Austurland


Austurland - 22.08.1985, Síða 1

Austurland - 22.08.1985, Síða 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 22. ágúst 1985. LJÓSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 29. tölublað. Neskaupstaður: s Utsvör nálægt áætlun - ýmsar framkvæmdir í gangi AUSTURLAND náði tali af bœjarstjóran- um í Neskaupstað, Ásgeiri Magnússyni, til að fá fréttir af því, hvernig útsvarsálagning þessa árs hefði komið út miðað við fjárhagsáœtlun og hvaða framkvœmdir vœru helstar á vegum bœjarins í ár. sköttum til tekna fyrir ríkissjóð og sveitarfélög, verður að finna ráð til að ná til allra tekna. Pað er ófært að horfa upp á það, að þeir sem hafa miklar tekjur og berast mikið á sleppi við þessi gjöld og að þetta verði eingöngu launamannaskattar. Það er greinilega verið að mismuna mönnum. □ Snúum okkur þá að helstu framkvœmdum á vegum bœjar- sjóðs á þessu ári. ■ Þar má fyrst nefna malbikun og frágang á Nesgötu. Þá hefur verið unnið mikið við alls konar viðhaldsframkvæmdir, sem eru nauðsynlegar og dýrar, en sjást hins vegar ekki mikið. Endur- nýjun fór fram á baðklefum sundlaugarinnar og lagfæringar á lögnum og hitunarbúnaði þar, í Framhaldsskólanum hefur verið skipt um glugga og málað að utan, í Nesskóla hafa verið teknir upp gluggar á norður- og austurhlið og lagfæringar gerðar í kjallara, í Egilsbúð hefur verið bætt aðstaða í eldhúsi, komið upp frysti- og kæliklefa og unnið er að endurbótum á vinnuað- stöðu starfsfólks, endurbætt var slitlag á Hafnarbraut og Strand- götu og lagt á planið framan við Sjúkrahúsið. Þá hefur verið unnið mikið við snyrtingu og fegrun í bænum, m. a. lögð ný stétt fyrir utan Egilsbúð, unnið að sáningu, þökulagningu o. fl. Undanfarin ár hafa verið í gangi miklar og dýrar fram- kvæmdir á vegum bæjarins og því var ákveðið samhljóða í bæjarstjórn við gerð fjárhags- áætlunar fyrir 1985, að fara ró- lega í ár og lagfæra stöðuna en ráðast ekki í neinar nýjar stór- framkvæmdir, - sagði Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri að lokum. B. S. Frímann Sveinsson hótelstjóri Egilsbúðar við afgreiðslu ígrillinu. Ljósm. B. S. gerðar á skránni, sem ef að lík- um lætur flestar verða til lækkunar, verður útsvarsupp- hæðin mjög svipuð og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hið sama má segja um að- stöðugjöldin, þar verður endan- leg álagning mjög nærri áætlun- arupphæð, en á aðstöðugjalda- skránni verða miklu minni breytingar en á útsvarsskránni. □ Já, ellilífeyrisþegar hafa ekki borið útsvör í Neskaupstað, síð- an sósíalistar náðu meirihluta í bœjarstjórn, en hvað um fast- eignaskatta? ■ Þeir, sem ekki hafa aðrar tekjur en elli- og örorkulífeyri, annað tekjulágt fólk og þar sem veikindi eru annars vegar, bera annað hvort enga eða mjög lága fasteignaskatta. □ Hvað viltu segja um útsvars- álagninguna almennt? ■ Það verður æ ljósara að ef á að byggja á útsvörum og beinum □ Hvernig kemur útsvarsálagn- ingin út? ■ Álögð útsvör í Neskaupstað eru um 30.5 millj. kr. Hér bera þeir sem eru orðnir 67 ára og Asgeir Magnússon. eldri ekki útsvör og nemur frá- dráttur á álagningarskrá vegna þessara aðila á 9. hundrað þúsund. Og þegar aðrar breyt- ingar og leiðréttingar hafa verið Eskifjörður: Mikil loöna komin Loðnubræðsla er í fullum gangi á Eskifirði og hefir þegar verið landað þar um 7.500 lestum. Svanur RE landar þar fullfermi í gær. Verksmiðja Hraðfrystihúss Eskifjarðar er eina verksmiðjan á Austfjörðum, sem hefir getað tekið á móti loðnu enn sem komið er og enn hefir reyndar ekki borist loðna til annarra verksmiðja en á Eskifirði og Raufarhöfn. Þrjú skip hafa landað á Eskifirði: Svanur fjórum sinnum, Júpiter tvisvar og Guðrún Þorkelsdóttir þrisvar. Hún er nú á leið til Eskifjarðar með fullfermi. Nú er Sæberg SU farið til loðnuveiða og Magnús NK er að útbúa sig til veiða. Jón Kjartansson SU er á rækjuveiðum við miðlínu milli ísiands og Grænlands. Hefur veiði gengið fremur skrykkjótt vegna bilana, en hann hefir fengið um 26 lestir af rækju heil- frystri og verkaðri fyrir Japans- markað. Veiðitími á hverjum sólarhring styttist nú óðum, því að rækjan veiðist aðeins, meðan bjart er. M. B. / B. S. Uppskeruhátíð í Neskaupstað Ferðamálafélag Neskaup- staðar og nágrennis, sem stofnað var sl. vor, minnir nú á sig og gengst fyrir útimarkaði, „uppskeruhátíð“ og leikjum, sem skátar munu stjórna, föstu- daginn 6. sept. nk. (ef veður leyfir). Við höfum leitað eftir áhuga margra og viljum eindregið hvetja einStaklinga, félagasam- tök og fyrirtæki, sem áhuga hafa á að taka þátt í markaði þessum, til að gefa sig fram og hafa sam- band við einhvern í stjórn Ferðamálafélagsins sem fyrst. Stjórnin hefur komið saman nokkrum sinnum og rætt um þörf á auknum ferðamannaiðn- aði/straumi hér. Félagið gerðist aðili að Ferðamálasamtökum Austurlands á stofnfundi þeirra í júlí sl., en það eru samtök allra ferðamálafélaga í fjórðungnum. Við viljum ítreka það, að enn geta einstaklingar og fyrirtæki gerst stofnfélagar Ferðamála- félagsins, þ. e. fyrir aðalfundinn í haust. Hannað hefur verið nýtt götu- kort af bænum, í vasabrots- formi, þar sem auglýsingar verða aðalstuðningur útgáfunn- ar. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í korti þessu og ekki hef- ur verið haft samband við, hafi samband við einhvern af neðan- skráðum: Ásthildi Lárusdóttur, 0 7374, Hlífar Þorsteinsson, 0 7713, Ið- unni Haraldsdóttur, 0 7548, Brynjar Júlíusson, 0 7183 og Heiðar Jones, 07199. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.