Austurland


Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 22.08.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 22, ÁGÚST 1985. Eyþór Þórðarson: Gengið um götur í miðbænum Þeir, sem mikið fara gangandi um bæinn, veita ýmsu því eftir- tekt, er þeir sjá síður, sem þjóta þar um á hjólum. Ég vil hér greina frá nokkru af þvf, sem fyrir augu mín bar á hringferð, er ég fór um miðbæ- inn nú nýlega. Gekk ég göt- umar: Stekkjargötu, Egils- braut, Nesgötu, Mýrargötu, Þiljuvelli og Miðstræti. Vatnsflóð fór um Stekkjar- götu fyrir um þremur árum og spillti nokkuð gangstéttum, einkum vestanverðu götunnar. Sjálf gatan haggaðist ekki, enda steypt fyrir löngu. Versti kaflinn á vestari gangstéttinni var mal- bikaður í fyrra og nú í sumar hefir verið hellulagt við Egils- búð. Stéttarnar mega nú teljast gangfærar, þó viðgerð sé ólokið á báðum. Á Egilsbraut blasir við umrót mikið við „Kreml“. Hlé hefir nú verið gert þar á framkvæmd- um, en takist að ljúka þar verki svo sem áformað er verður að veruleg bót frá því, sem áður var. Nesgata var malbikuð í vor, og er hún nú ein besta gatan í bænum, vel gerð og vönduð, að því er séð verður. Nýlega var syðri kantur göt- unnar þakinn, og er að því veru- leg búningsbót. Ekki hefir tekist að ljúka því svo vel sé. Vantar þar til fáar þökur og svo sem eitt dagsverk sjáandi manns. Ósnoturlega er skilið við grasflöt í kverkinni, þar sem mætast Nesgata og Mýrargata. Auðvelt væri þar um að bæta með litlum tilkostnaði. í fyrra var markað fyrir gang- stétt mikilli sunnan Mýrargötu og ofan íþróttavallar. Stétt þessi er enn ófullgerð og þannig um- ferðar, að vegfarendur kjósa heldur að fara aðalgötuna. Stétt þessa ætti að malbika næst þegar malbikað verður, en hvorki að helluleggja hana né steypa. Vegkantur við lækinn á mörk- um Mýrargötu og Sverristúns er illa frá genginn. í fyrra gróf þar úr jarðveg og aftur nú í sumar. Þyrfti að fylla þar í og þekja sem fyrst, áður en meira tjón verður þarna. Fyrir fáum árum var megin- hluti lóðar umhverfis bústað Unnið við snyrtingu á mótum Hólsgötu og Stekkjargötu. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Kvikmyndir Sjálfsbjargar verða sýndar í safnaðarheimilinu. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Frá Sjálfsbjörgu Norðfirði Ýmislegt er gert til að vekja áhuga almennings og stjórn- valda á málefnum fatlaðra, m. a. efndi Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, til hjólastóla- ralls í Laugardalshöllinni 3. mars í tilefni 25 ára afmælis síns og til að vekja athygli á vanda hreyfihamlaðra í umferðinni. Einnig var á vegum Sjálfs- bjargar og fleiri samtaka fatl- aðra vegleg hjálpartækjasýning 12.-16. apríl á Loftleiðum. Þar var sýnt fjölbreytt úrval af tækjum, sem létta fötluðum lífið. Terknar voru kvikmyndir af báðum þessum viðburðum og munu þær verða sýndar hér í safnaðarheimilinu fimmtudag- inn 29. ágúst kl. 2030. Skorað er á alla, sem áhuga hafa á málefnum fatlaðra, að mæta. Að lokinni sýningu verður sameiginleg kaffidrykkja og umræður. Fréttatilkynning. „Á Egilsbraut bla:ir við umrót mikið við »Kreml«“. bæjarstjóra lagaður, þakinn og í hann plantað. Eystri hluti lóð- armarka fram með vegi, er dæmi um, hvernig of oft er skilið við verk unnin á vegum bæjar- ins, og það eins þótt sáralitlu hefði munað á kostnaði að ljúka því sæmilega. Fjölfarinn gangstígur liggur milli Þiljuvalla og Miðstrætis, vestan húslóðar Stefáns Þor- leifssonar. Stígur þessi skemmdist nokkuð af vatni fyrir um þremur árum. Síðan er hann illfær öðrum en fólki á léttasta skeiði. Viðgerð hefir ekki farið fram og myndi þó vart þurfa meira en tvö dagsverk til að gera stíginn sem nýjan. Aðflutt efni þarf ekki til að koma. Ágætur malbikaður gangstíg- ur liggur niður frá Þiljuvöllum meðfram læk þeim, sem fellur niður vestan pósthúslóðar. Sá galli er á þessum annars ágæta stíg, að erfitt er fyrir aldraða og Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. stirða að komast af götunni á stíginn og af stígnum á götuna. Úr þessu mætti bæta með einnar stundar vinnu og tveimur - þremur skjólum af malbiki eða steypu. Hér lýkur göngunni að sinni. Neskaupstað, 15. ágúst 1985. Eyþór Þórðarson. Skák: Landskeppni Island - Færeyjar Frá árinu 1975 hafa íslending- ar og Færeyingar háð fimm landskeppnir í skák, sú sjötta fer fram nú um næstu helgi. ís- lensku skákmennirnir halda utan í dag með »Norröna« og tefla á 12 borðum við Færeyinga í Kollafirði á föstudag og laugar- dag. íslenska liðið er skipað skák- mönnum frá Norður- og Austurlandi, eins og í síðustu keppnum. íslensku sveitirnar hafa unnið í öllum viðureignun- um til þessa, en þar sem Færey- ingar hafa eflst mjög á seinustu árum er nú búist við jafnri og spennandi keppni. Skáklíf er með miklum blóma í Færeyjum um þessar mundir og hefur m. a. verið ákveðið að næsta Norðurlandamót í skák fari fram í Þórshöfn. Um þessar mundir er »Talvsamband För- oya« 15 ára og munu Færeyingar tengja afmælishátíðina lands- keppninni. E. M. S. Afmæli Guðlaug Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Þiljuvöllum 28, Neskaupstað, varð 60 ára 19. ágúst sl. Hún er fædd á Vað- brekku f Hrafnkelsdal og ólst þar upp, en fluttist til Neskaup- staðar 1947 og hefir átt hér heima síðan. ÁRNAÐ HEILLA

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.