Austurland


Austurland - 29.08.1985, Qupperneq 1

Austurland - 29.08.1985, Qupperneq 1
Austurland LJÓSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 29. ágúst 1985. 30. tölublað. Verður bónusvinnu í físk- vinnu hætt 9. september? Þegar kjarasamningar verka- lýðsfélaganna voru gerðir í sumar, var gert ráð fyrir því, að gerðir yrðu sérsamningar um bónusvinnu og premíu í fisk- vinnu og síldarsöltun. Ekki er enn farið að ræða um laun fyrir síldarsöltun, en gert er ráð fyrir, að samningaviðræður hefjist eftir mánaðamót. Sigfinnur Karlsson. Samningaviðræður hafa hins vegar verið í gangi milli Verka- mannasambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands um laun fyrir bónusvinnu og premíu í fiskvinnu. Allirvita, að laun fiskvinnslufólks eru svo lág, að óviðunandi er og vinnuálag er einnig mikið. Fólk er því að gefast upp á þessari vinnu og víða vantar fólk orðið til þessara starfa, svo að til vand- ræða horfir. □ AUSTURLAND leitaði fregna hjá Sigfinni Karlssyni, forseta Alþýðusambands Austurlands um gang þessara mála og spurði fyrst, hvernig samningaviðrœður hefðu gengið og hvernig þœr stœðu nú. ■ í júlí voru haldnir fjórir samnignafundir með fulltrúum bónusvinnufólks víðs vegar að - Vestfirðingar eru reyndar ekki með í þessu - og fulltrúum VSÍ. Á þessum fundum gerðist ekkert. Fulltrúar VSÍ fóru fram á frestun samninga vegna sumarfría hinna vanalegu reiknimeistara sambandsins. Fulltrúar verkafólks gáfu kost á 30 kr. greiðslu á klst. til handa þeim, sem vinna í bónus og premíu, meðan á samningavið- ræðum stæði. Fulltrúar VSÍ báðu þá um dags umhugsunar- frest, en er þeir mættu á fund aftur, tilkynntu þeir, að þeir samþykktu enga aukagreiðslu og báðu um frest til 4. septem- ber. Það var samþykkt, en það skilyrði sett, að ef ekki yrði búið að semja fyrir 9. september, yrði bónus- og premíuvinna lögð niður þá og aðeins unnið eftir tímakaupi. Nefndarmenn VSÍ vildu held ég gjarnan gera eitthvað, en er þeir komu frá höfuðstöðvunum, var algert nei. □ Hvernig meturðu samninga- horfurnar? ■ Á þessum tíma reynir á at- vinnurekendur, því að þeir komast ekki hjá að lagfæra kaup þessa fólks, ef þeir vilja halda áfram frystihússrekstri. Við trúum á það, að ekki komi til stöðvunar og þeir vilji bæta hag þess fólks, sem vinnur við fiskvinnu. □ Hvernig eru atvinnurekendur á Austurlandi viðfangs? Stöðvast bónusvinna? ■ Það er trú min, að atvinnu- rekendur hér á Austurlandi vilji gera eitthvað fyrir þetta fólk því til hagsbóta, en þeim sé haldið niðri af öflum, sem þeir eru tengdir við og eru í Reykja- vík. □ Hverjar eru helstu kröfur um kjarabœtur? ■ Krafist er hækkaðrar greiðslu fyrir hverja unna klst. og í bón- usútreikningunum verði miðað við fasta nýtingu, sem gerir kaupið jafnara og vinnuna mannlegri. Þá er krafist ýmissa lagfæringa á stöðlum o. fl., sem starfsfólkinu finnst, að gefi of lítið nú. □ Er góð samsataða um bón- usvinnustöðvunina meðal verkafólks á Austurlandi? ■ Búið er að kanna þetta í frystihúsunum hér á Austur- landi. Já, fólk er samstíga með að standa að þessum aðgerðum, ef ekki verður samið fyrir þenn- an tíma, þ. e. fyrir 9. september. □ Erfarið að gœta fólksflótta úr fiskvinnu hér á Austfjörðum? ■ Ég er ekki viss um það, fólk hefur ekki í neitt annað að fara - fólk hefur ekkert að flýja. AUSTURLAND þakkar Sig- finni spjallið og sendir fisk- vinnslufólki baráttukveðjur. B. S. Framkvæmdir á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar Eins og sagt hefir verið frá í blaðinu áður, var Hafnarkaffi í Neskaupstað opnað á ný fyrir mánuði eftir gagngerar breytingar. Að sögn hinna nýju eigenda, Aðalbjargar Þorvarðardóttur og Kristins S. Guðmundssonar, fer aðsókn að matstofunni vaxandi og um síðustu helgi var mjög mikil aðsókn, enda var þá í gangi sérlega hagstœtt matartilboð, sem auglýst var í AUSTURLANDI í síðustu viku. í Hafnarkaffi er hœgt að fá margs konar rétti og hvort heldur er borða í hinni vistlegu matstofu eða taka þá með sér heim. Meðfylgjandi mynd tók B. S. fyrir skömmu af hinum nýju eig- endum Hafnarkaffis í afgreiðslunni. Fréttaritari AUSTUR- LANDS á Seyðisfirði náði tali af Sigurði Jónssyni bæjarverk- fræðingi á staðnum og bað hann að greina frá helstu fram- kvæmdum á vegum bæjarins í sumar. Sigurður sagði að verklegar framkvæmdir hefðu verið með nokkuð hefðbundnum hætti. Unnið hefur verið við gatnagerð og var m. a. skipt um jarðveg og lagnir í elsta hluta Austur- vegar. Þá er á dagskrá að leggja varanlegt slitlag á Gilsbakka- hverfið. Þar var gerð tilraun með að leggja klæðningu á safn- götu, en á botnlanga á að leggja olíumöl. Útlagningu olíumalar- innar er ekki lokið, en undir- búningur er langt kominn. Heildarlengd þeirra gatna, sem slitlag verður lagt á í ár er um 1 km. Sl. haust var 1. áfanga nýja grunnskólans lokið. Það var smíðastofan og var kennt í henni sl. vetur. Nú eru í bygg- ingu tvær álmur ætlaðar til al- mennrar kennslu. Unnið er þar af fullum krafti og skal skila þeim fullgerðum næsta sumar, þannig að kennsla geti hafist þar haustið 1986. Bygging nýja sjúkrahússins hófst síðsumars 1977. Heilsu- gæslustöðinni, sem er á neðri hæð hússins var skilað fullgerðri í júní sl., en í þeim útboðsá- fanga sem er í gangi á eftir að ljúka við að innrétta apótek og fullgera loftræstikerfi fyrir þann hluta sem nú hefur verið tekinn í notkun. J. J. / S. G. Góð sala hjá Berki Börkur NK seldi í Grimsby í gær 133.750 kg af fiski fyrir kr. 6.178.270. Meðalverð er kr. 46.19 á kg, sem er gott verð. Börkur fer nú í slipp í Grimsby og verður þar senni- lega eina 10 daga. Neskaupstaður: Loðnubræðsla hefst um 20. sept. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns K. Sigurðssonar mun loðnubræðsla geta hafist í verk- smiðju Síldarvinnslunnar hf. um 20. september. í sumar hafa staðið yfir miklar endurbætur á verksmiðjunni. Er þar um að ræða nýjar skil- vindur, dælur og forsjóðara og mikla endurnýjun á rörum. Þessi endurnýjun tækja miðar að auknum afköstum, sem ættu að verða 650 - 700 lestir á sólar- hring og leiðir einnig til elds- neytissparnaðar. Jafnframt er hér um að ræða áfanga í hreinsi- búnaði til að draga úr mengun, en vart mun reykur úr verk- smiðjunni þó verða minni á komandi bræðsluvertíð en verið hefir. B. S.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.