Austurland


Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 1
Austurland LJÓSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 22. ágúst 1985. 29. tölublað. Neskaupstaður: Utsvör nálægt áætlun - ýmsar framkvæmdir í gangi AUSTURLAND náði tali afbœjarstjóran- um í Neskaupstað, Ásgeiri Magnússyni, til að fá fréttir af því, hvernig útsvarsálagning þessa árs hefði komið út miðað við fjárhagsáœtlun og hvaða framkvœmdir vœru helstar á vegum bœjarins í ár. ? Hvernig kemur útsvarsálagn- ingin út? ¦ Álögð útsvör í Neskaupstað eru um 30.5 millj. kr. Hér bera þeir sem eru orðnir 67 ára og Asgeir Magnússon. eldri ekki útsvör og nemur frá- dráttur á álagningarskrá vegna þessara aðila á 9. hundrað þúsund. Og þegar aðrar breyt- ingar pg leiðréttingar hafa verið gerðar á skránni, sem ef að lík- um lætur flestar verða til lækkunar, verður útsvarsupp- hæðin mjög svipuð og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hið sama má segja um að- stöðugjöldin, þar verður endan- leg álagning mjög nærri áætlun- arupphæð, en á aðstöðugjalda- skránni verða miklu minni breytingar en á útsvarsskránni. D Já, ellilífeyrisþegar hafa ekki borið útsvör í Neskaupstað, síð- an sósíalistar náðu meirihluta í bœjarstjórn, en hvað um fast- eignaskatta? ¦ Þeir, sem ekki hafa aðrar tekjur en elli- og örorkulífeyri, annað tekjulágt fólk og þar sem veikindi eru annars vegar, bera annað hvort enga eða mjög lága fasteignaskatta. D Hvað viltu segja um útsvars- álagninguna almennt? ¦ Pað verður æ ljósara að ef á að byggja á útsvörum og beinum Frímann Sveinsson hótelstjóri Egilsbúðar við afgreiðslu ígrillinu. Ljósm. B. S. sköttum til tekna fyrir ríkissjóð og sveitarfélög, verður að finna ráð til að ná til allra tekna. Það er ófært að horfa upp á það, að þeir sem hafa miklar tekjur og berast mikið á sleppi við þessi gjöld og að þetta verði eingöngu launamannaskattar. J?að er greinilega verið að mismuna mönnum. D Snúum okkur þá að helstu framkvœmdum á vegum bæjar- sjóðs á þessu ári. ¦ Þar má fyrst nefna malbikun og frágang á Nesgötu. Pá hefur verið unnið mikið við alls konar viðhaldsframkvæmdir, sem eru nauðsynlegar og dýrar, en sjást hins vegar ekki mikið. Endur- nýjun fór fram á baðklefum sundlaugarinnar og lagfæringar á lögnum og hitunarbúnaði þar, í Framhaldsskólanum hefur verið skipt um glugga og málað að utan, í Nesskóla hafa verið teknir upp gluggar á norður- og austurhlið og lagfæringar gerðar í kjallara, í Egilsbúð hefur verið bætt aðstaða í eldhúsi, komið upp frysti- og kæliklefa og unnið er að endurbótum á vinnuað- stöðu starfsfólks, endurbætt var slitlag á Hafnarbraut og Strand- götu og lagt á planið framan við Sjúkrahúsið. Pá hefur verið unnið mikið við snyrtingu og fegrun í bænum, m. a. lögð ný stétt fyrir utan Egilsbúð, unnið að sáningu, þökulagningu o. fl. Undanfarin ár hafa verið í gangi miklar og dýrar fram- kvæmdir á vegum bæjarins og því var ákveðið samhljóða í bæjarstjórn við gerð fjárhags- áætlunar fyrir 1985, að fara ró- lega í ár og lagfæra stöðuna en ráðast ekki í neinar nýjar stór- framkvæmdir, - sagði Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri að lokum. B. S. Ný stétt var lögð við Egilsbúð. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Eskifjörður: Mikil loðna komin Loðnubræðsla er í fullum gangi á Eskifirði og hefir þegar verið landað þar um 7.500 lestum. Svanur RE landar þar fullfermi í gær. Verksmiðja Hraðfrystihúss Eskifjarðar er eina verksmiðjan á Austfjörðum, sem hefir getað tekið á móti loðnu enn sem komið er og enn hefir reyndar ekki borist loðna til annarra verksmiðja en á Eskifirði og Raufarhöfn. J?rjú skip hafa landað á Eskifirði: Svanur fjórum sinnum, Júpiter tvisvar og Guðrún Þorkelsdóttir þrisvar. Hún er nú á leið til Eskifjarðar með fullfermi. Nú er Sæberg SU farið til loðnuveiða og Magnús NK er að útbúa sig til veiða. Jón Kjartansson SU er á rækjuveiðum við miðlínu milli íslands og Grænlands. Hefur veiði gengið fremur skrykkjótt vegna bilana, en hann hefir fengið um 26 lestir af rækju heil- frystri og verkaðri fyrir Japans- markað. Veiðitími á hverjum sólarhring styttist nú óðum, því að rækjan veiðist aðeins, meðan bjart er. M. B. I B. S. Uppskeruhátíð í Neskaupstað Ferðamálafélag Neskaup- staðar og nágrennis, sem stofnað var sl. vor, minnir nú á sig og gengst fyrir útimarkaði, „uppskeruhátíð" og leikjum, sem skátar munu stjórna, föstu- daginn 6. sept. nk. (ef veður leyfir). Við höfum leitað eftir áhuga margra og viljum eindregið hvetja einstaklinga, félagasam- tök og fyrirtæki, sem áhuga hafa á að taka þátt í markaði þessum, til að gefa sig fram og hafa sam- band við einhvern í stjórn Ferðamálafélagsins sem fyrst. Stjórnin hefur komið saman nokkrum sinnum og rætt um þörf á auknum ferðamannaiðn- aði/straumi hér. Félagið gerðist aðili að Ferðamálasamtökum Austurlands á stofnfundi þeirra í júlí sl., en það eru samtök allra ferðamálafélaga í fjórðungnum. Við viljum ítreka það, að enn geta einstaklingar og fyrirtæki gerst stofnfélagar Ferðamála- félagsins, þ. e. fyrir aðalfundinn í liaust. Hannað hefur verið nýtt götu- kort af bænum, í vasabrots- formi, þar sem auglýsingar verða aðalstuðningur útgáfunn- ar. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í korti þessu og ekki hef- ur verið haft samband við, hafi samband við einhvern af neðan- skráðum: Ásthildi Lárusdóttur, 0 7374, Hlífar Porsteinsson, 0 7713, Ið- unni Haraldsdóttur, 0 7548, Brynjar Júlíusson, 0 7183 og HeiðarJones, 07199. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.