 52.56 á kg. Þetta er mjög gott verð og það Hárgreiðslustofa Hönnu Stínu Hólsgötu 6 Neskaupstað Lokað vegna sumarleyfis 20. ágúst - 20. september Tímapantanir © 7552 þeirra. Endurskoðun á tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga haldist í hendur við slíka uppstokkun ríkis- kerfisins . . . Ekki er vafi á að tilfærsla á verk- efnum og mannafla skv. lið a — c hér að ofan mundi hafa veruleg áhrif bæði beint með fjölgun starfa svo og til að efla sjálfstraust og at- gervi innan héraða og viðkomandi byggðarlaga." Fleira ungt fólk álandsbyggðinni Nú búa á höfuðborgarsvæðinu um 130 þúsund manns eða 54% þjóðarinnar, en í öðrum landshlut- um 110 þúsund eða 46%. Við athugun á aldurssamsetningu fólks á þessum tveimur svæðum kemur í ljós, að hlutfallslega fleira ungt fólk býr á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er þetta fólk sem leitar út á vinnumarkaðinn á næstu árum og það hlýtur að telj- ast eðlilegt markmið að reyna að skapa því atvinnu sem næst heima- högum. Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér. Hér hefur verið drepið á þann þátt, þjónustustarfsemina, sem verður hlutskipti meirihluta fólks í framtíðinni. Því aðeins að unnt verði að halda til jafns við höfuðborgar- svæðið á því sviði og leiðrétta það sem nú hallar á mun takast að halda í horfinu með búsetuhlutfall lands- byggðarinnar. En fleira þarf þar vissulega að koma til svo sem öflug nýsköpun í atvinnulífi. Ætli þér hafið ekki misskilið eitthvað, þegar ég útskýrði fyrir yður, hvað ég œtti við með gjör- nýtingu á skrifstofuáhöldum? Ferðalag eldri borgara Undanfarin sumur hefur verið farin dagsferð eldri borg- ara á Norðfirði á vegum félags- starfsins í safnaðarheimilinu. Sumarferðin í ár verður farin nk. mánudag 19. ágúst og að þessu sinni til Mjóafjarðar. Þar verður sveitin skoðuð undir leiðsögn Vilhjálms Hjálmars- sonar á Brekku. Farið verður einnig út á Dalatanga og litast þar um. Veitingar verða fram bornar á Sólbrekku, hinni vist- legu veitingastofu Mjófirðinga. Loks verður Mjóafjarðarkirkja skoðuð og þar verður helgistund í umsjá sóknarprestsins sr. Svavars Stefánssonar en hann verður jafnframt fararstjóri. Þeir Norðfirðingar sem hug hafa á að fara í þessa ferð eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma 7766 eða 7127 á morgun, föstudag eða laugardaginn 17. ágúst. Frá Mjóafirði. Langa húsið á myndinni erSólbrekka. Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. Beitir seldi fyrir mjög gott verð hæsta, sem fengist hefir fyrir fisk á Bretlandsmarkaði lengi. Er verðið miklu hærra í þessari viku heldur en það var í síðustu viku. y* Ur bæjarreikningum Neskaupstaðar Fóru af Ár tekjum: í stjórn bæjarmála í framfærslu og tryggingar í vegamál og ræsi í menntamál {vexti, verðbætur, oggengistap Útsvar, hluti tekna 1930 . . . 10.04% 33.38% 7.78% 15.46% 1.07% 93.33% 1935 . . . 6.58% 40.56% 10.08% 19.28% 0.82% 64.33% 1937 . . . 7.53% 60.46% 5.80% 17.87% 5.21% 39.59% 1940 . . . 8.22% 26.38% 5.02% 18.60% 16.18% 41.15% 1945 . . . 9.52% 23.39% 16.57% 15.54% 2.23% 74.84% 1977 . . . 9.85% 4.19% 37.10% 16.04% 8.10% 64.87% 1980 . . . 10.15% 5.70% 6.82% 21.93% 16.95% 60.34% 1982 . . . 10.30% 5.52% 6.97% 18.16% 50.64% 67.46% Á seinni árum er nokkuð um það, að ýmiss kostnaður er færður milli gjaldliða og ruglar það samanburð dálítið. Mestar eru tilfærslur þessar á liðnum stjórn bæjarmála. Þar eru ýmsir kostnaðarliðir færðir á aðra liði. Hlutfallsleg hækkun verður þar því nokkru minni en ella hefði orðið. Álögð útsvör eru lægst árið 1937 kr. 50.516, en hæst 1980 og eru þá 476.180.137 kr. Heild- artekjur eru lægstar árið 1930 kr. 85.822, en hæstar árið 1980 kr. 789.201.049. Af reikningunum má að sjálf- sögðu margt ráða um líf manna og afkomu yfirleitt á liðnum árum. Verður hér ekki farið frekar út í það að þessu sinni. Neskaupstað, 8. 8.1985, Eyþór Þórðarson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.